Innlent

Bein útsending: Hart tekist á um þungunarrof á Alþingi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Óli Björn Kárason, bað um að þriðju umræðu um þungunarrofsfrumvarpið yrði frestað.
Óli Björn Kárason, bað um að þriðju umræðu um þungunarrofsfrumvarpið yrði frestað. FBL/Ernir
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir því að Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, frestaði þriðju umræðu um þungunarrof. Hart var tekist á um frumvarp heilbrigðisráðherra í dag.

„Ég tek nú ekki oft til máls hér undir liðnum fundarstjórn forseta en ég tel mig knúinn til þess að gera það. Vonir mínar um að velferðarnefnd færi aðeins betur yfir málið og reyndi kannski að ná aðeins víðtækari sátt um þetta viðkvæma mál sem við erum að ræða um í dag urðu því miður að engu. Nú liggja fyrir hins vegar að minnsta kosti tvær breytingartillögur hér við þriðju umræðu sem í mínum huga eru báðar skref í rétta átt,“ segir Óli Björn.

„Í ljósi þessa finnst mér rétt, og ég bara vinsamlegast fer fram á það við forseta að hann íhugi það að fresta umræðu um þetta mál í dag.“

Steingrími fannst ekki ástæða til að fresta umræðunni og verður henni fram haldið í dag líkt og dagskrá þingfundarins gerði ráð fyrir en tók aftur á móti ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslu en hún mun ekki fara fram fyrr en í næstu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×