Viðskipti innlent

Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Akureyrarflugvöllur.
Akureyrarflugvöllur. Fréttablaðið/völundur
Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands en flug Transavia til Akureyrar er tilkomið vegna ferða á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel, sem selur skipulagðar ferðir til Íslands.

Í tilkynningunni segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hollenskt flugfélag selji sjálft sæti í ferðir til Akureyrar.

„Ljóst er að þetta skapar gríðarleg tækifæri fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi, en einnig fyrir aðrar atvinnugreinar. Norðlendingar hafa nú enn fleiri tækifæri til að kaupa stök flugsæti til Rotterdam, en þessu til viðbótar selur Ferðaskrifstofa Akureyrar stök sæti, sem og pakkaferðir, til Rotterdam,“ segir í tilkynningunni.

Lengi hefur verið barist fyrir því aðauka millilandaflug um Akureyrarflugvöllen Voigt Travel og Transavia feta í fótspor bresku ferðaskrifstofunnar Super Break sem skipulagt hefur og selt flugmiða og ferðir til Akureyrar frá Bretlandi undanfarin tvö ár.

Transavia flýgur einnig til og frá Keflavíkurflugvelli en hollenska flugfélagið var eitt af þeim flugfélögum sembrást hratt við gjaldþroti WOW airmeð því að fjölga ferðum til Keflavíkur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×