Viktor Gísli genginn í raðir GOG Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2019 07:55 Viktor Gísli Hallgrímsson er farinn í atvinnumennskuna. vísir/bára Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, er genginn í raðir danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni en hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið.Þetta kemur fram á heimasíðu GOG en Viktor Gísli kemur til danska liðsins frá uppeldisfélagi sínu Fram þar sem hann hefur verið aðalmarkvörður í þrjú ár þrátt fyrir ungan aldur. Viktor Gísli varði mark íslenska liðsins í síðasta landsleik á móti Makedóníu og stóð sig vel en hann er af flestum talinn efnilegasti markvörður sem komið hefur upp í íslenskum handbolta. Hann er aðeins 18 ára gamall. „Markmið mitt er að verða besti markvörður heims en það er langur vegur í það. Ég get spilað góða leiki en mig vantar stöðugleika. Ég þarf að taka þetta skref fyrir skref og GOG er rétti staðurinn fyrir mig að þróast áfram sem handboltamaður,“ segir Viktor Gísli á heimasíðu GOG. GOG er eitt stærsta og besta liðið í Danmörku en það hefur sjö sinnum orðið meistari, síðast árið 2007. Það hafnaði í öðru sæti deildarkeppninnar í vetur og er komið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Hægri hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson spilar með GOG en þá er Arnar Freyr Arnarsson, línumaður landsliðsins, einnig á leið til félagsins í sumar frá Kristianstad í Svíþjóð. Viktor Gísli verður með reynslubolta með sér í markinu á næsta ári því GOG var áður búið að semja við fyrrverandi sænska landsliðsmarkvörðinn Dan Beutler. Sá er fæddur 1977 og er ekki nema 23 árum eldri en Viktor sem er fæddur árið 2000. Handbolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Í beinni: ÍR - Haukar | Hafnfirðingar geta komist upp í annað sætið „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, er genginn í raðir danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni en hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið.Þetta kemur fram á heimasíðu GOG en Viktor Gísli kemur til danska liðsins frá uppeldisfélagi sínu Fram þar sem hann hefur verið aðalmarkvörður í þrjú ár þrátt fyrir ungan aldur. Viktor Gísli varði mark íslenska liðsins í síðasta landsleik á móti Makedóníu og stóð sig vel en hann er af flestum talinn efnilegasti markvörður sem komið hefur upp í íslenskum handbolta. Hann er aðeins 18 ára gamall. „Markmið mitt er að verða besti markvörður heims en það er langur vegur í það. Ég get spilað góða leiki en mig vantar stöðugleika. Ég þarf að taka þetta skref fyrir skref og GOG er rétti staðurinn fyrir mig að þróast áfram sem handboltamaður,“ segir Viktor Gísli á heimasíðu GOG. GOG er eitt stærsta og besta liðið í Danmörku en það hefur sjö sinnum orðið meistari, síðast árið 2007. Það hafnaði í öðru sæti deildarkeppninnar í vetur og er komið í undanúrslit úrslitakeppninnar. Hægri hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson spilar með GOG en þá er Arnar Freyr Arnarsson, línumaður landsliðsins, einnig á leið til félagsins í sumar frá Kristianstad í Svíþjóð. Viktor Gísli verður með reynslubolta með sér í markinu á næsta ári því GOG var áður búið að semja við fyrrverandi sænska landsliðsmarkvörðinn Dan Beutler. Sá er fæddur 1977 og er ekki nema 23 árum eldri en Viktor sem er fæddur árið 2000.
Handbolti Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Í beinni: ÍR - Haukar | Hafnfirðingar geta komist upp í annað sætið „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Sjá meira