ÍBV svarar Þorgeiri: „Talaðu svo meira um þroskaða og málefnalega umræðu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2019 20:20 Úr þriðja leik liðanna. VÍSIR/DANÍEL ÞÓR Yfirlýsingarnar halda áfram að ganga á milli Hauka og ÍBV en liðin eigast við í undanúrslitum Olís-deildar karla. Staðan er 2-1 fyrir Haukum í leikjum. Í leik tvö sauð allt upp úr þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. Kári Kristján Kristjánsson var dæmdur í þriggja leikja bann og við það voru Eyjamenn mjög ósáttir. Síðan þá hafa Eyjamenn tjáð sig mikið um dóminn en Haukarnir svöruðu þeim í dag með yfirlýsingu. Nú hafa Eyjamenn svarað þeirri yfirlýsingu en þeir sendu fjölmiðlum yfirlýsinguna nú undir kvöld. Þar svara þeir formanni Hauka, Þorgeiri Haraldssyni fullum hálsi sem skrifaði yfirlýsingu Hauka í dag. Yfirlýsingu Eyjamanna sem barst nú undir kvöld má sjá hér að neðan.Yfirlýsingin í heild sinniÍBV svarar Þorgeiri Þorgeir Haraldsson formaður handknattleiksdeildar Hauka og fyrrum stjórnarmaður í HSÍ sendi frá sér yfirlýsingu þann 6. maí. Þar kemur fram og er staðfest af Þorgeiri að Heimir Óli hafi náð sér að fullu af „höfuð-hálsáverkum“ þeim sem hann varð fyrir í leik ÍBV og Hauka sl. fimmtudag 2. maí. Þorgeir heldur því fram að Heimir Óli hafi fengið mikla verki og hreyfiskerðingu upp í háls og hluta höfuðs/kjálka en vegna afburða sjúkraþjálfara og sjúkrateymis hafi Heimir Óli náð þeim árangri að verða algjörlega einkennalaus 3 dögum síðar. Einhverra hluta vegna ákveður Þorgeir síðan að nefna alveg uppúr þurru að fyrir rúmi ári hafi Daníel Þór Ingason verði hvíldur í viku eftir þungt högg á kjálkann í leik í Vestmannaeyjum og einhverra hluta vegna tengist það því að Daníel hafi verið tekinn út úr leik 2 gegn Stjörnunni nú fyrir nokkrum vikum. ÍBV áttar sig ekki á tengingunni en Þorgeir, Daníel Þór stóð upp í leiknum í fyrra og kom inná 2 mínútum síðar og spilaði allan tímann sem eftir var. Gott ef hann skoraði ekki 3 mörk eftir þetta. Það var síðan vikufrí hjá Haukum eftir þetta vegna Evrópukeppni ÍBV þannig að það var vikufrí hjá öllum leikmönnum Hauka og auðvitað Daníel líka. En hvers vegna Þorgeir, nefndir þú ekki í þessu sambandi að fyrir nokkrum vikum braut Ásgeir Örn Hallgrímsson þannig á ungum leikmanni ÍBV, Daníel Griffin að hann fékk heilahristing og var fluttur á sjúkrahús. Í kjölfarið gat okkar Daníel ekki æft eða spilað með ÍBV í 2-3 vikur. Þetta vissir þú Þorgeir, en kaust að nefna ekki. ÍBV hefur ekki gert annað í þessu máli en að benda á staðreyndir og í því sambandi svaraðu því þá Þorgeir: Verðskuldaði Heimir Óli ekki rautt spjald fyrir að ráðast að fyrrabragði á Kára Kristján og taka hann tökum, eftir að Kári Kristján hafði stöðvað hraðaupphlaup Hauka? Hvers vegna var þessu augljósa rauða spjaldi sleppt og hvers vegna benti stjórn HSÍ aganefndinni ekki á það brot, en þú ert öllum hnútum kunnugur þar innandyra? ÍBV bendir enn og aftur á að skv. myndböndum þá tók Heimir Óli, Kára Kristján niður en ekki öfugt. Þá bendir ÍBV á þá staðreynd að Heimir Óli meiddist ekki og afleiðingarnar voru engar fyrir Hauka. Ef því er að þakka afburða sjúkraþjálfara og sjúkrateymi Hauka, þá er það bara þannig. Það breytir ekki staðreyndum. Og getur þú, Þorgeir staðfest þau orð Heimis Óla að upplýsingar til dómara leiksins, að Heimir Óli væri mjög mikið meiddur og afleiðingarnar mjög miklar, hafi ekki komið frá Haukum? Hvaðan heldur þú þá að þessar upplýsingar hafi komið? Fór t.d. Heimir Óli á sjúkrahús eða bráðadeild og að þessar upplýsingar séu hugsanlega úr sjúkraskrám hans? ÍBV hefur ekki orðið vart við að eiga sér málsvara í „seinni bylgjunni“. Það gerðist a.m.k. ekki þegar að Logi Geirsson, sem þú hrósar reyndar einum málsvara í grein þinni, dæmdi í máli Kára Kristjáns þrátt fyrir að hafa séð myndbandið frá sjónarhorninu sem ÍBV hefur ítrekað bent á. Sá dómur var harður og rangur en ekki kvartaðir þú þá Þorgeir. Þú útskýrir það kannski betur við hvað þú átt Þorgeir með málsvara ÍBV í „seinni bylgjunni“ þannig að það sé ekki bara aðdróttanir og allir liggi undir grun vegna ódæðisins. ÍBV hefur ekki staðið á neinn hátt að rætinni umræðu en stendur við allt það sem það hefur látið frá sér. ÍBV hefur verið beitt órétti og það er alltaf að koma betur og betur í ljós. Þú segir að lokum að þið hafið ekki getað borið hönd fyrir höfuð ykkar og því verið knúnir til að rita yfirlýsingu ykkar. Málið er Þorgeir, þið þurftuð ekki að bera hönd fyrir höfuð ykkar. Aganefnd HSÍ sá um það og þið sögðuð ekki orð, þrátt fyrir að vita að meiðsli og afleiðingar Heimis Óla voru lítil sem engin. Ákvörðun aganefndar HSÍ var ekki tekin fyrr en 2 dögum eftir leikinn umtalaða. En þú þagðir. Talaðu svo meira um þroskaða og máefnalega umræðu. F.h. Handknattleiksdeildar ÍBV Davíð Þór Óskarsson, formaður Olís-deild karla Tengdar fréttir Yfirlýsing frá ÍBV: Niðurstaða aganefndar HSÍ óskiljanleg og hlutdræg Eyjamenn eru mjög ósáttir við þá ákvörðun aganefndar HSÍ að dæma Kára Kristján Kristjánsson í þriggja leikja bann. 5. maí 2019 20:29 Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. 4. maí 2019 14:22 Haukarnir svara Eyjamönnum og fjölmiðlamönnum með eigin yfirlýsingu Handknattleiksdeild Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi höfuðmeiðsli Heimis Óla Heimissonar eftir brot leikmanns ÍBV og eftirlit og meðferð sjúkrateymis Hauka. 7. maí 2019 14:13 Logi svarar Kára: "Þú ert ekki fórnarlambið hérna“ Logi Geirsson segir að Kári Kristján Kristjánsson ætti að sjá sóma sinn í að biðja Heimi Óla Heimisson afsökunar. 4. maí 2019 18:11 Kári í þriggja leikja bann 4. maí 2019 18:25 Aganefnd HSÍ tekur mál Kára fyrir á ný Máli handboltamannsins Kára Kristjáns Kristjánssonar, leikmanns ÍBV, er ekki lokið en aganefnd HSÍ ku ætla að taka mál hans upp á nýjan leik. 7. maí 2019 15:56 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Yfirlýsingarnar halda áfram að ganga á milli Hauka og ÍBV en liðin eigast við í undanúrslitum Olís-deildar karla. Staðan er 2-1 fyrir Haukum í leikjum. Í leik tvö sauð allt upp úr þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. Kári Kristján Kristjánsson var dæmdur í þriggja leikja bann og við það voru Eyjamenn mjög ósáttir. Síðan þá hafa Eyjamenn tjáð sig mikið um dóminn en Haukarnir svöruðu þeim í dag með yfirlýsingu. Nú hafa Eyjamenn svarað þeirri yfirlýsingu en þeir sendu fjölmiðlum yfirlýsinguna nú undir kvöld. Þar svara þeir formanni Hauka, Þorgeiri Haraldssyni fullum hálsi sem skrifaði yfirlýsingu Hauka í dag. Yfirlýsingu Eyjamanna sem barst nú undir kvöld má sjá hér að neðan.Yfirlýsingin í heild sinniÍBV svarar Þorgeiri Þorgeir Haraldsson formaður handknattleiksdeildar Hauka og fyrrum stjórnarmaður í HSÍ sendi frá sér yfirlýsingu þann 6. maí. Þar kemur fram og er staðfest af Þorgeiri að Heimir Óli hafi náð sér að fullu af „höfuð-hálsáverkum“ þeim sem hann varð fyrir í leik ÍBV og Hauka sl. fimmtudag 2. maí. Þorgeir heldur því fram að Heimir Óli hafi fengið mikla verki og hreyfiskerðingu upp í háls og hluta höfuðs/kjálka en vegna afburða sjúkraþjálfara og sjúkrateymis hafi Heimir Óli náð þeim árangri að verða algjörlega einkennalaus 3 dögum síðar. Einhverra hluta vegna ákveður Þorgeir síðan að nefna alveg uppúr þurru að fyrir rúmi ári hafi Daníel Þór Ingason verði hvíldur í viku eftir þungt högg á kjálkann í leik í Vestmannaeyjum og einhverra hluta vegna tengist það því að Daníel hafi verið tekinn út úr leik 2 gegn Stjörnunni nú fyrir nokkrum vikum. ÍBV áttar sig ekki á tengingunni en Þorgeir, Daníel Þór stóð upp í leiknum í fyrra og kom inná 2 mínútum síðar og spilaði allan tímann sem eftir var. Gott ef hann skoraði ekki 3 mörk eftir þetta. Það var síðan vikufrí hjá Haukum eftir þetta vegna Evrópukeppni ÍBV þannig að það var vikufrí hjá öllum leikmönnum Hauka og auðvitað Daníel líka. En hvers vegna Þorgeir, nefndir þú ekki í þessu sambandi að fyrir nokkrum vikum braut Ásgeir Örn Hallgrímsson þannig á ungum leikmanni ÍBV, Daníel Griffin að hann fékk heilahristing og var fluttur á sjúkrahús. Í kjölfarið gat okkar Daníel ekki æft eða spilað með ÍBV í 2-3 vikur. Þetta vissir þú Þorgeir, en kaust að nefna ekki. ÍBV hefur ekki gert annað í þessu máli en að benda á staðreyndir og í því sambandi svaraðu því þá Þorgeir: Verðskuldaði Heimir Óli ekki rautt spjald fyrir að ráðast að fyrrabragði á Kára Kristján og taka hann tökum, eftir að Kári Kristján hafði stöðvað hraðaupphlaup Hauka? Hvers vegna var þessu augljósa rauða spjaldi sleppt og hvers vegna benti stjórn HSÍ aganefndinni ekki á það brot, en þú ert öllum hnútum kunnugur þar innandyra? ÍBV bendir enn og aftur á að skv. myndböndum þá tók Heimir Óli, Kára Kristján niður en ekki öfugt. Þá bendir ÍBV á þá staðreynd að Heimir Óli meiddist ekki og afleiðingarnar voru engar fyrir Hauka. Ef því er að þakka afburða sjúkraþjálfara og sjúkrateymi Hauka, þá er það bara þannig. Það breytir ekki staðreyndum. Og getur þú, Þorgeir staðfest þau orð Heimis Óla að upplýsingar til dómara leiksins, að Heimir Óli væri mjög mikið meiddur og afleiðingarnar mjög miklar, hafi ekki komið frá Haukum? Hvaðan heldur þú þá að þessar upplýsingar hafi komið? Fór t.d. Heimir Óli á sjúkrahús eða bráðadeild og að þessar upplýsingar séu hugsanlega úr sjúkraskrám hans? ÍBV hefur ekki orðið vart við að eiga sér málsvara í „seinni bylgjunni“. Það gerðist a.m.k. ekki þegar að Logi Geirsson, sem þú hrósar reyndar einum málsvara í grein þinni, dæmdi í máli Kára Kristjáns þrátt fyrir að hafa séð myndbandið frá sjónarhorninu sem ÍBV hefur ítrekað bent á. Sá dómur var harður og rangur en ekki kvartaðir þú þá Þorgeir. Þú útskýrir það kannski betur við hvað þú átt Þorgeir með málsvara ÍBV í „seinni bylgjunni“ þannig að það sé ekki bara aðdróttanir og allir liggi undir grun vegna ódæðisins. ÍBV hefur ekki staðið á neinn hátt að rætinni umræðu en stendur við allt það sem það hefur látið frá sér. ÍBV hefur verið beitt órétti og það er alltaf að koma betur og betur í ljós. Þú segir að lokum að þið hafið ekki getað borið hönd fyrir höfuð ykkar og því verið knúnir til að rita yfirlýsingu ykkar. Málið er Þorgeir, þið þurftuð ekki að bera hönd fyrir höfuð ykkar. Aganefnd HSÍ sá um það og þið sögðuð ekki orð, þrátt fyrir að vita að meiðsli og afleiðingar Heimis Óla voru lítil sem engin. Ákvörðun aganefndar HSÍ var ekki tekin fyrr en 2 dögum eftir leikinn umtalaða. En þú þagðir. Talaðu svo meira um þroskaða og máefnalega umræðu. F.h. Handknattleiksdeildar ÍBV Davíð Þór Óskarsson, formaður
Olís-deild karla Tengdar fréttir Yfirlýsing frá ÍBV: Niðurstaða aganefndar HSÍ óskiljanleg og hlutdræg Eyjamenn eru mjög ósáttir við þá ákvörðun aganefndar HSÍ að dæma Kára Kristján Kristjánsson í þriggja leikja bann. 5. maí 2019 20:29 Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. 4. maí 2019 14:22 Haukarnir svara Eyjamönnum og fjölmiðlamönnum með eigin yfirlýsingu Handknattleiksdeild Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi höfuðmeiðsli Heimis Óla Heimissonar eftir brot leikmanns ÍBV og eftirlit og meðferð sjúkrateymis Hauka. 7. maí 2019 14:13 Logi svarar Kára: "Þú ert ekki fórnarlambið hérna“ Logi Geirsson segir að Kári Kristján Kristjánsson ætti að sjá sóma sinn í að biðja Heimi Óla Heimisson afsökunar. 4. maí 2019 18:11 Kári í þriggja leikja bann 4. maí 2019 18:25 Aganefnd HSÍ tekur mál Kára fyrir á ný Máli handboltamannsins Kára Kristjáns Kristjánssonar, leikmanns ÍBV, er ekki lokið en aganefnd HSÍ ku ætla að taka mál hans upp á nýjan leik. 7. maí 2019 15:56 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Yfirlýsing frá ÍBV: Niðurstaða aganefndar HSÍ óskiljanleg og hlutdræg Eyjamenn eru mjög ósáttir við þá ákvörðun aganefndar HSÍ að dæma Kára Kristján Kristjánsson í þriggja leikja bann. 5. maí 2019 20:29
Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. 4. maí 2019 14:22
Haukarnir svara Eyjamönnum og fjölmiðlamönnum með eigin yfirlýsingu Handknattleiksdeild Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi höfuðmeiðsli Heimis Óla Heimissonar eftir brot leikmanns ÍBV og eftirlit og meðferð sjúkrateymis Hauka. 7. maí 2019 14:13
Logi svarar Kára: "Þú ert ekki fórnarlambið hérna“ Logi Geirsson segir að Kári Kristján Kristjánsson ætti að sjá sóma sinn í að biðja Heimi Óla Heimisson afsökunar. 4. maí 2019 18:11
Aganefnd HSÍ tekur mál Kára fyrir á ný Máli handboltamannsins Kára Kristjáns Kristjánssonar, leikmanns ÍBV, er ekki lokið en aganefnd HSÍ ku ætla að taka mál hans upp á nýjan leik. 7. maí 2019 15:56
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða