Fleiri andvígir samþykkt orkupakkans Sighvatur Arnmundsson og Ari Brynjólfsson skrifar 7. maí 2019 06:15 Fleiri landsmenn eru andvígir samþykkt þriðja orkupakkans ef marka má nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins. vísir/vilhelm Tæpur helmingur þeirra sem taka afstöðu er andvígur því að þriðji orkupakkinn verði samþykktur á Alþingi. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. 48,7 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru andvíg samþykkt þriðja orkupakkans, 29,6 prósent eru hlynnt og 21,7 prósent hlutlaus. Þetta eru svipaðar niðurstöður og úr könnun Zenter frá desember á síðasta ári. Ef svör allra eru skoðuð kemur í ljós að stærsti hópurinn, eða 36,3 prósent, segist ekki vita hvort hann sé hlynntur eða andvígur þriðja orkupakkanum. Af öllum svörum reyndust 30,5 prósent andvíg samþykkt orkupakkans, 18,5 prósent hlynnt, 13,6 prósent hlutlaus og rúmt eitt prósent vildi ekki svara. Einnig var spurt að því hversu vel eða illa fólk hefði kynnt sér þriðja orkupakkann. Tæpur þriðjungur, eða 32,1 prósent, sagðist ekki hafa kynnt sér hann, og 26,5 prósent sögðust hafa kynnt sér hann illa. 22,2 prósent töldu sig hafa kynnt sér orkupakkann vel og 19,2 prósent hvorki vel né illa. Stuðningur við samþykkt þriðja orkupakkans eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Þannig segjast 46 prósent þeirra sem hafa kynnt sér málið vel hlynnt samþykkt, 26 prósent þeirra sem hvorki hafa kynnt sér málið vel né illa, 19 prósent þeirra sem hafa kynnt sér það illa og 12 prósent þeirra sem ekki hafa kynnt sér málið. Helmingur þeirra sem hafa kynnt sér málið vel og þeirra sem hafa hvorki kynnt sér það vel né illa er andvígur samþykkt þriðja orkupakkans. Þá eru 46 prósent þeirra sem hafa kynnt sér málið illa og 45 prósent þeirra sem ekki hafa kynnt sér það andvíg samþykkt þess. Könnun Zenter var netkönnun framkvæmd 24. apríl til 2. maí. Úrtakið var 2.500 manns en alls svöruðu 1.443, eða 57,7 prósent. Þriðji orkupakkinn var áfram til umræðu í utanríkismálanefnd í gær en Stefán Már Stefánsson lagaprófessor og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður komu á fund nefndarinnar. Þeir telja leiðina sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ætlar að fara í málinu ekki gallalausa. „Við göngum út frá því að forsendur ráðherra séu réttar og við höfum ekki kynnt okkur hvernig fyrirvararnir verða útfærðir á síðari stigum, það er eftirleikurinn, hvernig þingið kemur til með að útfæra þessa fyrirvara,“ segir Friðrik Árni. Stefán Már gat ekki sagt hvað myndi gerast ef málið yrði sent aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar. Það væri hins vegar rétta lögfræðilega leiðin, þar sem gert væri ráð fyrir því í EES-samningnum. Ekki væri hægt að útiloka að ESB myndi grípa til einhverra gagnaðgerða og alls óvíst hvort Ísland fengi varanlega undanþágu. Nánar á fréttablaðið.is. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Tæpur helmingur þeirra sem taka afstöðu er andvígur því að þriðji orkupakkinn verði samþykktur á Alþingi. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. 48,7 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru andvíg samþykkt þriðja orkupakkans, 29,6 prósent eru hlynnt og 21,7 prósent hlutlaus. Þetta eru svipaðar niðurstöður og úr könnun Zenter frá desember á síðasta ári. Ef svör allra eru skoðuð kemur í ljós að stærsti hópurinn, eða 36,3 prósent, segist ekki vita hvort hann sé hlynntur eða andvígur þriðja orkupakkanum. Af öllum svörum reyndust 30,5 prósent andvíg samþykkt orkupakkans, 18,5 prósent hlynnt, 13,6 prósent hlutlaus og rúmt eitt prósent vildi ekki svara. Einnig var spurt að því hversu vel eða illa fólk hefði kynnt sér þriðja orkupakkann. Tæpur þriðjungur, eða 32,1 prósent, sagðist ekki hafa kynnt sér hann, og 26,5 prósent sögðust hafa kynnt sér hann illa. 22,2 prósent töldu sig hafa kynnt sér orkupakkann vel og 19,2 prósent hvorki vel né illa. Stuðningur við samþykkt þriðja orkupakkans eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur. Þannig segjast 46 prósent þeirra sem hafa kynnt sér málið vel hlynnt samþykkt, 26 prósent þeirra sem hvorki hafa kynnt sér málið vel né illa, 19 prósent þeirra sem hafa kynnt sér það illa og 12 prósent þeirra sem ekki hafa kynnt sér málið. Helmingur þeirra sem hafa kynnt sér málið vel og þeirra sem hafa hvorki kynnt sér það vel né illa er andvígur samþykkt þriðja orkupakkans. Þá eru 46 prósent þeirra sem hafa kynnt sér málið illa og 45 prósent þeirra sem ekki hafa kynnt sér það andvíg samþykkt þess. Könnun Zenter var netkönnun framkvæmd 24. apríl til 2. maí. Úrtakið var 2.500 manns en alls svöruðu 1.443, eða 57,7 prósent. Þriðji orkupakkinn var áfram til umræðu í utanríkismálanefnd í gær en Stefán Már Stefánsson lagaprófessor og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður komu á fund nefndarinnar. Þeir telja leiðina sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ætlar að fara í málinu ekki gallalausa. „Við göngum út frá því að forsendur ráðherra séu réttar og við höfum ekki kynnt okkur hvernig fyrirvararnir verða útfærðir á síðari stigum, það er eftirleikurinn, hvernig þingið kemur til með að útfæra þessa fyrirvara,“ segir Friðrik Árni. Stefán Már gat ekki sagt hvað myndi gerast ef málið yrði sent aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar. Það væri hins vegar rétta lögfræðilega leiðin, þar sem gert væri ráð fyrir því í EES-samningnum. Ekki væri hægt að útiloka að ESB myndi grípa til einhverra gagnaðgerða og alls óvíst hvort Ísland fengi varanlega undanþágu. Nánar á fréttablaðið.is.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira