Allt strand á loftslagsráðstefnu í Madríd Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2019 12:45 Frá mótmælum við ráðstefnuna í gær. AP/Manu Fernandez Uppfært 12:45 Ráðstefnunni lauk með málamyndasamkomulagi um að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda, samanborið við Parísarsamkomulagið frá 2015. Svo virðist sem að enginn komi sáttur frá ráðstefnunni en einn höfunda Parísarsamkomulagsins sagði þetta vera bestu mögulegu niðurstöðuna. Viðmiðin á ekki þeim lágmörkum sem vísindamenn segja nauðsynleg. Ekkert samkomulag náðist um kaup og sölu á útblásturskvóta.Upprunalega fréttin Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna á Spáni, sem kallast COP25, hefur einkennst af deilum og aðgerðarleysi þar sem stærri ríki standa í vegi þess að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða til að sporna gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Útlit er fyrir að niðurstaðan verði að ríki heimsins samþykki hófsama yfirlýsingu sem feli ekki í sér auknar takmarkanir á útblæstri. Ráðstefnan á að byggja á Parísarsamkomulaginu frá 2015. Vísindamenn segja að þau markmið sem samþykkt voru þá muni ekki duga til að halda hækkun meðalhitastigs undir tveimur gráðum á þessari öld. Það viðmið hefur þar að auki verið lækkað í eina og hálfa gráðu. Eins og staðan er í dag er útlit fyrir að meðalhitinn gæti hækkað um þrjár til fjórar gráður.Sjá einnig: Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkjaErindrekar Evrópusambandsins og smærri ríkja, þá sérstaklega eyríkja, hafa þrýst á aukin viðmið. Stærstu mengunarþjóðir heims eins og Bandaríkin, Brasilía, Ástralía og Indland segja hins vegar enga þörf á því að breyta núverandi áætlunum. Carolina Schmidt, umhverfisráðherra Chile sem stýrir ráðstefnunni, kallar eftir sveigjanleika og segir þörf á metnaðarfullum markmiðum, samkvæmt frétt BBC.Ráðstefnunni átti að ljúka á föstudagskvöldið en hún stendur enn yfir. Deilurnar á ráðstefnunni hafa að miklu leiti snúist um tæknileg atriði eins og kaup og sölu á útblásturskvóta, glufur á mögulegum sáttmálum og fjármögnun. Mótmælendur hafa fjölmennt við ráðstefnuna og krafist aðgerða frá ráðamönnum. Loftslagsmál Spánn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sjá meira
Uppfært 12:45 Ráðstefnunni lauk með málamyndasamkomulagi um að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda, samanborið við Parísarsamkomulagið frá 2015. Svo virðist sem að enginn komi sáttur frá ráðstefnunni en einn höfunda Parísarsamkomulagsins sagði þetta vera bestu mögulegu niðurstöðuna. Viðmiðin á ekki þeim lágmörkum sem vísindamenn segja nauðsynleg. Ekkert samkomulag náðist um kaup og sölu á útblásturskvóta.Upprunalega fréttin Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna á Spáni, sem kallast COP25, hefur einkennst af deilum og aðgerðarleysi þar sem stærri ríki standa í vegi þess að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða til að sporna gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Útlit er fyrir að niðurstaðan verði að ríki heimsins samþykki hófsama yfirlýsingu sem feli ekki í sér auknar takmarkanir á útblæstri. Ráðstefnan á að byggja á Parísarsamkomulaginu frá 2015. Vísindamenn segja að þau markmið sem samþykkt voru þá muni ekki duga til að halda hækkun meðalhitastigs undir tveimur gráðum á þessari öld. Það viðmið hefur þar að auki verið lækkað í eina og hálfa gráðu. Eins og staðan er í dag er útlit fyrir að meðalhitinn gæti hækkað um þrjár til fjórar gráður.Sjá einnig: Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkjaErindrekar Evrópusambandsins og smærri ríkja, þá sérstaklega eyríkja, hafa þrýst á aukin viðmið. Stærstu mengunarþjóðir heims eins og Bandaríkin, Brasilía, Ástralía og Indland segja hins vegar enga þörf á því að breyta núverandi áætlunum. Carolina Schmidt, umhverfisráðherra Chile sem stýrir ráðstefnunni, kallar eftir sveigjanleika og segir þörf á metnaðarfullum markmiðum, samkvæmt frétt BBC.Ráðstefnunni átti að ljúka á föstudagskvöldið en hún stendur enn yfir. Deilurnar á ráðstefnunni hafa að miklu leiti snúist um tæknileg atriði eins og kaup og sölu á útblásturskvóta, glufur á mögulegum sáttmálum og fjármögnun. Mótmælendur hafa fjölmennt við ráðstefnuna og krafist aðgerða frá ráðamönnum.
Loftslagsmál Spánn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sjá meira