Fótbolti

Fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem varamaður | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Michael Eberwein fékk dæmda á sig vítaspyrnu á föstudaginn fyrir athyglisverðar sakir.
Michael Eberwein fékk dæmda á sig vítaspyrnu á föstudaginn fyrir athyglisverðar sakir. vísir/getty
Ótrúlegt atvik átti sér stað í þýsku B-deildinni um helgina er Holstein Kiel og Bochum áttust við.

Silvere M'boussy, framherji Bochum, átti þá skot rétt framhjá marki heimaliðsins en einn varamaður Holsten Kiel, sem var að hita upp bakvið markið, tók á móti knettinum.

Þegar markvörður Kiel ætlaði að fara sparka frá marki bað dómarinn hann hins vegar að hinkra aðeins við og fór og skoðaði atvikið í VARsjánni.







Þar kom í ljós að varamaðurinn, Michael Eberwein, hafi snert boltann inn á vellinum og því var hann brotlegur. Þar af leiðandi var dæmd vítaspyrna.

Úr vítaspyrnunni skoraði Silvere sjálfur en Holsten Kiel vann leikinn að lokum með tveimur mörkum gegn einu.

Atvikið stórfurðulega má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×