Golf

Tiger færist nær 82. sigrinum á PGA-móti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tiger Woods á mótinu.
Tiger Woods á mótinu. vísir/getty
Tiger Woods leiðir fyrir síðasta hringinn á Zozo meistaramótinu sem fer fram í Japan um helgina en síðasti hringurinn fer fram í nótt.

Tiger er átján höggum undir pari eftir þriðja hringinn sem fór fram í nótt en heimamaðurinn Hideki Matsuyama er þremur höggum á eftir Tiger.







Þetta er fyrsta mótið sem Tiger keppir á síðan hann gekkst undir aðgerð á hné í ágúst en hann gæti jafnað met Sam Snead yfir 82 sigra á PGA-mótum.

Mótið er fyrsta PGA-mótið sem fer fram í Japan en hinn norður-írski Rory McIlroy klifraði upp töfluna í nótt. Hann er kominn í 6. sætið og er sex höggum á eftir Tiger.







Sýnt verður í beinni frá mótinu á Stöð 2 Sport Golf í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×