Heimamenn í Augsburg voru meira með boltann og áttu fleiri tilraunir en gestirnir en inn vildi boltinn ekki.
Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg en honum var skipt af velli á 77. mínútu.
Captain Fantastic starts! #WOBFCA#FCApic.twitter.com/oHyiNxETwn
— FC Augsburg English (@FCA_World) October 27, 2019
Gengið hefur ekki verið upp á marga fiska hjá Augsburg sem er í næst neðsta sæti deildarinnar með sjö stig.
Liðið hefur ekki unnið leik síðan 14. september en þá vann liðið Eintracht Frankfurt. Síðan þá hefur liðið spilað fimm leiki; gert þrjú jafntefli og tapað tveimur.