Fótbolti

Fögnuðu marki sem var ekki mark og á sama tíma skoruðu mót­herjarnir | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Hajduk Split.
Úr leik Hajduk Split. vísir/getty
Það dró til tíðinda í leik Hajduk Split og Slaven Koprivnica í króatísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Split var 1-0 yfir í hálfleik en á 73. mínútu héldu gestirnir að Slaven að þeir hefðu jafnað metin eftir markmannsmistök heimaliðsins.

Boltinn fór hins vegar í stöngina og á meðan leikmenn Slaven fögnuðu markinu brunuðu Hajduk-menn upp í sókn.







Markvörður gestaliðsins var kominn út að hliðarlínu til að fagna markinu og voru Hajduk menn því þrír gegn einum varnarmanni Slaven.

Þeim brást ekki bogalistinn og Josip Juranovic skoraði í autt markið en eftir sigurinn er Hajduk á toppi deildarinnar.

Slaven er á botninum með tíu stig en atvikið stór undarlega má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×