Emery: Rangt af Xhaka | Piers Morgan kallar eftir aðgerðum Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. október 2019 20:15 Allt á suðupunkti vísir/getty Unai Emery, stjóri Arsenal, hélt ekki hlífiskildi yfir Granit Xhaka, fyrirliða Arsenal, þegar hann var spurður út í framkomu hans eftir að honum var skipt af velli í 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace í dag. Xhaka var skipt af velli eftir klukkutíma leik í stöðunni 2-2 og var hann ekkert að drífa sig af velli. Í kjölfarið fékk hann að heyra það frá stuðningsmönnum Arsenal. Xhaka hélt engu að síður áfram að labba af velli og svaraði stuðningsmönnum fullum hálsi með handabendingum og öskrum áður en hann reif sig úr treyjunni á leið sinni til búningsherbergja. „Þetta var rangt af honum. Ég vil ekki segja of mikið en þetta voru vond viðbrögð hjá honum. Við munum ræða þetta atvik innan okkar hóps en ekki hér,“ sagði Emery í leikslok. Óhætt er að segja að hegðun Xhaka hafi reitt marga stuðningsmenn Arsenal til reiði. Hinn heimsþekkti fjölmiðlamaður Piers Morgan er einn þeirra sem tjáir sig um atvikið á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í annari færslu segir Morgan að Xhaka eigi ekki að fá að klæðast treyju Arsenal framar. Morgan er harður stuðningsmaður ArsenalWow. Xhaka subbed for another poor performance - so responds by telling Arsenal fans to ‘f*ck off’, ripping his shirt off & storming down the tunnel. And this is supposed to be our CAPTAIN? What an absolute disgrace. He should be stripped of the captaincy tonight. #afcpic.twitter.com/iCGxOl9scv — Piers Morgan (@piersmorgan) October 27, 2019VAR skandall?Ömurleg framkoma Svisslendingsins er ekki það eina sem pirrar Arsenal menn eftir leikinn gegn Crystal Palace því VAR myndbandatæknin kom ansi mikið við sögu í leiknum og hafði meðal annars mark af Arsenal á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir fjölda endursýninga er erfitt að sjá hvers vegna markið var dæmt af og Emery skilur ekkert í notkun ensku dómaranna á VAR. „Ég skil ekki dómarann og ég skil ekki hvernig þeir nota VAR. Við skorum löglegt mark sem þeir ákveða að telji ekki,“ sagði Emery í leikslok. Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal glopraði niður tveggja marka forystu á heimavelli Arsenal nýtti sér ekki draumabyrjun sína gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. október 2019 18:30 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
Unai Emery, stjóri Arsenal, hélt ekki hlífiskildi yfir Granit Xhaka, fyrirliða Arsenal, þegar hann var spurður út í framkomu hans eftir að honum var skipt af velli í 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace í dag. Xhaka var skipt af velli eftir klukkutíma leik í stöðunni 2-2 og var hann ekkert að drífa sig af velli. Í kjölfarið fékk hann að heyra það frá stuðningsmönnum Arsenal. Xhaka hélt engu að síður áfram að labba af velli og svaraði stuðningsmönnum fullum hálsi með handabendingum og öskrum áður en hann reif sig úr treyjunni á leið sinni til búningsherbergja. „Þetta var rangt af honum. Ég vil ekki segja of mikið en þetta voru vond viðbrögð hjá honum. Við munum ræða þetta atvik innan okkar hóps en ekki hér,“ sagði Emery í leikslok. Óhætt er að segja að hegðun Xhaka hafi reitt marga stuðningsmenn Arsenal til reiði. Hinn heimsþekkti fjölmiðlamaður Piers Morgan er einn þeirra sem tjáir sig um atvikið á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í annari færslu segir Morgan að Xhaka eigi ekki að fá að klæðast treyju Arsenal framar. Morgan er harður stuðningsmaður ArsenalWow. Xhaka subbed for another poor performance - so responds by telling Arsenal fans to ‘f*ck off’, ripping his shirt off & storming down the tunnel. And this is supposed to be our CAPTAIN? What an absolute disgrace. He should be stripped of the captaincy tonight. #afcpic.twitter.com/iCGxOl9scv — Piers Morgan (@piersmorgan) October 27, 2019VAR skandall?Ömurleg framkoma Svisslendingsins er ekki það eina sem pirrar Arsenal menn eftir leikinn gegn Crystal Palace því VAR myndbandatæknin kom ansi mikið við sögu í leiknum og hafði meðal annars mark af Arsenal á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir fjölda endursýninga er erfitt að sjá hvers vegna markið var dæmt af og Emery skilur ekkert í notkun ensku dómaranna á VAR. „Ég skil ekki dómarann og ég skil ekki hvernig þeir nota VAR. Við skorum löglegt mark sem þeir ákveða að telji ekki,“ sagði Emery í leikslok.
Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal glopraði niður tveggja marka forystu á heimavelli Arsenal nýtti sér ekki draumabyrjun sína gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. október 2019 18:30 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
Arsenal glopraði niður tveggja marka forystu á heimavelli Arsenal nýtti sér ekki draumabyrjun sína gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. 27. október 2019 18:30