Popovich: Bandaríkin ekki að mæta með C-lið á HM Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2019 08:00 Kemba Walker verður í lykilhlutverki hjá Bandaríkjamönnum á HM í Kína. vísir/getty Bandaríska landsliðið í körfubolta mætti til æfinga vestanhafs í gær og hóf þar með formlegan undirbúning fyrir HM í Kína sem hefst á síðasta degi ágústmánaðar. Óhætt er að segja að oft hafi verið meiri stjörnufans þegar þessi langbesta körfuboltaþjóð heims mætir til æfinga með landsliðinu en stærstu stjörnur NBA deildarinnar gefa ekki kost á sér í verkefnið. Þar að auki hafa nokkrir af þeim leikmönnum sem ætluðu sér að vera með dregið sig úr hópnum á undanförnum vikum. Í þeim hópi eru til að mynda James Harden, Anthony Davis, Damian Lillard og Russell Westbrook. LeBron James, Steph Curry, Klay Thompson, Kawhi Leonard, Kyrie Irving og fleiri góðir höfðu áður gefið út að þeir hygðust ekki taka þátt í þessu verkefni auk þess sem Kevin Durant er frá vegna meiðsla.A lot to like about this group. First look at the USA Men's National Team training camp squad. pic.twitter.com/TS248Jguqr — USA Basketball (@usabasketball) August 6, 2019Hefur fjarvera allra helstu stórstjarnanna valdið töluverðu fjaðrafoki í körfuboltasamfélaginu í Bandaríkjunum en liðið vann gull á HM 2014 þar sem áðurnefndur Irving var valinn besti leikmaður mótsins en þá léku Curry, Thompson, Harden og Davis allir með liðinu. Það vantar þó ekki stórstjörnur í þjálfarateymi liðsins þar sem Gregg Popovich mun þjálfa það á HM í Kína og hefur Steve Kerr meðal aðstoðarmanna. Popovich kveðst ánægður með hópinn þó allar helstu stjörnurnar vanti. „Ég hef sagt það áður og segi enn að við verðum í góðum málum. Við búum vel að því að hafa mikla breidd í bandarískum körfubolta. Allir leikmennirnir sem eru hér vilja vera hér,“ segir Popovich. „Þetta eru ekki C-liðsmenn. Þið hafið heyrt mikla gagnrýni varðandi þá sem eru ekki með liðinu en ég held áfram að segja að þetta snýst um þá sem eru mættir hérna. Það eru mikil gæði í hópnum og það verður erfitt að skera niður í 12 manna hóp,“ segir Popovich. Á meðal stærstu stjarnanna sem þó eru í hópnum ber helsta að nefna Kemba Walker, Kyle Lowry og Jayson Tatum. Bandaríkin mæta Tékklandi á fyrsta mótsdegi þann 31.ágúst næstkomandi. NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Bandaríska landsliðið í körfubolta mætti til æfinga vestanhafs í gær og hóf þar með formlegan undirbúning fyrir HM í Kína sem hefst á síðasta degi ágústmánaðar. Óhætt er að segja að oft hafi verið meiri stjörnufans þegar þessi langbesta körfuboltaþjóð heims mætir til æfinga með landsliðinu en stærstu stjörnur NBA deildarinnar gefa ekki kost á sér í verkefnið. Þar að auki hafa nokkrir af þeim leikmönnum sem ætluðu sér að vera með dregið sig úr hópnum á undanförnum vikum. Í þeim hópi eru til að mynda James Harden, Anthony Davis, Damian Lillard og Russell Westbrook. LeBron James, Steph Curry, Klay Thompson, Kawhi Leonard, Kyrie Irving og fleiri góðir höfðu áður gefið út að þeir hygðust ekki taka þátt í þessu verkefni auk þess sem Kevin Durant er frá vegna meiðsla.A lot to like about this group. First look at the USA Men's National Team training camp squad. pic.twitter.com/TS248Jguqr — USA Basketball (@usabasketball) August 6, 2019Hefur fjarvera allra helstu stórstjarnanna valdið töluverðu fjaðrafoki í körfuboltasamfélaginu í Bandaríkjunum en liðið vann gull á HM 2014 þar sem áðurnefndur Irving var valinn besti leikmaður mótsins en þá léku Curry, Thompson, Harden og Davis allir með liðinu. Það vantar þó ekki stórstjörnur í þjálfarateymi liðsins þar sem Gregg Popovich mun þjálfa það á HM í Kína og hefur Steve Kerr meðal aðstoðarmanna. Popovich kveðst ánægður með hópinn þó allar helstu stjörnurnar vanti. „Ég hef sagt það áður og segi enn að við verðum í góðum málum. Við búum vel að því að hafa mikla breidd í bandarískum körfubolta. Allir leikmennirnir sem eru hér vilja vera hér,“ segir Popovich. „Þetta eru ekki C-liðsmenn. Þið hafið heyrt mikla gagnrýni varðandi þá sem eru ekki með liðinu en ég held áfram að segja að þetta snýst um þá sem eru mættir hérna. Það eru mikil gæði í hópnum og það verður erfitt að skera niður í 12 manna hóp,“ segir Popovich. Á meðal stærstu stjarnanna sem þó eru í hópnum ber helsta að nefna Kemba Walker, Kyle Lowry og Jayson Tatum. Bandaríkin mæta Tékklandi á fyrsta mótsdegi þann 31.ágúst næstkomandi.
NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum