Popovich: Bandaríkin ekki að mæta með C-lið á HM Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2019 08:00 Kemba Walker verður í lykilhlutverki hjá Bandaríkjamönnum á HM í Kína. vísir/getty Bandaríska landsliðið í körfubolta mætti til æfinga vestanhafs í gær og hóf þar með formlegan undirbúning fyrir HM í Kína sem hefst á síðasta degi ágústmánaðar. Óhætt er að segja að oft hafi verið meiri stjörnufans þegar þessi langbesta körfuboltaþjóð heims mætir til æfinga með landsliðinu en stærstu stjörnur NBA deildarinnar gefa ekki kost á sér í verkefnið. Þar að auki hafa nokkrir af þeim leikmönnum sem ætluðu sér að vera með dregið sig úr hópnum á undanförnum vikum. Í þeim hópi eru til að mynda James Harden, Anthony Davis, Damian Lillard og Russell Westbrook. LeBron James, Steph Curry, Klay Thompson, Kawhi Leonard, Kyrie Irving og fleiri góðir höfðu áður gefið út að þeir hygðust ekki taka þátt í þessu verkefni auk þess sem Kevin Durant er frá vegna meiðsla.A lot to like about this group. First look at the USA Men's National Team training camp squad. pic.twitter.com/TS248Jguqr — USA Basketball (@usabasketball) August 6, 2019Hefur fjarvera allra helstu stórstjarnanna valdið töluverðu fjaðrafoki í körfuboltasamfélaginu í Bandaríkjunum en liðið vann gull á HM 2014 þar sem áðurnefndur Irving var valinn besti leikmaður mótsins en þá léku Curry, Thompson, Harden og Davis allir með liðinu. Það vantar þó ekki stórstjörnur í þjálfarateymi liðsins þar sem Gregg Popovich mun þjálfa það á HM í Kína og hefur Steve Kerr meðal aðstoðarmanna. Popovich kveðst ánægður með hópinn þó allar helstu stjörnurnar vanti. „Ég hef sagt það áður og segi enn að við verðum í góðum málum. Við búum vel að því að hafa mikla breidd í bandarískum körfubolta. Allir leikmennirnir sem eru hér vilja vera hér,“ segir Popovich. „Þetta eru ekki C-liðsmenn. Þið hafið heyrt mikla gagnrýni varðandi þá sem eru ekki með liðinu en ég held áfram að segja að þetta snýst um þá sem eru mættir hérna. Það eru mikil gæði í hópnum og það verður erfitt að skera niður í 12 manna hóp,“ segir Popovich. Á meðal stærstu stjarnanna sem þó eru í hópnum ber helsta að nefna Kemba Walker, Kyle Lowry og Jayson Tatum. Bandaríkin mæta Tékklandi á fyrsta mótsdegi þann 31.ágúst næstkomandi. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Bandaríska landsliðið í körfubolta mætti til æfinga vestanhafs í gær og hóf þar með formlegan undirbúning fyrir HM í Kína sem hefst á síðasta degi ágústmánaðar. Óhætt er að segja að oft hafi verið meiri stjörnufans þegar þessi langbesta körfuboltaþjóð heims mætir til æfinga með landsliðinu en stærstu stjörnur NBA deildarinnar gefa ekki kost á sér í verkefnið. Þar að auki hafa nokkrir af þeim leikmönnum sem ætluðu sér að vera með dregið sig úr hópnum á undanförnum vikum. Í þeim hópi eru til að mynda James Harden, Anthony Davis, Damian Lillard og Russell Westbrook. LeBron James, Steph Curry, Klay Thompson, Kawhi Leonard, Kyrie Irving og fleiri góðir höfðu áður gefið út að þeir hygðust ekki taka þátt í þessu verkefni auk þess sem Kevin Durant er frá vegna meiðsla.A lot to like about this group. First look at the USA Men's National Team training camp squad. pic.twitter.com/TS248Jguqr — USA Basketball (@usabasketball) August 6, 2019Hefur fjarvera allra helstu stórstjarnanna valdið töluverðu fjaðrafoki í körfuboltasamfélaginu í Bandaríkjunum en liðið vann gull á HM 2014 þar sem áðurnefndur Irving var valinn besti leikmaður mótsins en þá léku Curry, Thompson, Harden og Davis allir með liðinu. Það vantar þó ekki stórstjörnur í þjálfarateymi liðsins þar sem Gregg Popovich mun þjálfa það á HM í Kína og hefur Steve Kerr meðal aðstoðarmanna. Popovich kveðst ánægður með hópinn þó allar helstu stjörnurnar vanti. „Ég hef sagt það áður og segi enn að við verðum í góðum málum. Við búum vel að því að hafa mikla breidd í bandarískum körfubolta. Allir leikmennirnir sem eru hér vilja vera hér,“ segir Popovich. „Þetta eru ekki C-liðsmenn. Þið hafið heyrt mikla gagnrýni varðandi þá sem eru ekki með liðinu en ég held áfram að segja að þetta snýst um þá sem eru mættir hérna. Það eru mikil gæði í hópnum og það verður erfitt að skera niður í 12 manna hóp,“ segir Popovich. Á meðal stærstu stjarnanna sem þó eru í hópnum ber helsta að nefna Kemba Walker, Kyle Lowry og Jayson Tatum. Bandaríkin mæta Tékklandi á fyrsta mótsdegi þann 31.ágúst næstkomandi.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn