Lífið

Konan sem skrifaði pílusöguna í gær keppti við Piers Morgan í beinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sherrock tók Piers Morgan en þau fengu bæði aðeins þrjú köst á mann.
Sherrock tók Piers Morgan en þau fengu bæði aðeins þrjú köst á mann.

Fallon Sherrock varð í gærkvöldi fyrsta konan til að vinna karlmann á HM í pílukasti.

Fallon Sherrock skrifaði sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti í Alexandra Palace í London í gær þegar hún komst áfram í aðra umferð.

Fallon Sherrock, sem er 25 ára gömul, vann þá 3-2 sigur á Ted Evetts og varð með því fyrsta konan í sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti til þess að vinna karlmann. Konurnar hafa aðeins fengið að vera með undanfarin ár á HM í pílu en hingað til höfðu þær tapað öllum leikjum sínum.

Sherrock mætti í morgunþátt ITV Good Morning Britain og ræddi um gærkvöldið við þáttastjórnendur. Piers Morgan er einn af þeim og tók hún einn leik í pílu við Morgan eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.