Jose Mourinho þurfti að taka pokann sinn á Old Trafford á þessum degi fyrir nákvæmlega einu ári síðan.
Manchester United rak þá knattspyrnustjórann sinn í kjölfarið á 3-1 tapi fyrir Liverpool en United hafði þá aðeins unnið 7 af fyrstu 17 leikjum sínum og var nítján stigum á eftir efsta lið deildarinnar.
Ole Gunnar Solkskjær settist tímabundið í stjórastólinn en vann sex fyrstu deildarleikina og situr þar ennþá.
On this day in 2018, Jose Mourinho was sacked as Manchester United coach.
— B/R Football (@brfootball) December 18, 2019
United have fewer points at the same stage this season pic.twitter.com/ouroEk9xbM
Menn hafa hins vegar bent á það að Manchester United liðið er með færri stig á þessu tímabili en það var þegar Mourinho var rekinn 18. desember 2018.
Lið Solskjær hefur reyndar gert fleiri jafntefli og fengið níu færri mörk á sig en lið Mourinho var ofar í hinum tölfræðiþáttunum eins og sjá má hér fyrir ofan.
Það fylgir líka sögunni að lið Solskjær hefur tekið 11 stig (af 15 mögulegum) á móti „stóru“ liðum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur en fyrir ári síðan hafði lið Mourinho aðeins náð í 2 stig (af 15 mögulegum) á móti þeim stóru.
ON THIS DAY: In 2018, Jose Mourinho was sacked as manager of Manchester United.
— Squawka Football (@Squawka) December 18, 2019
In his stint as manager, he went on to win three trophies with the club. pic.twitter.com/ZQXTaGG0QQ