Sigmundur Davíð „fáviti“ að mati þingmanns Pírata Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2019 17:34 Birni Leví (t.v.) finnst lítið til gagnrýni Sigmundar Davíðs á íslenska stjórnmálaþróun koma. Vísir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, einn helsta notanda þeirrar ræðutækni sem hann sakar aðra um að beita. Telur píratinn að Sigmundur Davíð hafi skilið eftir sig slóð „ósanninda og þvælu“ og kallar hann „fávita“. Tilefni gagnrýni Björns er áramótagrein sem Sigmundur Davíð ritaði í Morgunblaðið. Þar varar fyrrverandi forsætisráðherrann við því sem hann kallar ímyndar- og sjálfsmyndarstjórnmál og telur viðsjárverða þróun í íslenskum stjórnmálum. „En þegar stjórnmálin snúast um ímynd fremur en málefni breytast þau í leikhús þar sem allt snýst um persónusköpun. Meginmarkmiðið verður þá jafnvel að koma höggi á persónu andstæðingsins fremur en að rökræða málefnin. Á meðan er kerfinu eftirlátið að stjórna,“ skrifar Sigmundur Davíð meðal annars. Í færslu á Facebook-síðu sinni vitnar Björn í þessi orð Sigmundar Davíð og sakar hann um að vera sjálfan einn helsta notanda þessarar ræðutækni á Íslandi. Vitnar Björn meðal annars til „leikhúss“ um leiðréttinguna svonefndu sem hafi bara verið fyrir suma, baráttu Sigmundar Davíðs gegn „vondu kröfuhöfunum“ þegar hann sjálfur var kröfuhafi fallins banks og skýringa á eignum í aflandsfélagi. „Það er ekki verið að höggva að persónu þegar orð og athafnir hennar eru gagnrýnd og hrakin með gögnum og rökum,“ skrifar Björn.Biðst afsökunar á orðbragðinu Sakar Björn formann Miðflokksins um að skilja eftir sig „slóð ósanninda og þvælu í einhverri aumri nauðvörn gagnvart því augljósa“. Það sé ekki persónuárás að benda á það. Vísar þingmaðurinn til Klaustursupptakanna svonefndu þar sem Sigmundur Davíð og nokkrir félagar hans úr Miðflokknum og Flokki fólksins heyrðust hafa uppi gróf ummæli, ekki síst um stjórnmálakonur. „Ef ég næðist á upptöku að tala um Sigmund Davíð sem stjórnmálamann þá myndi ég kalla hann lýðskrumara, óheiðarlegan og orðið fáviti myndi örugglega læðast þar einhversstaðar inn,“ segir Björn. Honum sé ljóst að ekki sé málefnalegt að kalla Sigmund Davíð fávita en hann geri það samt til að reyna að lýsa þeim tilfinningum mínum sem þessi orð hans vekja hjá honum. „Venjulega myndi ég halda því fyrir sjálfan mig af því að ég veit að þetta er ómálefnalegt og ósatt. Auðvitað er hann ekki fáviti. Mér líður samt þannig og mér finnst mikilvægt að fólk viti hvernig mér líður með þetta. Biðst afsökunar á orðbragðinu,“ skrifar Björn. Hér fyrir neðan má lesa færslu Björns Leví Gunnarssonar í heild:„En þegar stjórnmálin snúast um ímynd fremur en málefni breytast þau í leikhús þar sem allt snýst um persónusköpun. Meginmarkmiðið verður þá jafnvel að koma höggi á persónu andstæðingsins fremur en að rökræða málefnin."Segir einn helsti notandi þeirrar ræðutækni á Íslandi í dag.Sjá leikhúsið um leiðréttinguna sem var bara fyrir suma. Sjá leikhúsið um baráttuna gegn vondu kröfuhöfunum þegar hann var sjálfu kröfuhafi. Sjá hvernig hann hunsaði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá. Sjá lygina um ofgreiðslu skatta.Það er ekki verið að höggva að persónu þegar orð og athafnir hennar eru gagnrýnd og hrakin með gögnum og rökum. Leiðréttingin átti að vera almenn en var bara fyrir suma, hún var til dæmis ekki fyrir námsmenn og leigjendur. Hún var ekki fyrir þá sem voru búnir að missa húsnæðið sitt. Baráttan gegn kröfuhöfunum er innantóm þegar þú situr beggja vegna borðsins. Það er spilling. Það kallast ekki að borga of mikla skatta þegar of litlir skattar voru borgaðir þannig að það þarf að leiðrétta það eftir á.Þessi stjórnmálamaður skilur eftir sig slóð ósanninda og þvælu í einhverri aumri nauðvörn gagnvart því augljósa. Það er ekki persónuárás að benda á það. Það er hins vegar verulega aumt að kenna öðrum um eigin vandamál. "Nei þú!" rökræður eru slæmar rökræður ... og eru hérna í boði formanns flokks sem þykist kenna sig við róttæka rökhyggju. Það eina róttæka við hana er að hún er gersamlega röklaus og gegnsýrð af rökvillum og þessum tilraunum til þess að koma "höggi" á aðra sem hann gagnrýnir sjálfur.Hræsni í hnotskurn.Ef ég næðist á upptöku að tala um Sigmund Davíð sem stjórnmálamann þá myndi ég kalla hann lýðskrumara, óheiðarlegan og orðið fáviti myndi örugglega læðast þar einhversstaðar inn. Ég er með ástæður fyrir því að hafa þessa skoðun um Sigmund sem stjórnmálamann. Ég túlka þær ástæður í tilfinningu í einrúmi með þessum orðum en í tilefni atburða undanfarinna mánaða þá finnst mér eðlilegt að deila þeim skoðunum. Vissulega hafa þær áhrif á allt sem ég heyri Sigmund segja, fyrri reynsla hefur áhrif auðvitað, en stundum kemur eitthvað málefnalegt frá honum. Ég tel mig geta greint þar á milli og fordæmi ekki allt sem kemur frá honum. Þegar það kemur að faglegu starfi í þessu stórkostlega furðulega umhverfi sem þingið er þá verður maður að staðaldri að horfa fram hjá skoðunum sínum varðandi aðra þingmenn. Það eru hins vegar mörk. Hjá mér eru þau mörk gagnvart Sigmundi að hleypa honum í völd. Hann kann ekkert með þau að fara.Ég þekki hann ekkert persónulega og hann er örugglega allt öðruvísi en það, ég kann alveg að meta hans innra nörd sem skín í gegn af og til. En sem stjórnmálamaður ... vinsamlegast hættu þessu bulli.Kannski er þetta það sem Sigmundur átti við með "að allir aðrir tala svona líka". Þetta er það næsta sem ég kemst í innihaldi að klaustursupptökunum. Endilega berið það saman við það sem þeir þingmenn höfðu að segja og leggjið eigið mat á samanburðinn.Þessi pistill er í boði þess að mér gersamlega ofbýður þetta leikrit sem Sigmundur býður í sífellu upp á. Mér finnst mikilvægt að kafa eins djúpt niður í þær tilfinningar og ég kemst til þess að sýna það á mannamáli hversu mikið bull mér finnst þetta vera hjá honum. Það er ekki málefnalegt að kalla hann fávita (lýðskrumari og óheiðarlegur sem stjórnmálamaður er rökstyðjanlegt) en ég geri það samt af því að ég er að reyna að lýsa þeim tilfinningum mínum sem þessi orð hans vekja hjá sjálfum mér. Venjulega myndi ég halda því fyrir sjálfan mig af því að ég veit að þetta er ómálefnalegt og ósatt. Auðvitað er hann ekki fáviti. Mér líður samt þannig og mér finnst mikilvægt að fólk viti hvernig mér líður með þetta. Biðst afsökunar á orðbragðinu.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, einn helsta notanda þeirrar ræðutækni sem hann sakar aðra um að beita. Telur píratinn að Sigmundur Davíð hafi skilið eftir sig slóð „ósanninda og þvælu“ og kallar hann „fávita“. Tilefni gagnrýni Björns er áramótagrein sem Sigmundur Davíð ritaði í Morgunblaðið. Þar varar fyrrverandi forsætisráðherrann við því sem hann kallar ímyndar- og sjálfsmyndarstjórnmál og telur viðsjárverða þróun í íslenskum stjórnmálum. „En þegar stjórnmálin snúast um ímynd fremur en málefni breytast þau í leikhús þar sem allt snýst um persónusköpun. Meginmarkmiðið verður þá jafnvel að koma höggi á persónu andstæðingsins fremur en að rökræða málefnin. Á meðan er kerfinu eftirlátið að stjórna,“ skrifar Sigmundur Davíð meðal annars. Í færslu á Facebook-síðu sinni vitnar Björn í þessi orð Sigmundar Davíð og sakar hann um að vera sjálfan einn helsta notanda þessarar ræðutækni á Íslandi. Vitnar Björn meðal annars til „leikhúss“ um leiðréttinguna svonefndu sem hafi bara verið fyrir suma, baráttu Sigmundar Davíðs gegn „vondu kröfuhöfunum“ þegar hann sjálfur var kröfuhafi fallins banks og skýringa á eignum í aflandsfélagi. „Það er ekki verið að höggva að persónu þegar orð og athafnir hennar eru gagnrýnd og hrakin með gögnum og rökum,“ skrifar Björn.Biðst afsökunar á orðbragðinu Sakar Björn formann Miðflokksins um að skilja eftir sig „slóð ósanninda og þvælu í einhverri aumri nauðvörn gagnvart því augljósa“. Það sé ekki persónuárás að benda á það. Vísar þingmaðurinn til Klaustursupptakanna svonefndu þar sem Sigmundur Davíð og nokkrir félagar hans úr Miðflokknum og Flokki fólksins heyrðust hafa uppi gróf ummæli, ekki síst um stjórnmálakonur. „Ef ég næðist á upptöku að tala um Sigmund Davíð sem stjórnmálamann þá myndi ég kalla hann lýðskrumara, óheiðarlegan og orðið fáviti myndi örugglega læðast þar einhversstaðar inn,“ segir Björn. Honum sé ljóst að ekki sé málefnalegt að kalla Sigmund Davíð fávita en hann geri það samt til að reyna að lýsa þeim tilfinningum mínum sem þessi orð hans vekja hjá honum. „Venjulega myndi ég halda því fyrir sjálfan mig af því að ég veit að þetta er ómálefnalegt og ósatt. Auðvitað er hann ekki fáviti. Mér líður samt þannig og mér finnst mikilvægt að fólk viti hvernig mér líður með þetta. Biðst afsökunar á orðbragðinu,“ skrifar Björn. Hér fyrir neðan má lesa færslu Björns Leví Gunnarssonar í heild:„En þegar stjórnmálin snúast um ímynd fremur en málefni breytast þau í leikhús þar sem allt snýst um persónusköpun. Meginmarkmiðið verður þá jafnvel að koma höggi á persónu andstæðingsins fremur en að rökræða málefnin."Segir einn helsti notandi þeirrar ræðutækni á Íslandi í dag.Sjá leikhúsið um leiðréttinguna sem var bara fyrir suma. Sjá leikhúsið um baráttuna gegn vondu kröfuhöfunum þegar hann var sjálfu kröfuhafi. Sjá hvernig hann hunsaði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá. Sjá lygina um ofgreiðslu skatta.Það er ekki verið að höggva að persónu þegar orð og athafnir hennar eru gagnrýnd og hrakin með gögnum og rökum. Leiðréttingin átti að vera almenn en var bara fyrir suma, hún var til dæmis ekki fyrir námsmenn og leigjendur. Hún var ekki fyrir þá sem voru búnir að missa húsnæðið sitt. Baráttan gegn kröfuhöfunum er innantóm þegar þú situr beggja vegna borðsins. Það er spilling. Það kallast ekki að borga of mikla skatta þegar of litlir skattar voru borgaðir þannig að það þarf að leiðrétta það eftir á.Þessi stjórnmálamaður skilur eftir sig slóð ósanninda og þvælu í einhverri aumri nauðvörn gagnvart því augljósa. Það er ekki persónuárás að benda á það. Það er hins vegar verulega aumt að kenna öðrum um eigin vandamál. "Nei þú!" rökræður eru slæmar rökræður ... og eru hérna í boði formanns flokks sem þykist kenna sig við róttæka rökhyggju. Það eina róttæka við hana er að hún er gersamlega röklaus og gegnsýrð af rökvillum og þessum tilraunum til þess að koma "höggi" á aðra sem hann gagnrýnir sjálfur.Hræsni í hnotskurn.Ef ég næðist á upptöku að tala um Sigmund Davíð sem stjórnmálamann þá myndi ég kalla hann lýðskrumara, óheiðarlegan og orðið fáviti myndi örugglega læðast þar einhversstaðar inn. Ég er með ástæður fyrir því að hafa þessa skoðun um Sigmund sem stjórnmálamann. Ég túlka þær ástæður í tilfinningu í einrúmi með þessum orðum en í tilefni atburða undanfarinna mánaða þá finnst mér eðlilegt að deila þeim skoðunum. Vissulega hafa þær áhrif á allt sem ég heyri Sigmund segja, fyrri reynsla hefur áhrif auðvitað, en stundum kemur eitthvað málefnalegt frá honum. Ég tel mig geta greint þar á milli og fordæmi ekki allt sem kemur frá honum. Þegar það kemur að faglegu starfi í þessu stórkostlega furðulega umhverfi sem þingið er þá verður maður að staðaldri að horfa fram hjá skoðunum sínum varðandi aðra þingmenn. Það eru hins vegar mörk. Hjá mér eru þau mörk gagnvart Sigmundi að hleypa honum í völd. Hann kann ekkert með þau að fara.Ég þekki hann ekkert persónulega og hann er örugglega allt öðruvísi en það, ég kann alveg að meta hans innra nörd sem skín í gegn af og til. En sem stjórnmálamaður ... vinsamlegast hættu þessu bulli.Kannski er þetta það sem Sigmundur átti við með "að allir aðrir tala svona líka". Þetta er það næsta sem ég kemst í innihaldi að klaustursupptökunum. Endilega berið það saman við það sem þeir þingmenn höfðu að segja og leggjið eigið mat á samanburðinn.Þessi pistill er í boði þess að mér gersamlega ofbýður þetta leikrit sem Sigmundur býður í sífellu upp á. Mér finnst mikilvægt að kafa eins djúpt niður í þær tilfinningar og ég kemst til þess að sýna það á mannamáli hversu mikið bull mér finnst þetta vera hjá honum. Það er ekki málefnalegt að kalla hann fávita (lýðskrumari og óheiðarlegur sem stjórnmálamaður er rökstyðjanlegt) en ég geri það samt af því að ég er að reyna að lýsa þeim tilfinningum mínum sem þessi orð hans vekja hjá sjálfum mér. Venjulega myndi ég halda því fyrir sjálfan mig af því að ég veit að þetta er ómálefnalegt og ósatt. Auðvitað er hann ekki fáviti. Mér líður samt þannig og mér finnst mikilvægt að fólk viti hvernig mér líður með þetta. Biðst afsökunar á orðbragðinu.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent