Álfurinn í Kópavogi hættur sölu á sígarettum Andri Eysteinsson skrifar 5. janúar 2019 22:06 Nikótínþurfandi Kópavogsbúar þurfa að leita annað en í Álfinn til að finna sér tóbak. Skjáskot/Facebook/Tómas Guðbjartsson Ísbúðin og söluturninn Álfurinn í Kópavogi hefur hætt sölu á sígarettum. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, segir að ákvörðunin hafi verið tekin útfrá rekstrarlegu sjónarmiði. Lítil álagning á hvern sígarettupakka hafði það í för með sér að ekki eru lengur seldar sígarettur í þessari hverfissjoppu í Kópavogi. Álfurinn, sem stendur gagnstætt Sundlaug Kópavogs, á horni Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar, hætti sölu sígarettna fyrir um einum og hálfum mánuði. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, sagði í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hafi blundað í honum undanfarin ár. Hákon segir álagningu á hvern sígarettupakka vera það litla að salan skili sér lítið sem ekkert inn í reksturinn. Álagningin á hvern pakka er ekki nema 50-70kr á hvern pakka segir Hákon og bætir við að á meðan hafi Álfurinn setið uppi með lager af sígarettupökkum upp á hundruð þúsunda.Viðskiptavinir leita enn í ísinn og pylsurnar Hákon segir í samtali við fréttastofu að viðskiptavinir hafi upp til hópa tekið vel í ákvörðunina. Reykingafólk jafnt sem reyklausir hafi gefið sig á tal við hann og hrósað honum fyrir að hafa þorað að taka þessa ákvörðun. Fólk hafi jafnvel sagst ætla að hætta að reykja í ljósi þess að sígarettur séu ekki lengur fáanlegar í hverfissjoppunni. Nær ekkert vesen hefur fylgt ákvörðuninni en að sögn Hákonar hefur bara einn viðskiptavinur brugðist ókvæða við sígarettuleysi Álfsins. Hinn reiði viðskiptavinur fékk þó engar sígarettur þrátt fyrir viðbrögðin en var boðinn velkomin aftur hvenær sem er. Hákon segir að ákvörðunin hafi ekki haft neikvæð áhrif á reksturinn, sígarettuleysið fæli pylsu- og ísþyrsta viðskiptavini ekki frá. „Þetta er eins og með annað,“ segir Hákon, „ef fólk vill sígarettur já eða eitthvað heilsufæði, þá þarf það bara að leita annað“.Skora á fleiri sölustaði til að gera slíkt hið sama Hjarta- og lungnaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson er einn þeirra sem hrósar Álfinum fyrir ákvörðunina og segir að fleiri ættu að taka sér hana til fyrirmyndar. Það gerir Hákon einnig og skorar á aðrar sjoppur að hætta sölu tóbaks. Heilbrigðismál Kópavogur Neytendur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Ísbúðin og söluturninn Álfurinn í Kópavogi hefur hætt sölu á sígarettum. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, segir að ákvörðunin hafi verið tekin útfrá rekstrarlegu sjónarmiði. Lítil álagning á hvern sígarettupakka hafði það í för með sér að ekki eru lengur seldar sígarettur í þessari hverfissjoppu í Kópavogi. Álfurinn, sem stendur gagnstætt Sundlaug Kópavogs, á horni Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar, hætti sölu sígarettna fyrir um einum og hálfum mánuði. Hákon Arnar Sigurbergsson, eigandi Álfsins, sagði í samtali við fréttastofu að ákvörðunin hafi blundað í honum undanfarin ár. Hákon segir álagningu á hvern sígarettupakka vera það litla að salan skili sér lítið sem ekkert inn í reksturinn. Álagningin á hvern pakka er ekki nema 50-70kr á hvern pakka segir Hákon og bætir við að á meðan hafi Álfurinn setið uppi með lager af sígarettupökkum upp á hundruð þúsunda.Viðskiptavinir leita enn í ísinn og pylsurnar Hákon segir í samtali við fréttastofu að viðskiptavinir hafi upp til hópa tekið vel í ákvörðunina. Reykingafólk jafnt sem reyklausir hafi gefið sig á tal við hann og hrósað honum fyrir að hafa þorað að taka þessa ákvörðun. Fólk hafi jafnvel sagst ætla að hætta að reykja í ljósi þess að sígarettur séu ekki lengur fáanlegar í hverfissjoppunni. Nær ekkert vesen hefur fylgt ákvörðuninni en að sögn Hákonar hefur bara einn viðskiptavinur brugðist ókvæða við sígarettuleysi Álfsins. Hinn reiði viðskiptavinur fékk þó engar sígarettur þrátt fyrir viðbrögðin en var boðinn velkomin aftur hvenær sem er. Hákon segir að ákvörðunin hafi ekki haft neikvæð áhrif á reksturinn, sígarettuleysið fæli pylsu- og ísþyrsta viðskiptavini ekki frá. „Þetta er eins og með annað,“ segir Hákon, „ef fólk vill sígarettur já eða eitthvað heilsufæði, þá þarf það bara að leita annað“.Skora á fleiri sölustaði til að gera slíkt hið sama Hjarta- og lungnaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson er einn þeirra sem hrósar Álfinum fyrir ákvörðunina og segir að fleiri ættu að taka sér hana til fyrirmyndar. Það gerir Hákon einnig og skorar á aðrar sjoppur að hætta sölu tóbaks.
Heilbrigðismál Kópavogur Neytendur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira