Fjöldi lögreglumanna í Alaska dæmdir afbrotamenn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2019 17:47 Alls eru 42 lögreglumenn við störf í Alaska sem dæmdir hafa verið fyrir ofbeldisglæpi. Vísir/Getty Að minnsta kosti 14 borgir í Alaska-ríki í Bandaríkjunum hafa veitt dæmdum afbrotamönnum vinnu í lögregluliði sínu. Þetta er niðurstaða rannsóknarskýrslu sem unnin var af fréttamiðlunum Anchorage Daily News og ProPublica. Lög sem í gildi eru í ríkin ættu þó að koma í veg fyrir að mennirnir sem um ræðir gætu starfað við löggæslu. Í skýrslunni kemur fram að lögregluumdæmi í minnst 14 borgum í Alaska hafi ráðið yfir 34 dæmda glæpamenn til starfa í lögreglulið sitt, aðeins mánuði eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir almannavarnaneyðarástandi í ríkinu, sökum gríðarhás hlutfalls ofbeldisglæpa og heimilisofbeldis miðað við önnur ríki. USA Today greinir frá þessu. Staðbundnar ríkisstjórnir ættbálka í ríkinu hafa einnig ráðið menn dæmda fyrir heimilisofbeldi eða kynferðisglæpi í lögregluna, í minnst átta ættbálkasamfélögum. Sem dæmi má nefna smáborgina Stebbins, sem telur um 570 íbúa, en allir sjö starfandi lögreglumenn borgarinnar hafa gerst sekir um og verið dæmdir fyrir heimilisofbeldisglæpi á síðustu tíu árum. Lögreglumennirnir sem um ræðir eru samtals 42 en lög sem í gildi eru víðs vegar um Bandaríkin hefðu komið í veg fyrir ráðningu hvers eins og einasta þeirra, sökum þess að þeir eru á sakaskrá. Eins leiðir skýrsla fréttamiðlanna í ljós að borgarstjórnir tilkynntu ráðningar fæstra mannanna til sérstakrar nefndar hvers hlutverk er að sjá til þess að stöðlum sé fylgt við ákvarðanatöku borganna. Það var aðeins gert í þremur tilfellum og margir mannanna starfa enn við löggæslu í borgunum. Melanie Bahnke, stjórnarmeðlimur í Samtökum ættbálka í Alaska sem nær til 191 ættbálks í ríkinu, segir ástandið forkastanlegt. „Það er fáránlegt að ástand almannavarna hjá okkur sé svo slæmt að farið sé að ráða ofbeldishneigða einstaklinga til þess að sinna löggæslu og setja þá í aðstöðu til þess að valda fórnarlömbum glæpa enn meiri skaða,“ hefur USA Today eftir Bahnke. Í síðasta mánuði veitti dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sex milljónum dollara, eða um 750 milljónum króna, til Alaska-ríkis. Var það gert með það fyrir augum að hægt yrði að ráða og þjálfa lögreglumenn í ættbálkasamfélögum og bæjum ríkisins. Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Að minnsta kosti 14 borgir í Alaska-ríki í Bandaríkjunum hafa veitt dæmdum afbrotamönnum vinnu í lögregluliði sínu. Þetta er niðurstaða rannsóknarskýrslu sem unnin var af fréttamiðlunum Anchorage Daily News og ProPublica. Lög sem í gildi eru í ríkin ættu þó að koma í veg fyrir að mennirnir sem um ræðir gætu starfað við löggæslu. Í skýrslunni kemur fram að lögregluumdæmi í minnst 14 borgum í Alaska hafi ráðið yfir 34 dæmda glæpamenn til starfa í lögreglulið sitt, aðeins mánuði eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir almannavarnaneyðarástandi í ríkinu, sökum gríðarhás hlutfalls ofbeldisglæpa og heimilisofbeldis miðað við önnur ríki. USA Today greinir frá þessu. Staðbundnar ríkisstjórnir ættbálka í ríkinu hafa einnig ráðið menn dæmda fyrir heimilisofbeldi eða kynferðisglæpi í lögregluna, í minnst átta ættbálkasamfélögum. Sem dæmi má nefna smáborgina Stebbins, sem telur um 570 íbúa, en allir sjö starfandi lögreglumenn borgarinnar hafa gerst sekir um og verið dæmdir fyrir heimilisofbeldisglæpi á síðustu tíu árum. Lögreglumennirnir sem um ræðir eru samtals 42 en lög sem í gildi eru víðs vegar um Bandaríkin hefðu komið í veg fyrir ráðningu hvers eins og einasta þeirra, sökum þess að þeir eru á sakaskrá. Eins leiðir skýrsla fréttamiðlanna í ljós að borgarstjórnir tilkynntu ráðningar fæstra mannanna til sérstakrar nefndar hvers hlutverk er að sjá til þess að stöðlum sé fylgt við ákvarðanatöku borganna. Það var aðeins gert í þremur tilfellum og margir mannanna starfa enn við löggæslu í borgunum. Melanie Bahnke, stjórnarmeðlimur í Samtökum ættbálka í Alaska sem nær til 191 ættbálks í ríkinu, segir ástandið forkastanlegt. „Það er fáránlegt að ástand almannavarna hjá okkur sé svo slæmt að farið sé að ráða ofbeldishneigða einstaklinga til þess að sinna löggæslu og setja þá í aðstöðu til þess að valda fórnarlömbum glæpa enn meiri skaða,“ hefur USA Today eftir Bahnke. Í síðasta mánuði veitti dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sex milljónum dollara, eða um 750 milljónum króna, til Alaska-ríkis. Var það gert með það fyrir augum að hægt yrði að ráða og þjálfa lögreglumenn í ættbálkasamfélögum og bæjum ríkisins.
Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira