Telur að kanna eigi þörfina á karlaathvarfi fyrir þolendur ofbeldis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. júní 2019 21:36 Dæmi eru um að karlmenn sem hafa flúið heimilisofbeldi lendi á götunni. Ráðgjafar frá Kvennaathvarfinu hafa aðstoðað þá í Bjarkarhlíð en lengra nær hjálpin ekki þar sem ekkert skjól er í boði. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir vandann falinn þar sem karlar upplifi oft mikla skömm sem þolendur. Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf.Körlum sem leita til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis hefur farið fjölgandi. Á stofnárinu árið 2017 voru þeir 9% þolenda en í fyrra var hlutfallið 13% af hátt í 500 manns.Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir málin af ýmsum toga. „Það er heimilisofbeldi, það er andlegt ofbeldi, líkamlegt, fjárhagslegt og síðan er það kynferðisofbeldi. Það eru alvarleg brot, bæði í æsku og nýleg mál sem eru oft byrlanir, hópnauðganir og annað, segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Ragna Björg Guðbrandsdóttir er verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2Í Bjarkarhlíð hefur ráðgjafi frá Kvennaathvarfinu veitt þeim aðstoð, þeirra bíður hins vegar ekki úrræði á borð við Kvennaathvarfið. „Þegar kemur að skjóli eða athvarfi fyrir karlmenn, þá erum við ekki eins vel stödd því að það er bara ekki til fyrir karlmenn. Hvorki sem þolendur heimilisofbeldis né mansals,“ segir Ragna. Dæmi séu um að karlar sem hafa flúið ofbeldið lendi á götunni. „Við erum náttúrulega bara að heyra alla veganna sorgarsögur. Fólk er oft heimilislaust, er að leita á náðir ættingja og oft fullorðinna foreldra,“ segir Ragna sem segir vandann að miklu leyti falinn, karlarnir upplifi sig í viðkvæmri stöðu, til dæmis þegar lögregla sé kölluð til. „Þeir segja oft að þeir eigi mjög erfitt með að verja sig og þeir vilja ekki beita ofbeldi og þá láta þeir oft barsmíðar yfir sig ganga,“ Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf. „Það þarf að meta hver þörfin er og meta ástandið. Ég hugsa að þetta sé vangreindur vandi, eins og allt ofbeldi. Þeir sem eru þolendur þess þeir upplifa skömm. Þarna held ég að karlmenn eigi bara mjög erfitt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Félagsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Dæmi eru um að karlmenn sem hafa flúið heimilisofbeldi lendi á götunni. Ráðgjafar frá Kvennaathvarfinu hafa aðstoðað þá í Bjarkarhlíð en lengra nær hjálpin ekki þar sem ekkert skjól er í boði. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir vandann falinn þar sem karlar upplifi oft mikla skömm sem þolendur. Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf.Körlum sem leita til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis hefur farið fjölgandi. Á stofnárinu árið 2017 voru þeir 9% þolenda en í fyrra var hlutfallið 13% af hátt í 500 manns.Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir málin af ýmsum toga. „Það er heimilisofbeldi, það er andlegt ofbeldi, líkamlegt, fjárhagslegt og síðan er það kynferðisofbeldi. Það eru alvarleg brot, bæði í æsku og nýleg mál sem eru oft byrlanir, hópnauðganir og annað, segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Ragna Björg Guðbrandsdóttir er verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2Í Bjarkarhlíð hefur ráðgjafi frá Kvennaathvarfinu veitt þeim aðstoð, þeirra bíður hins vegar ekki úrræði á borð við Kvennaathvarfið. „Þegar kemur að skjóli eða athvarfi fyrir karlmenn, þá erum við ekki eins vel stödd því að það er bara ekki til fyrir karlmenn. Hvorki sem þolendur heimilisofbeldis né mansals,“ segir Ragna. Dæmi séu um að karlar sem hafa flúið ofbeldið lendi á götunni. „Við erum náttúrulega bara að heyra alla veganna sorgarsögur. Fólk er oft heimilislaust, er að leita á náðir ættingja og oft fullorðinna foreldra,“ segir Ragna sem segir vandann að miklu leyti falinn, karlarnir upplifi sig í viðkvæmri stöðu, til dæmis þegar lögregla sé kölluð til. „Þeir segja oft að þeir eigi mjög erfitt með að verja sig og þeir vilja ekki beita ofbeldi og þá láta þeir oft barsmíðar yfir sig ganga,“ Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf. „Það þarf að meta hver þörfin er og meta ástandið. Ég hugsa að þetta sé vangreindur vandi, eins og allt ofbeldi. Þeir sem eru þolendur þess þeir upplifa skömm. Þarna held ég að karlmenn eigi bara mjög erfitt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.
Félagsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira