Enski boltinn

United setur 75 milljóna punda verðmiða á Lukaku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku í landsleik með Belgíu á dögunum.
Lukaku í landsleik með Belgíu á dögunum. vísir/getty
Manchester United er reiðubúið að hlusta á tilboð í framherjann Romelu Lukaku en heimildir Sky Sports herma að verðmiðinn sé um 75 milljónir punda.

United vill fá væna summu fyrir framherjann en þeir keyptu hann frá Everton árið 2017 fyrir um svipaða upphæð. Þá var Jose Mourinho stjóri United.

Inter Milan hefur mikinn áhuga að fá Belgann í sitt lið en Lukaku hefur einnig lýst yfir aðdáun sinni á Antonio Conte. Inter réð Conte til starfa í sumar.







Eftir að hafa brotið reglur fjármálareglur UEFA árið 2015 hefur Inter verið í banni frá stórum leikmannakaupum. Þeir losna úr því samkomulagi 30. júní og bjóða væntanlega í Lukaku þá.

Inter verður hins vegar að losa um ákveðna fjármuni vilja liðið fá belgíska framherjann en talið er að liðið selji þá fyrirliðann Mauro Icardi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×