Olísdeildarspáin 2019/20: Íslandsmeistararnir búnir að missa bæði þjálfarann og besta leikmanninn Henry Birgir Gunnarsson, Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 2. september 2019 10:00 Hergeir Grímsson lyfti Íslandsmeistarabikarnum síðasta vor. Vísir/Vilhelm Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins sex daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að áttunda liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20: 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti - (3. september)5. sæti - Selfoss6. sæti - Afturelding7. sæti - Stjarnan8. sæti - ÍR9. sæti - KA10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirSelfoss tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 2019 á heimavelli.Vísir/VilhelmÍþróttadeild spáir því að Íslandsmeistarar Selfoss endi í fimmta sæti deildarinnar. Selfyssingar enduðu í 2. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili en unnu átta af níu leikjum sínum í úrslitakeppninni. Selfoss tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með stórsigri á Haukum, 35-25, á heimavelli. Áralangt uppbyggingarstarf bar þá loks ávöxt. Nánast allir leikmenn í Íslandsmeistaraliði Selfoss eru uppaldir hjá félaginu. Selfoss missti þjálfara sinn, Patrek Jóhannesson, og besta leikmann deildarinnar, Elvar Örn Jónsson, til Skjern. Hannes Jón Jónsson var búinn að semja við Selfoss en hætti við. Þjálfaraleitin gekk illa og eftir að hafa talað við nánast alla þjálfara landsins og suma oftar en einu sinni réðu Selfyssingar Grím Hergeirsson sem hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin ár. Skarð Elvars hefur ekki verið fyllt enda vaxa sambærilegir leikmenn ekki á trjánum. Þá sleit varnarmaðurinn öflugi, Sverrir Pálsson, krossband í hné og verður ekkert með í vetur. Selfoss stefnir áfram hátt en það verður þrautinni þyngri að verja Íslandsmeistaratitilinn.Komnir/Farnir:Komnir: Einar Baldvin Baldvinsson frá Val Magnús Öder Einarsson frá GróttuFarnir: Elvar Örn Jónsson til Skjern Håndbold Pawel Kiepulski til Wybrzeze GdanskSverrir Pálsson, sleit krossbandHaukur Þrastarson.Vísir/BáraHBStatz tölurnar frá síðasta tímabiliSóknarleikur Selfoss 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 1. sæti (28,6) Skotnýting - 3. sæti (60,2%) Vítanýting - 12. sæti (64,4%) Hraðaupphlaupsmörk - 6. sæti (59) Stoðsendingar í leik - 3. sæti (11,0) Tapaðir boltar í leik - 3. sæti (8,0)Vörn og markvarsla Selfoss 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 4. sæti (26,3) Hlutfallsmarkvarsla - 9. sæti (30,1%) Varin víti - 11. sæti (11) Stolnir boltar - 1. sæti (90) Varin skot í vörn - 8. sæti (43) Lögleg stopp í leik - 1. sæti (22,2)Árni Steinn Steinþórsson.Vísir/VilhelmLíklegt byrjunarlið Selfoss í vetur Markvörður - Einar Baldvin Baldvinsson - 22 ára Vinstra horn - Hergeir Grímsson - 22 ára Vinstri skytta - Haukur Þrastarson - 18 ára Miðja - Nökkvi Dan Elliðason - 22 ára Hægri skytta - Árni Steinn Steinþórsson - 28 ára Hægra horn - Alexander Már Egan - 22 ára Lína - Atli Ævar Ingólfsson - 31 árs Varnarmaður - Tryggvi Þórisson - 17 áraTryggvi Þórisson er stór og stæðilegur línumaður.vísir/ernirFylgist með Selfoss hefur framleitt handboltamenn á færibandi undanfarin ár. Tryggvi Þórisson (f. 2002) gæti orðið næstur til að stökkva fram á sjónarsviðið. Tryggvi er hávaxinn línumaður sem gæti fengið hlutverk í vörn Selfoss eftir að Sverrir heltist úr lestinni.Grímur Hergeirsson með Íslandsmeistarabikarinn.Vísir/VilhelmÞjálfarinn Grímur Hergeirsson hefur verið aðstoðarþjálfari Selfoss undanfarin ár en er núna við stýrið á skútunni. Þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari meistaraflokks. Þrátt fyrir að vera elsti þjálfari deildarinnar er Grímur sá reynsluminnsti þegar kemur að því að vera aðalþjálfari. Grímur lék með Selfossi á árum áður og einnig í Noregi. Sonur hans, Hergeir, er fyrirliði Selfoss og bróður hans, Þóri, þekkja allir.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: Selfoss Hvað segir sérfræðingurinn?„Það er erfitt að dæma Selfoss af þessum leikjum sem ég hef séð með þeim á undirbúningstímabilinu. Það hefur vantað bæði Hauk og Árna Stein inn í liðið en maður sér að það eru ákveðnar áherslubreytingar með nýjum þjálfara. Þjálfarinn þarf að stíga í mjög stór sport nú þegar Patrekur (Jóhannesson) er farinn,“ segir Guðlaugur Arnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um Selfoss-liðið. „Það verður virkilega fróðlegt að sjá það hvernig þetta Selfosslið þróast í vetur. Ég reikna samt með með svolítið erfiðri byrjun hjá þeim,“ sagði Guðlaugur.Patrekur Jóhannesson gerði frábæra hluti mðe Selfossliðið.Vísir/VilhelmHversu langt síðan að Selfoss ... ... varð Íslandsmeistari: 0 ár (2019) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2019) ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: 26 ár (1993) ... komst í úrslitakeppni: 0 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 0 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 0 ár (2019) ... féll úr deildinni: 8 ár (2011) ... kom upp í deildina: 3 ár (2016)Gengi Selfoss í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 2. sæti í deildinni 2017-18 2. sæti í deildinni 2016-17 5. sæti í deildinni 2015-16 B-deild (3. sæti) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) 2011-12 B-deild (4. sæti)Gengi Selfoss í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 Íslandsmeistari 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Átta liða úrslit 2015-16 B-deild 2014-15 B-deild 2013-14 B-deild 2012-13 B-deild 2011-12 B-deildAtli Ævar Ingólfsson með bikarinn.Vísir/VilhelmAð lokum Hvernig fylgir maður eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins? Því fá Selfyssingar að svara í vetur. Hamra þeir járnið meðan það er heitt eða reynist bikarþynnkan sem erfið. Elvar hefur verið besti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár, frábær á báðum endum vallarins, og skarð hans er ekki hægt að fylla. Ekki hjálpar til að missa Sverri út. Selfyssingar eru því orðnir mjög þunnskipaðir í miðri vörninni. Varnarleikurinn er því talsvert stórt spurningarmerki fyrir tímabilið. Selfoss býr svo vel að eiga einn efnilegasta leikmann heims, Hauk Þrastarson, í sínum röðum og hann fær enn meiri ábyrgð við brotthvarf Elvars og þarf að taka oftar af skarið. Nökkvi Dan Elliðason reyndist Selfossi gríðarlega mikilvægur í fyrra og hann verður í enn stærra hlutverki í vetur. Einar Sverrisson er væntanlegur eftir áramót og svo þurfa Selfyssingar að krossleggja fingur og vonast til að öxlin á Árna Steini Steinþórssyni haldi. Selfyssingar verða góðir í vetur en verða þeir nógu góðir til að berjast um titla? Olís-deild karla Tengdar fréttir Olísdeildarspáin 2019/20: Meiri óvissa hjá Aftureldingu en síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 6. sæti Olís deildar karla í vetur. 30. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 8. sæti Olís deildar karla í vetur. 28. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 7. sæti Olís deildar karla í vetur. 29. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins sex daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að áttunda liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20: 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti - (3. september)5. sæti - Selfoss6. sæti - Afturelding7. sæti - Stjarnan8. sæti - ÍR9. sæti - KA10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirSelfoss tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 2019 á heimavelli.Vísir/VilhelmÍþróttadeild spáir því að Íslandsmeistarar Selfoss endi í fimmta sæti deildarinnar. Selfyssingar enduðu í 2. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili en unnu átta af níu leikjum sínum í úrslitakeppninni. Selfoss tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með stórsigri á Haukum, 35-25, á heimavelli. Áralangt uppbyggingarstarf bar þá loks ávöxt. Nánast allir leikmenn í Íslandsmeistaraliði Selfoss eru uppaldir hjá félaginu. Selfoss missti þjálfara sinn, Patrek Jóhannesson, og besta leikmann deildarinnar, Elvar Örn Jónsson, til Skjern. Hannes Jón Jónsson var búinn að semja við Selfoss en hætti við. Þjálfaraleitin gekk illa og eftir að hafa talað við nánast alla þjálfara landsins og suma oftar en einu sinni réðu Selfyssingar Grím Hergeirsson sem hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin ár. Skarð Elvars hefur ekki verið fyllt enda vaxa sambærilegir leikmenn ekki á trjánum. Þá sleit varnarmaðurinn öflugi, Sverrir Pálsson, krossband í hné og verður ekkert með í vetur. Selfoss stefnir áfram hátt en það verður þrautinni þyngri að verja Íslandsmeistaratitilinn.Komnir/Farnir:Komnir: Einar Baldvin Baldvinsson frá Val Magnús Öder Einarsson frá GróttuFarnir: Elvar Örn Jónsson til Skjern Håndbold Pawel Kiepulski til Wybrzeze GdanskSverrir Pálsson, sleit krossbandHaukur Þrastarson.Vísir/BáraHBStatz tölurnar frá síðasta tímabiliSóknarleikur Selfoss 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 1. sæti (28,6) Skotnýting - 3. sæti (60,2%) Vítanýting - 12. sæti (64,4%) Hraðaupphlaupsmörk - 6. sæti (59) Stoðsendingar í leik - 3. sæti (11,0) Tapaðir boltar í leik - 3. sæti (8,0)Vörn og markvarsla Selfoss 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 4. sæti (26,3) Hlutfallsmarkvarsla - 9. sæti (30,1%) Varin víti - 11. sæti (11) Stolnir boltar - 1. sæti (90) Varin skot í vörn - 8. sæti (43) Lögleg stopp í leik - 1. sæti (22,2)Árni Steinn Steinþórsson.Vísir/VilhelmLíklegt byrjunarlið Selfoss í vetur Markvörður - Einar Baldvin Baldvinsson - 22 ára Vinstra horn - Hergeir Grímsson - 22 ára Vinstri skytta - Haukur Þrastarson - 18 ára Miðja - Nökkvi Dan Elliðason - 22 ára Hægri skytta - Árni Steinn Steinþórsson - 28 ára Hægra horn - Alexander Már Egan - 22 ára Lína - Atli Ævar Ingólfsson - 31 árs Varnarmaður - Tryggvi Þórisson - 17 áraTryggvi Þórisson er stór og stæðilegur línumaður.vísir/ernirFylgist með Selfoss hefur framleitt handboltamenn á færibandi undanfarin ár. Tryggvi Þórisson (f. 2002) gæti orðið næstur til að stökkva fram á sjónarsviðið. Tryggvi er hávaxinn línumaður sem gæti fengið hlutverk í vörn Selfoss eftir að Sverrir heltist úr lestinni.Grímur Hergeirsson með Íslandsmeistarabikarinn.Vísir/VilhelmÞjálfarinn Grímur Hergeirsson hefur verið aðstoðarþjálfari Selfoss undanfarin ár en er núna við stýrið á skútunni. Þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari meistaraflokks. Þrátt fyrir að vera elsti þjálfari deildarinnar er Grímur sá reynsluminnsti þegar kemur að því að vera aðalþjálfari. Grímur lék með Selfossi á árum áður og einnig í Noregi. Sonur hans, Hergeir, er fyrirliði Selfoss og bróður hans, Þóri, þekkja allir.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: Selfoss Hvað segir sérfræðingurinn?„Það er erfitt að dæma Selfoss af þessum leikjum sem ég hef séð með þeim á undirbúningstímabilinu. Það hefur vantað bæði Hauk og Árna Stein inn í liðið en maður sér að það eru ákveðnar áherslubreytingar með nýjum þjálfara. Þjálfarinn þarf að stíga í mjög stór sport nú þegar Patrekur (Jóhannesson) er farinn,“ segir Guðlaugur Arnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um Selfoss-liðið. „Það verður virkilega fróðlegt að sjá það hvernig þetta Selfosslið þróast í vetur. Ég reikna samt með með svolítið erfiðri byrjun hjá þeim,“ sagði Guðlaugur.Patrekur Jóhannesson gerði frábæra hluti mðe Selfossliðið.Vísir/VilhelmHversu langt síðan að Selfoss ... ... varð Íslandsmeistari: 0 ár (2019) ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 0 ár (2019) ... varð bikarmeistari: Aldrei ... komst í bikarúrslit: 26 ár (1993) ... komst í úrslitakeppni: 0 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 0 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 0 ár (2019) ... féll úr deildinni: 8 ár (2011) ... kom upp í deildina: 3 ár (2016)Gengi Selfoss í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 2. sæti í deildinni 2017-18 2. sæti í deildinni 2016-17 5. sæti í deildinni 2015-16 B-deild (3. sæti) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) 2011-12 B-deild (4. sæti)Gengi Selfoss í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 Íslandsmeistari 2017-18 Undanúrslit 2016-17 Átta liða úrslit 2015-16 B-deild 2014-15 B-deild 2013-14 B-deild 2012-13 B-deild 2011-12 B-deildAtli Ævar Ingólfsson með bikarinn.Vísir/VilhelmAð lokum Hvernig fylgir maður eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í sögu félagsins? Því fá Selfyssingar að svara í vetur. Hamra þeir járnið meðan það er heitt eða reynist bikarþynnkan sem erfið. Elvar hefur verið besti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár, frábær á báðum endum vallarins, og skarð hans er ekki hægt að fylla. Ekki hjálpar til að missa Sverri út. Selfyssingar eru því orðnir mjög þunnskipaðir í miðri vörninni. Varnarleikurinn er því talsvert stórt spurningarmerki fyrir tímabilið. Selfoss býr svo vel að eiga einn efnilegasta leikmann heims, Hauk Þrastarson, í sínum röðum og hann fær enn meiri ábyrgð við brotthvarf Elvars og þarf að taka oftar af skarið. Nökkvi Dan Elliðason reyndist Selfossi gríðarlega mikilvægur í fyrra og hann verður í enn stærra hlutverki í vetur. Einar Sverrisson er væntanlegur eftir áramót og svo þurfa Selfyssingar að krossleggja fingur og vonast til að öxlin á Árna Steini Steinþórssyni haldi. Selfyssingar verða góðir í vetur en verða þeir nógu góðir til að berjast um titla?
Olís-deild karla Tengdar fréttir Olísdeildarspáin 2019/20: Meiri óvissa hjá Aftureldingu en síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 6. sæti Olís deildar karla í vetur. 30. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 8. sæti Olís deildar karla í vetur. 28. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 7. sæti Olís deildar karla í vetur. 29. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Olísdeildarspáin 2019/20: Meiri óvissa hjá Aftureldingu en síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 6. sæti Olís deildar karla í vetur. 30. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 8. sæti Olís deildar karla í vetur. 28. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Stjarnan vill meira en meðalmennskuna síðustu ár Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 7. sæti Olís deildar karla í vetur. 29. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00