Carra hefur ekki miklar áhyggjur af ósætti Mané og Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2019 07:30 Mohamed Salah og Sadio Mane keppast við að skora sem flest mörk fyrir Liverpool liðið. Getty/Andrew Powell Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um ósætti tveggja af stærstu stjörnum Evrópumeistara Liverpool enda fór það ekki á milli mála hjá neinum þegar Sadio Mane brjálaðist þegar hann var tekinn af velli á móti Burnley um helgina. Sadio Mane var reiður yfir því að Mohamed Salah reyndi sjálfur að „hnoða“ inn marki í stað þess að gefa á Sadio Mane sem var í dauðafæri. Sadio Mane var búinn að skora í leiknum en Mohamed Salah ekki. Mohamed Salah skoraði aftur á móti tvö mörk í leiknum á undan og hann fær líka að taka vítaspyrnur liðsins. Sadio Mane hefði jafnað við Salah í deildarmörkum á þessu tímabili hefði hann fengið boltann frá Salah og skoraði sitt þriðja mark í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Mohamed Salah og Sadio Mane skoruðu jafnmörg mörk í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og enginn leikmaður í deildinni skoraði fleiri mörk. Það er augljóslega mikil keppni í gangi og stuðningsmenn Liverpool hafa nú örugglega áhyggjur af því að hún sé hreinlega orðin of mikil."Salah should've passed it a couple of times, but I like that in goalscorers. I'm sure it'll all be fine."@Carra23 and @laura_woodsy look ahead to Everton's game vs Wolves today, and discuss Liverpool's win over Burnley. You can watch #EVEWOL live on Sky Sports PL from 2pm. pic.twitter.com/eDTZBVQVg5 — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2019Gamli Liverpool maðurinn Jamie Carragher, sem starfar nú sem knattspyrnuspekingur í sjónvarpi, ræddi þessa uppákomu helgarinnar á Sky Sports eins og sjá má hér fyrir ofan. „Salah hefði átt að gefa hann í nokkur skipti en ég hrifinn af því hjá markaskorurum að þeir sjái bara markið. Ég er viss um að þetta verður í lagi,“ sagði Jamie Carragher. Liverpool er með fullt hús á toppnum og Jürgen Klopp fær því nægan tíma til að létta andrúmsloftið fyrir næsta leik liðsins. Báðir leikmenn eru líka á leiðinni í landsleikjafrí og það hjálpar eflaust líka. Það er líka pottþétt að léttleiki Klopp mun hjálpa til og svo má ekki gleyma hinum skemmtilegi Brasilíumanni Roberto Firmino sem var þegar byrjaður að vinna í þessum málum á varamannabekknum á laugardaginn. Það er hins vegar alveg pottþétt að í næsta leik Liverpool, sem verður á móti Newcastle United 14. september næstkomandi, þá verða öll augu á þeim Mohamed Salah og Sadio Mane. Það verður fylgst með öllum svipbrigðum og öllum augnagotum þeirra á milli. Eftir þessa uppákomu í Burnley þá þurfa þeir Mohamed Salah og Sadio Mane að gefa margar stoðsendingar á hvorn annan áður en menn trúa því fyrir alvöru að þeir séu orðnir góðir vinir á ný. Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um ósætti tveggja af stærstu stjörnum Evrópumeistara Liverpool enda fór það ekki á milli mála hjá neinum þegar Sadio Mane brjálaðist þegar hann var tekinn af velli á móti Burnley um helgina. Sadio Mane var reiður yfir því að Mohamed Salah reyndi sjálfur að „hnoða“ inn marki í stað þess að gefa á Sadio Mane sem var í dauðafæri. Sadio Mane var búinn að skora í leiknum en Mohamed Salah ekki. Mohamed Salah skoraði aftur á móti tvö mörk í leiknum á undan og hann fær líka að taka vítaspyrnur liðsins. Sadio Mane hefði jafnað við Salah í deildarmörkum á þessu tímabili hefði hann fengið boltann frá Salah og skoraði sitt þriðja mark í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Mohamed Salah og Sadio Mane skoruðu jafnmörg mörk í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og enginn leikmaður í deildinni skoraði fleiri mörk. Það er augljóslega mikil keppni í gangi og stuðningsmenn Liverpool hafa nú örugglega áhyggjur af því að hún sé hreinlega orðin of mikil."Salah should've passed it a couple of times, but I like that in goalscorers. I'm sure it'll all be fine."@Carra23 and @laura_woodsy look ahead to Everton's game vs Wolves today, and discuss Liverpool's win over Burnley. You can watch #EVEWOL live on Sky Sports PL from 2pm. pic.twitter.com/eDTZBVQVg5 — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2019Gamli Liverpool maðurinn Jamie Carragher, sem starfar nú sem knattspyrnuspekingur í sjónvarpi, ræddi þessa uppákomu helgarinnar á Sky Sports eins og sjá má hér fyrir ofan. „Salah hefði átt að gefa hann í nokkur skipti en ég hrifinn af því hjá markaskorurum að þeir sjái bara markið. Ég er viss um að þetta verður í lagi,“ sagði Jamie Carragher. Liverpool er með fullt hús á toppnum og Jürgen Klopp fær því nægan tíma til að létta andrúmsloftið fyrir næsta leik liðsins. Báðir leikmenn eru líka á leiðinni í landsleikjafrí og það hjálpar eflaust líka. Það er líka pottþétt að léttleiki Klopp mun hjálpa til og svo má ekki gleyma hinum skemmtilegi Brasilíumanni Roberto Firmino sem var þegar byrjaður að vinna í þessum málum á varamannabekknum á laugardaginn. Það er hins vegar alveg pottþétt að í næsta leik Liverpool, sem verður á móti Newcastle United 14. september næstkomandi, þá verða öll augu á þeim Mohamed Salah og Sadio Mane. Það verður fylgst með öllum svipbrigðum og öllum augnagotum þeirra á milli. Eftir þessa uppákomu í Burnley þá þurfa þeir Mohamed Salah og Sadio Mane að gefa margar stoðsendingar á hvorn annan áður en menn trúa því fyrir alvöru að þeir séu orðnir góðir vinir á ný.
Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira