Svarar eftirspurn frá fólki í fæðingarorlofi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 2. september 2019 07:15 Boðið verður upp á hollan mat fyrir alla fjölskylduna. Fréttablaðið/Valli „Við erum að enduropna Gló á Engjateig en þar opnuðum við upprunalega okkar fyrsta stað,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, eigandi Gló. Á staðnum, sem verður formlega opnaður í dag, er lögð áhersla á mæður, feður og börnin þeirra. Mikið verður lagt upp úr því að hafa hollan og næringarríkan mat á boðstólum fyrir fólk á öllum aldri, leiksvæði fyrir börn og þægilegt andrúmsloft. „Það er verið að kalla svo mikið eftir því að ungar mæður hafi eitthvert athvarf í fæðingarorlofinu og á meðan þær eru með lítil börn. Þess vegna ákváðum við að setja fókusinn þangað á nýja staðnum,“ segir Solla. „Við erum með stóran bakgarð þar sem börnin geta sofið í vögnunum án truflunar frá umferðinni, það verða til bleyjur á staðnum svo ef einhver gleymir þeim heima þá bara reddum við því og svo erum við búin að setja saman yndislegan barnamatseðil,“ bætir hún við. Allur maturinn á staðnum verður vegan og mestmegnis lífrænn. „Við verðum með vegan jógúrt, vegan kókómjólk og ávexti fyrir krakkana og ýmsa aðra rétti á góðu verði. Svo verðum við með fjölbreyttan mat fyrir foreldrana, pitsur, borgara, salöt og ýmislegt fleira. Allt hollt og gott,“ segir Solla. „Foreldrar í fæðingarorlofi hafa mikið verið að koma til okkar á hina staðina en þar er meiri erill en verður á Engjateig. Þar ætlum við að skapa hlýtt og rólegt andrúmsloft, það verður þjónað til borðs og börnin sem eru orðin aðeins stærri geta kubbað og teiknað í barnahorninu og svo bjóðum við upp á frítt internet ef foreldrarnir vilja nýta tímann og vinna í tölvunni,“ segir hún. Solla hefur verið í veitingarekstri í áraraðir en hún opnaði fyrsta Gló-staðinn á Engjateig 19 árið 2007. „Ég hef séð svo miklar breytingar á hugarfari á þessum tíma.“ segir Solla. „Ungar mæður eru orðnar svo meðvitaðar um umhverfið og það sem bæði þær borða og það sem börnin þeirra borða,“ segir Solla. „Þetta var ekki svona þegar ég var ung. Þá var ég bara álitin sérvitringur með fáránlegar kröfur en með breyttu hugarfari um umhverfið er fólk farið að hugsa meira um það sem það borðar,“ segir Solla sem sjálf hefur ekki borðað kjöt í rúm 40 ár. „Mér finnst fleiri vera spenntir fyrir því að borða vegan mat eða sleppa kjötinu. Jafnvel þó að fólk sé ekki endilega 100% vegan eða grænmetisætur þá er fólk að taka einn dag í viku eða að sleppa kjöti í hádeginu,“ segir Solla. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Sjá meira
„Við erum að enduropna Gló á Engjateig en þar opnuðum við upprunalega okkar fyrsta stað,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, eigandi Gló. Á staðnum, sem verður formlega opnaður í dag, er lögð áhersla á mæður, feður og börnin þeirra. Mikið verður lagt upp úr því að hafa hollan og næringarríkan mat á boðstólum fyrir fólk á öllum aldri, leiksvæði fyrir börn og þægilegt andrúmsloft. „Það er verið að kalla svo mikið eftir því að ungar mæður hafi eitthvert athvarf í fæðingarorlofinu og á meðan þær eru með lítil börn. Þess vegna ákváðum við að setja fókusinn þangað á nýja staðnum,“ segir Solla. „Við erum með stóran bakgarð þar sem börnin geta sofið í vögnunum án truflunar frá umferðinni, það verða til bleyjur á staðnum svo ef einhver gleymir þeim heima þá bara reddum við því og svo erum við búin að setja saman yndislegan barnamatseðil,“ bætir hún við. Allur maturinn á staðnum verður vegan og mestmegnis lífrænn. „Við verðum með vegan jógúrt, vegan kókómjólk og ávexti fyrir krakkana og ýmsa aðra rétti á góðu verði. Svo verðum við með fjölbreyttan mat fyrir foreldrana, pitsur, borgara, salöt og ýmislegt fleira. Allt hollt og gott,“ segir Solla. „Foreldrar í fæðingarorlofi hafa mikið verið að koma til okkar á hina staðina en þar er meiri erill en verður á Engjateig. Þar ætlum við að skapa hlýtt og rólegt andrúmsloft, það verður þjónað til borðs og börnin sem eru orðin aðeins stærri geta kubbað og teiknað í barnahorninu og svo bjóðum við upp á frítt internet ef foreldrarnir vilja nýta tímann og vinna í tölvunni,“ segir hún. Solla hefur verið í veitingarekstri í áraraðir en hún opnaði fyrsta Gló-staðinn á Engjateig 19 árið 2007. „Ég hef séð svo miklar breytingar á hugarfari á þessum tíma.“ segir Solla. „Ungar mæður eru orðnar svo meðvitaðar um umhverfið og það sem bæði þær borða og það sem börnin þeirra borða,“ segir Solla. „Þetta var ekki svona þegar ég var ung. Þá var ég bara álitin sérvitringur með fáránlegar kröfur en með breyttu hugarfari um umhverfið er fólk farið að hugsa meira um það sem það borðar,“ segir Solla sem sjálf hefur ekki borðað kjöt í rúm 40 ár. „Mér finnst fleiri vera spenntir fyrir því að borða vegan mat eða sleppa kjötinu. Jafnvel þó að fólk sé ekki endilega 100% vegan eða grænmetisætur þá er fólk að taka einn dag í viku eða að sleppa kjöti í hádeginu,“ segir Solla.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Sjá meira