Svarar eftirspurn frá fólki í fæðingarorlofi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 2. september 2019 07:15 Boðið verður upp á hollan mat fyrir alla fjölskylduna. Fréttablaðið/Valli „Við erum að enduropna Gló á Engjateig en þar opnuðum við upprunalega okkar fyrsta stað,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, eigandi Gló. Á staðnum, sem verður formlega opnaður í dag, er lögð áhersla á mæður, feður og börnin þeirra. Mikið verður lagt upp úr því að hafa hollan og næringarríkan mat á boðstólum fyrir fólk á öllum aldri, leiksvæði fyrir börn og þægilegt andrúmsloft. „Það er verið að kalla svo mikið eftir því að ungar mæður hafi eitthvert athvarf í fæðingarorlofinu og á meðan þær eru með lítil börn. Þess vegna ákváðum við að setja fókusinn þangað á nýja staðnum,“ segir Solla. „Við erum með stóran bakgarð þar sem börnin geta sofið í vögnunum án truflunar frá umferðinni, það verða til bleyjur á staðnum svo ef einhver gleymir þeim heima þá bara reddum við því og svo erum við búin að setja saman yndislegan barnamatseðil,“ bætir hún við. Allur maturinn á staðnum verður vegan og mestmegnis lífrænn. „Við verðum með vegan jógúrt, vegan kókómjólk og ávexti fyrir krakkana og ýmsa aðra rétti á góðu verði. Svo verðum við með fjölbreyttan mat fyrir foreldrana, pitsur, borgara, salöt og ýmislegt fleira. Allt hollt og gott,“ segir Solla. „Foreldrar í fæðingarorlofi hafa mikið verið að koma til okkar á hina staðina en þar er meiri erill en verður á Engjateig. Þar ætlum við að skapa hlýtt og rólegt andrúmsloft, það verður þjónað til borðs og börnin sem eru orðin aðeins stærri geta kubbað og teiknað í barnahorninu og svo bjóðum við upp á frítt internet ef foreldrarnir vilja nýta tímann og vinna í tölvunni,“ segir hún. Solla hefur verið í veitingarekstri í áraraðir en hún opnaði fyrsta Gló-staðinn á Engjateig 19 árið 2007. „Ég hef séð svo miklar breytingar á hugarfari á þessum tíma.“ segir Solla. „Ungar mæður eru orðnar svo meðvitaðar um umhverfið og það sem bæði þær borða og það sem börnin þeirra borða,“ segir Solla. „Þetta var ekki svona þegar ég var ung. Þá var ég bara álitin sérvitringur með fáránlegar kröfur en með breyttu hugarfari um umhverfið er fólk farið að hugsa meira um það sem það borðar,“ segir Solla sem sjálf hefur ekki borðað kjöt í rúm 40 ár. „Mér finnst fleiri vera spenntir fyrir því að borða vegan mat eða sleppa kjötinu. Jafnvel þó að fólk sé ekki endilega 100% vegan eða grænmetisætur þá er fólk að taka einn dag í viku eða að sleppa kjöti í hádeginu,“ segir Solla. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Veitingastaðir Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
„Við erum að enduropna Gló á Engjateig en þar opnuðum við upprunalega okkar fyrsta stað,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, eigandi Gló. Á staðnum, sem verður formlega opnaður í dag, er lögð áhersla á mæður, feður og börnin þeirra. Mikið verður lagt upp úr því að hafa hollan og næringarríkan mat á boðstólum fyrir fólk á öllum aldri, leiksvæði fyrir börn og þægilegt andrúmsloft. „Það er verið að kalla svo mikið eftir því að ungar mæður hafi eitthvert athvarf í fæðingarorlofinu og á meðan þær eru með lítil börn. Þess vegna ákváðum við að setja fókusinn þangað á nýja staðnum,“ segir Solla. „Við erum með stóran bakgarð þar sem börnin geta sofið í vögnunum án truflunar frá umferðinni, það verða til bleyjur á staðnum svo ef einhver gleymir þeim heima þá bara reddum við því og svo erum við búin að setja saman yndislegan barnamatseðil,“ bætir hún við. Allur maturinn á staðnum verður vegan og mestmegnis lífrænn. „Við verðum með vegan jógúrt, vegan kókómjólk og ávexti fyrir krakkana og ýmsa aðra rétti á góðu verði. Svo verðum við með fjölbreyttan mat fyrir foreldrana, pitsur, borgara, salöt og ýmislegt fleira. Allt hollt og gott,“ segir Solla. „Foreldrar í fæðingarorlofi hafa mikið verið að koma til okkar á hina staðina en þar er meiri erill en verður á Engjateig. Þar ætlum við að skapa hlýtt og rólegt andrúmsloft, það verður þjónað til borðs og börnin sem eru orðin aðeins stærri geta kubbað og teiknað í barnahorninu og svo bjóðum við upp á frítt internet ef foreldrarnir vilja nýta tímann og vinna í tölvunni,“ segir hún. Solla hefur verið í veitingarekstri í áraraðir en hún opnaði fyrsta Gló-staðinn á Engjateig 19 árið 2007. „Ég hef séð svo miklar breytingar á hugarfari á þessum tíma.“ segir Solla. „Ungar mæður eru orðnar svo meðvitaðar um umhverfið og það sem bæði þær borða og það sem börnin þeirra borða,“ segir Solla. „Þetta var ekki svona þegar ég var ung. Þá var ég bara álitin sérvitringur með fáránlegar kröfur en með breyttu hugarfari um umhverfið er fólk farið að hugsa meira um það sem það borðar,“ segir Solla sem sjálf hefur ekki borðað kjöt í rúm 40 ár. „Mér finnst fleiri vera spenntir fyrir því að borða vegan mat eða sleppa kjötinu. Jafnvel þó að fólk sé ekki endilega 100% vegan eða grænmetisætur þá er fólk að taka einn dag í viku eða að sleppa kjöti í hádeginu,“ segir Solla.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Veitingastaðir Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira