Viðskipti innlent

Fyrrverandi þingmaður ráðinn til BSRB

Kjartan Kjartansson skrifar
Sigríður Ingibjörg hefur nýlokið meistaragráðu frá Berkeley-háskóla.
Sigríður Ingibjörg hefur nýlokið meistaragráðu frá Berkeley-háskóla. BSRB
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin hagfræðingur BSRB. Hún sat á þingi í sjö ár, frá 2009 til 2016, og gegndi meðal annars formennsku í fjárlaga- og velferðarnefndum þingsins.

Í tilkynningu frá BSRB kemur fram að Sigríður Ingibjörg taki við starfinu í dag. Hún hafi víðtæka þekkingu á málefnum verkalýðshreyfingarinnar og stjórnsýslunnar auk þess sem hún hafi mikla reynslu af greiningarvinnu og stefnumótun.

Áður starfaði Sigríður Ingibjörg á hagdeild Alþýðusambands Íslands, sem sérfræðingar í velferðarráðuneytinu og sem sérfræðingur á þjóðhagsreikningasviði Hagstofunnar.

Sigríður Ingibjörg hefur nýlokið meistaranámi í stjórnun og opinberri stefnumótun við Goldman School of Public Policy við Kaliforníuháskóla í Berkeley í Bandaríkjunum. Hún er einnig með meistaragráðu í viðskipta- og hagfræði frá Uppsala-háskóla í Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×