Metnaðarfullir KA-menn safna fyrir nýjum búnaði eftir bíræfinn þjófnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2019 13:59 Metnaður einkennir útsendingar KA-TV Mynd/KA-TV Stuðningsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, um land allt urðu fyrir áfalli í sumar þegar græjunum sem KA-TV hefur notað til að sýna frá leikjum félagsins í öllum íþróttagreinum félagsins var stolið. Ekkert bólar á búnaðinum og nú hefur félagið hafið söfnun svo kaupa megi nýja græjur.KA-TV hefur vakið töluverða athygli á undanförnum árum fyrir metnaðarfullar útsendingar, ekki síst í handboltanum þar sem félagið sýnir frá öllum leikjum karlaliðs KA og kvennaliðs KA/Þór, sem ekki eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Félagið hefur á undanförnum árum bætt við sig búnaði svo sýna megi frá leikjunum en þann 30. júlí síðastliðinn dundi áfallið yfir. Brotist var inn í bíl markaðs- og viðburðastjóra KA og búnaði upp á rúmlega hálfa milljón hnuplað.„Við erum með svolítið stórt teymi sem kemur að þessu, allt í sjálfboðavinnu. Þannig að þetta er vægast sagt áfall að lenda í þessu,“ segir Ágúst Stefánsson, markaðs- og viðburðastjóri KA, í samtali við Vísi.Þjófarnir tóku með sér Canon XA20 myndavél, Lenovo Legion Y520 fartölvu og Elgato Game Capture HD60S upptökukort, nauðsynlegan búnaður til þess að hægt sé að sýna frá leikjum KA. Ekkert bólar á græjunum.Búnaðurinn virðist horfinn fyrir fullt og allt Ágúst segir að fartölvustuldurinn svíði sérstaklega, enda hafi félagið nýverið fest kaup á tölvunni, fyrir fjármuni sem söfnuðust frá dyggum stuðningsmönnum KA. „Við töluðum að sjálfsögðu við lögregluna og hún náttúrulega hefur gert það sem hún getur. Á sama tíma hafa einhverjir verið að spyrjast fyrir hjá þeim sem þekkja glæpagengi en það hefur ekki skilað neinu. Ég held að því miður sé það klárt að við fáum þetta ekki til baka úr þessu,“ segir Ágúst sem kom að opinni hurð á bílnum sínum þann 30. júlí. „Hann var læstur. Það var sjokkerandi að koma að honum og þá var ein hurðin bara aðeins opin. Þetta hafa greinilega verið fagmenn að störfum því að það sá ekki á bílnum að hurðin hafi verið spennt upp,“ segir Ágúst. Þá hafi KA-menn fylgst grannt með sölusíðum á netinu í von um að búnaðurinn myndi dúkka upp þar, en ekkert hefur látið sjá sig. Ágúst reiknar með að félagið muni fá einhverja fjármuni úr tryggingum vegna þjófnaðarins en telur líklegt að það muni ekki duga til að dekka kostnað við að kaupa nýjar græjur.Ágúst Stefánsson að störfum fyrir KA-TV.Mynd/KA-TVÞakklátt sjálfboðaliðastarf Það styttist óðum í að Olís-deildirnar í handbolta hefjist en þann 14. og 15. september fara fram fyrstu heimaleikir karlaliðs KA og kvennaliðs KA/Þórs. Ágúst segir að það komi ekki annað til greina en að sýna frá þeim á vegum KA-TV. Gamla fartölvan sé enn þá til staðar og fengin verði lánsvél, ef ekki verði búið að kaupa nýja vél.Ljóst er þó að nýr búnaður verður dýr og því hefur KA hafið söfnun þar sem hægt er að styrkja félagið til að kaupa nýjan búnað fyrir KA-TV með frjálsum framlögum. Ágúst segir að KA-TV muni koma enn sterkara til baka eftir þetta áfall, enda finni aðstandur þess fyrir því að framtakinu sé vel tekið.„Við höfum fengið svo svakalega mikið hrós í gegnum tíðina. Ég gleymi því aldrei þegar kona sem var orðinn mikill sjúklingur hafði samband við okkur. Hún hafði fylgst með öllum leikjum KA, hvort sem það var í fótbolta, handbolta eða blaki. Hún sagði að þetta hafi bara algjörlega bjargað sér þegar hún lá bara í rúminu og gat ekki gert neitt að geta fylgst með öllum leikjum,“ segir Ágúst að lokum.Upplýsingar um styrktareikninginn má nálgast hér að neðan:Reikningsnúmer: 0162-15-383220Kennitala: 700169-4219 Akureyri Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Stuðningsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, um land allt urðu fyrir áfalli í sumar þegar græjunum sem KA-TV hefur notað til að sýna frá leikjum félagsins í öllum íþróttagreinum félagsins var stolið. Ekkert bólar á búnaðinum og nú hefur félagið hafið söfnun svo kaupa megi nýja græjur.KA-TV hefur vakið töluverða athygli á undanförnum árum fyrir metnaðarfullar útsendingar, ekki síst í handboltanum þar sem félagið sýnir frá öllum leikjum karlaliðs KA og kvennaliðs KA/Þór, sem ekki eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Félagið hefur á undanförnum árum bætt við sig búnaði svo sýna megi frá leikjunum en þann 30. júlí síðastliðinn dundi áfallið yfir. Brotist var inn í bíl markaðs- og viðburðastjóra KA og búnaði upp á rúmlega hálfa milljón hnuplað.„Við erum með svolítið stórt teymi sem kemur að þessu, allt í sjálfboðavinnu. Þannig að þetta er vægast sagt áfall að lenda í þessu,“ segir Ágúst Stefánsson, markaðs- og viðburðastjóri KA, í samtali við Vísi.Þjófarnir tóku með sér Canon XA20 myndavél, Lenovo Legion Y520 fartölvu og Elgato Game Capture HD60S upptökukort, nauðsynlegan búnaður til þess að hægt sé að sýna frá leikjum KA. Ekkert bólar á græjunum.Búnaðurinn virðist horfinn fyrir fullt og allt Ágúst segir að fartölvustuldurinn svíði sérstaklega, enda hafi félagið nýverið fest kaup á tölvunni, fyrir fjármuni sem söfnuðust frá dyggum stuðningsmönnum KA. „Við töluðum að sjálfsögðu við lögregluna og hún náttúrulega hefur gert það sem hún getur. Á sama tíma hafa einhverjir verið að spyrjast fyrir hjá þeim sem þekkja glæpagengi en það hefur ekki skilað neinu. Ég held að því miður sé það klárt að við fáum þetta ekki til baka úr þessu,“ segir Ágúst sem kom að opinni hurð á bílnum sínum þann 30. júlí. „Hann var læstur. Það var sjokkerandi að koma að honum og þá var ein hurðin bara aðeins opin. Þetta hafa greinilega verið fagmenn að störfum því að það sá ekki á bílnum að hurðin hafi verið spennt upp,“ segir Ágúst. Þá hafi KA-menn fylgst grannt með sölusíðum á netinu í von um að búnaðurinn myndi dúkka upp þar, en ekkert hefur látið sjá sig. Ágúst reiknar með að félagið muni fá einhverja fjármuni úr tryggingum vegna þjófnaðarins en telur líklegt að það muni ekki duga til að dekka kostnað við að kaupa nýjar græjur.Ágúst Stefánsson að störfum fyrir KA-TV.Mynd/KA-TVÞakklátt sjálfboðaliðastarf Það styttist óðum í að Olís-deildirnar í handbolta hefjist en þann 14. og 15. september fara fram fyrstu heimaleikir karlaliðs KA og kvennaliðs KA/Þórs. Ágúst segir að það komi ekki annað til greina en að sýna frá þeim á vegum KA-TV. Gamla fartölvan sé enn þá til staðar og fengin verði lánsvél, ef ekki verði búið að kaupa nýja vél.Ljóst er þó að nýr búnaður verður dýr og því hefur KA hafið söfnun þar sem hægt er að styrkja félagið til að kaupa nýjan búnað fyrir KA-TV með frjálsum framlögum. Ágúst segir að KA-TV muni koma enn sterkara til baka eftir þetta áfall, enda finni aðstandur þess fyrir því að framtakinu sé vel tekið.„Við höfum fengið svo svakalega mikið hrós í gegnum tíðina. Ég gleymi því aldrei þegar kona sem var orðinn mikill sjúklingur hafði samband við okkur. Hún hafði fylgst með öllum leikjum KA, hvort sem það var í fótbolta, handbolta eða blaki. Hún sagði að þetta hafi bara algjörlega bjargað sér þegar hún lá bara í rúminu og gat ekki gert neitt að geta fylgst með öllum leikjum,“ segir Ágúst að lokum.Upplýsingar um styrktareikninginn má nálgast hér að neðan:Reikningsnúmer: 0162-15-383220Kennitala: 700169-4219
Akureyri Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira