Kosningar gætu blasað við á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2019 14:25 Búast má við hörðum átökum á breska þinginu í vikunni en gert er ráð fyrir að stjórnarandstæðingar og uppreisnarmenn í Íhaldsflokknum leggi fram frumvarp til að stöðva útgöngu án samnings á morgun. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er nú sagður íhuga að boða til skyndikosninga samþykki þingið frumvarp um að koma í veg fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings í vikunni. Áður hefur verið sagt frá því að Johnson hafi hótað þingmönnum Íhaldsflokksins bannfæringu fylgi þeir ekki flokkslínunni. Nokkrir fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins eru sagðir ætla að greiða atkvæði með þingmönnum Verkamannaflokksins og öðrum til að koma í veg fyrir að Johnson geti dregið Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings 31. október. Þingið ætlar að greiða atkvæði um frumvörp stjórnarandstöðunnar nú í vikunni.Breska ríkisútvarpið BBC og fleiri breskir fjölmiðlar vísa til heimildarmanna um að Johnson ræði nú af alvöru við ráðgjafa sína um að blása til kosninga. Hann hafi boðað til óvænts ríkisstjórnarfundar klukkan 16:00 að íslenskum tíma í dag. Þá ætli hann sér að ræða við þingmenn Íhaldsflokksins síðdegis. Næst á að kjósa til þings á Bretlandi árið 2022. Krefjist Johnson þess að kosningum verði flýtt þyrfti hann stuðning tveggja þriðju hluta þingheims. Fái hann slíkt samþykki réði hann hvenær kosið yrði en dagsetningin gæti orðið að stórpólitísku máli þar sem kosningarnar færu þá fram annað hvort rétt fyrir boðaða útgöngu úr Evrópusambandinu eða rétt eftir hana. Bretland Brexit Tengdar fréttir Blair segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu vera einu leiðina Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu vera eina leiðina til að bæta ástandið þar í landi. Þá dró hann lögmæti úrgöngu Bretlands, án samnings, í efa. 2. september 2019 10:32 Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er nú sagður íhuga að boða til skyndikosninga samþykki þingið frumvarp um að koma í veg fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings í vikunni. Áður hefur verið sagt frá því að Johnson hafi hótað þingmönnum Íhaldsflokksins bannfæringu fylgi þeir ekki flokkslínunni. Nokkrir fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins eru sagðir ætla að greiða atkvæði með þingmönnum Verkamannaflokksins og öðrum til að koma í veg fyrir að Johnson geti dregið Bretland úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings 31. október. Þingið ætlar að greiða atkvæði um frumvörp stjórnarandstöðunnar nú í vikunni.Breska ríkisútvarpið BBC og fleiri breskir fjölmiðlar vísa til heimildarmanna um að Johnson ræði nú af alvöru við ráðgjafa sína um að blása til kosninga. Hann hafi boðað til óvænts ríkisstjórnarfundar klukkan 16:00 að íslenskum tíma í dag. Þá ætli hann sér að ræða við þingmenn Íhaldsflokksins síðdegis. Næst á að kjósa til þings á Bretlandi árið 2022. Krefjist Johnson þess að kosningum verði flýtt þyrfti hann stuðning tveggja þriðju hluta þingheims. Fái hann slíkt samþykki réði hann hvenær kosið yrði en dagsetningin gæti orðið að stórpólitísku máli þar sem kosningarnar færu þá fram annað hvort rétt fyrir boðaða útgöngu úr Evrópusambandinu eða rétt eftir hana.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Blair segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu vera einu leiðina Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu vera eina leiðina til að bæta ástandið þar í landi. Þá dró hann lögmæti úrgöngu Bretlands, án samnings, í efa. 2. september 2019 10:32 Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Sjá meira
Blair segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu vera einu leiðina Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segir aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu vera eina leiðina til að bæta ástandið þar í landi. Þá dró hann lögmæti úrgöngu Bretlands, án samnings, í efa. 2. september 2019 10:32
Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36