Lífið

Finnar senda Darude í Eurovision

Birgir Olgeirsson skrifar
Darude á að baki smellinn Sandstorm sem kom út árið 1999.
Darude á að baki smellinn Sandstorm sem kom út árið 1999. Vísir/Getty
Finnska ríkisútvarpið YLE hefur valið rafdanstónlistargoðsögnina Darude sem fulltrúa Finna í Eurovision sem verður haldið í Ísrael í maí næstkomandi. 

Darude flytur þrjú lög í beinni útsendingu 2. mars næstkomandi og munu finnskir áhorfendur velja eitt þeirra sem framlag þjóðarinnar þetta árið í Eurovision.

Darude heitir réttu nafni Ville Virtanen en hann er einn af vinsælustu tónlistarmönnum Finna. Hann byrjaði að semja tónlist árið 1995 og gaf út sitt vinsælasta lag, Sandstorm, árið 1999. Rúmlega 143 milljónir manna hafa horft á tónlistarmyndband við lagið á myndbandavefnum YouTube.

Hann hefur spilað á hundruð klúbba og tónlistarhátíða vítt og breitt um heiminn ásamt því að gefa út fjórar breiðskífur. Síðast gaf hann út Moments árið 2015.

Darude lofar mikilli dansveislu í Eurovision en honum til halds og trausts á sviðinu verður söngvarinn Sebastian Rejman, úr bandinu The Giant Leap






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.