Færist í aukana að stríðandi fylkingar virði rétt barna að vettugi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. janúar 2019 19:00 UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - áætlar að eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum búi við átök eða aðrar hörmungar og um 34 milljónir barna búi við alvarlegan skort á barnavernd og nauðsynlegri þjónustu. Þetta kemur fram í alþjóðlegri neyðaráætlun UNICEF fyrir árið 2019. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir aukna þörf fyrir neyðaraðstoð koma með vaxandi átökum í heiminum. „Þetta er stærsta neyðaraðstoðin til þessa,“ segir hann. „3.9 milljarðar Bandaríkjadala.“Bergsteinn segir stríðandi fylkingar í auknu mæli vanvirða réttindi barna.Mynd/FriðrikÍ ár gerir UNICEF ráð fyrir því að ná til rúmlega fjörutíu milljóna barna í 59 löndum. UNICEF væntir þess að geta veitt 10 milljón börnum formlega eða óformlega grunnmenntun, bólusetja 10,3 milljón börn gegn mislingum, tryggja 43 milljónum manns aðgengi að hreinu vatni, veita yfir 4 milljónum barna sálrænan stuðning og meðhöndla 4,2 milljónir barna gegn alvarlegri bráðavannæringu. Tæplega 90 prósent fjarmagnsins sem kallað er eftir mun renna til aðstoðar við börn á átakasvæðum. Bergsteinn segir að átakasvæði í heiminum hafi ekki verið fleiri í þrjá áratugi. „Það er sorgleg staðreynd að nú á 30 ára afmæli barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í ár hafa ekki verið átök í fleiri ríkjum í 30 ár. Þannig að átök setja heilmikinn svip á þessa neyðaráætlun.“ Bergsteinn segir UNICEF taka eftir því að fylkingar sem eiga í átökum virði alþjóðalög að vettugi í meira mæli en áður. „Stríðandi fylkingar í þeim átökum sem ríkja í dag eru í sífellt auknu mæli að brjóta á réttindum bara. Mun minna mæli að fara eftir alþjóðalögum og í mjög auknum mæli að ráðast á hjálparstarfsfólk og hefta aðgengi hjálparsamtaka að fólki sem þarf á hjálp að halda.“ Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mósambík: 60 þúsund nemendur fengið aðgang að vatni og salernisaðstöðu Á fimm árum hafa 67 þúsund manns í sex héruðum í Sambesíu-fylki í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og 60 þúsund nemendur við 145 skóla aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu í gegnum íslenska þróunarsamvinnu. 7. desember 2018 15:00 Sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna í átökum Samkvæmt nýsamþykktri landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi verður stutt við verkefni í þróunarsamvinnu á sviði mannúðarmála sem vinna að framgangi ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. 30. nóvember 2018 09:30 Íslenskur stuðningur við börn í flóttamannabyggðum Úganda Tæplega 20 þúsund börn í norðurhluta Úganda koma til með að njóta framlags frá utanríkisráðuneytinu sem hefur ákveðið að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í verkefnum sem tengjast vatns-, salernis- og hreinlætismálum með tæplega 120 milljóna króna framlagi. 17. janúar 2019 09:15 Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen lauk í gær. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen. 28. desember 2018 10:15 Meira en 145 þúsund börn Róhingja fara nú í skóla - mörg í fyrsta sinn Meira en 145 þúsund börn Róhingja í flóttamannabúðunum í Cox's Bazar hefja nú skólagöngu í Bangladess á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Börnin flúðu ofbeldi og ofsóknir í heimalandi sínu Mjanmar. 24. janúar 2019 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - áætlar að eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum búi við átök eða aðrar hörmungar og um 34 milljónir barna búi við alvarlegan skort á barnavernd og nauðsynlegri þjónustu. Þetta kemur fram í alþjóðlegri neyðaráætlun UNICEF fyrir árið 2019. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir aukna þörf fyrir neyðaraðstoð koma með vaxandi átökum í heiminum. „Þetta er stærsta neyðaraðstoðin til þessa,“ segir hann. „3.9 milljarðar Bandaríkjadala.“Bergsteinn segir stríðandi fylkingar í auknu mæli vanvirða réttindi barna.Mynd/FriðrikÍ ár gerir UNICEF ráð fyrir því að ná til rúmlega fjörutíu milljóna barna í 59 löndum. UNICEF væntir þess að geta veitt 10 milljón börnum formlega eða óformlega grunnmenntun, bólusetja 10,3 milljón börn gegn mislingum, tryggja 43 milljónum manns aðgengi að hreinu vatni, veita yfir 4 milljónum barna sálrænan stuðning og meðhöndla 4,2 milljónir barna gegn alvarlegri bráðavannæringu. Tæplega 90 prósent fjarmagnsins sem kallað er eftir mun renna til aðstoðar við börn á átakasvæðum. Bergsteinn segir að átakasvæði í heiminum hafi ekki verið fleiri í þrjá áratugi. „Það er sorgleg staðreynd að nú á 30 ára afmæli barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í ár hafa ekki verið átök í fleiri ríkjum í 30 ár. Þannig að átök setja heilmikinn svip á þessa neyðaráætlun.“ Bergsteinn segir UNICEF taka eftir því að fylkingar sem eiga í átökum virði alþjóðalög að vettugi í meira mæli en áður. „Stríðandi fylkingar í þeim átökum sem ríkja í dag eru í sífellt auknu mæli að brjóta á réttindum bara. Mun minna mæli að fara eftir alþjóðalögum og í mjög auknum mæli að ráðast á hjálparstarfsfólk og hefta aðgengi hjálparsamtaka að fólki sem þarf á hjálp að halda.“
Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mósambík: 60 þúsund nemendur fengið aðgang að vatni og salernisaðstöðu Á fimm árum hafa 67 þúsund manns í sex héruðum í Sambesíu-fylki í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og 60 þúsund nemendur við 145 skóla aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu í gegnum íslenska þróunarsamvinnu. 7. desember 2018 15:00 Sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna í átökum Samkvæmt nýsamþykktri landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi verður stutt við verkefni í þróunarsamvinnu á sviði mannúðarmála sem vinna að framgangi ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. 30. nóvember 2018 09:30 Íslenskur stuðningur við börn í flóttamannabyggðum Úganda Tæplega 20 þúsund börn í norðurhluta Úganda koma til með að njóta framlags frá utanríkisráðuneytinu sem hefur ákveðið að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í verkefnum sem tengjast vatns-, salernis- og hreinlætismálum með tæplega 120 milljóna króna framlagi. 17. janúar 2019 09:15 Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen lauk í gær. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen. 28. desember 2018 10:15 Meira en 145 þúsund börn Róhingja fara nú í skóla - mörg í fyrsta sinn Meira en 145 þúsund börn Róhingja í flóttamannabúðunum í Cox's Bazar hefja nú skólagöngu í Bangladess á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Börnin flúðu ofbeldi og ofsóknir í heimalandi sínu Mjanmar. 24. janúar 2019 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Mósambík: 60 þúsund nemendur fengið aðgang að vatni og salernisaðstöðu Á fimm árum hafa 67 þúsund manns í sex héruðum í Sambesíu-fylki í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og 60 þúsund nemendur við 145 skóla aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu í gegnum íslenska þróunarsamvinnu. 7. desember 2018 15:00
Sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna í átökum Samkvæmt nýsamþykktri landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi verður stutt við verkefni í þróunarsamvinnu á sviði mannúðarmála sem vinna að framgangi ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. 30. nóvember 2018 09:30
Íslenskur stuðningur við börn í flóttamannabyggðum Úganda Tæplega 20 þúsund börn í norðurhluta Úganda koma til með að njóta framlags frá utanríkisráðuneytinu sem hefur ákveðið að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í verkefnum sem tengjast vatns-, salernis- og hreinlætismálum með tæplega 120 milljóna króna framlagi. 17. janúar 2019 09:15
Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen lauk í gær. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen. 28. desember 2018 10:15
Meira en 145 þúsund börn Róhingja fara nú í skóla - mörg í fyrsta sinn Meira en 145 þúsund börn Róhingja í flóttamannabúðunum í Cox's Bazar hefja nú skólagöngu í Bangladess á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Börnin flúðu ofbeldi og ofsóknir í heimalandi sínu Mjanmar. 24. janúar 2019 11:45