Þetta var ekki draumur sem rættist Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. maí 2019 12:00 Doris Day öðlaðist heimsfrægð fyrir söng sinn og leik á hvíta tjaldinu. Vísir/getty Þegar barnshafandi fréttakona var, árið 1991, að taka viðtal við Doris Day vegna heimildarmyndar um hana og farsælan feril hennar táraðist söng- og leikkonan heimsfræga skyndilega og sagði: „Þú skilur þetta ekki. Þetta var ekki draumur sem rættist. Það eina sem ég þráði er það sem þú átt núna, barn, eiginmann sem elskaði mig raunverulega, heimili, og alla þá hamingju sem þetta getur fært. Ég fékk þetta aldrei en þetta er það eina sem ég vildi.“ Doris Day öðlaðist heimsfrægð fyrir söng sinn og leik á hvíta tjaldinu. Hún lék í um 40 kvikmyndum og má þar nefna The Man Who Knew Too Much, Calamity Jane, Move Over Darling, Love Me or Leave Me og Pillow Talk sem hún hlaut Óskarstilnefningu fyrir. Rómantískar gamanmyndir, sem hún lék í með vini sínum Rock Hudson, nutu alveg sérstakra vinsælda enda afar vel heppnaðar. Hún hljóðritaði rúmlega 650 lög, það vinsælasta er Que sera sera sem hún söng fyrst í myndinni The Man Who Knew Too Much. Hún hafði efasemdir um lagið en leikstjóri myndarinnar, Alfred Hitchcock, var sannfærður um velgengni þess og reyndist sannspár. Síðasta plata hennar kom út árið 2011 og komst í fyrsta sæti vinsældalista, en þá var Doris 89 ára gömul. Doris Day hafði einstaklega fallega söngrödd og mikla útgeislun og ljómaði af hreysti og heilbrigði. Hún var glaðleg og viðkunnanleg, hlý og tilgerðarlaus. Hún var síbrosandi sem benti til að þar færi hamingjusöm kona. Raunveruleikinn var allt annar. Einkalíf hennar var þyrnum stráð og samband hennar við einkason sinn var ekki ætíð upp á það besta. Á seinni árum dró hún sig í hlé og helgaði líf sitt dýravernd sem hafði alltaf verið henni hjartans mál. Þegar hún lést nýlega eftir stutt veikindi, 97 ára gömul, komst hún á forsíður heimsblaða.Í ofbeldissambandi Doris Day fæddist árið 1922 í Connecticut og var skírð Doris Mary Anne Kappelhoff. Foreldrar voru þýskir kaþólikkar, börn innflytjenda og faðirinn var tónlistarkennari. Hjónaband foreldranna var átakamikið og þau skildu. Doris ætlaði sér að verða dansari en lenti í bílslysi og varð að vera rúmt ár á hækjum. Hún sneri sér að söng og hljómsveitastjóri stakk upp á því að hún breytti eftirnafni sínu í Day. Sextán ára varð hún ástfangin af hljóðfæraleikaranum Al Jorden og þau gengu í hjónaband þegar hún var 19 ára gömul. Al var sjúklega afbrýðisamur og ofbeldisfullur. Á öðrum degi hjónabandsins barði hann hana og kallaði hana hóru eftir að hún hafði tekið við brúðkaupsgjöf frá karlkyns vini. Þegar hún varð barnshafandi hótaði hann ítrekað að drepa hana og barnið og þegar hún var komin átta mánuði á leið lúbarði hann hana. Eftir fæðingu sonar þeirra, Terrys, sýndi hann barninu engan áhuga. Al fyrirfór sér ári eftir fæðingu sonar síns. Þar sem Doris varð snemma önnum kafin í krefjandi vinnu ólst Terry að mestu upp hjá ömmu sinni fyrstu árin. Hann sagði seinna að orðið „móðir“ hefði enga merkingu í huga hans. „Það var amma sem var foreldri mitt,“ bætti hann við.Skilin eftir gjaldþrota Doris var 22 ára þegar hún giftist saxófónleikaranum George Weidler sem kynnti hana fyrir Vísindakirkjunni sem hún gekk til liðs við. Hjónabandið stóð stutt og árið 1951, 29 ára gömul, giftist hún kvikmyndaframleiðandanum Marty Melcher sem varð umboðsmaður hennar. Í byrjun var hjónaband þeirra gott en með árunum varð Marty æ ráðríkari og sambandið milli hans og sonar hennar snarversnaði. Eftir að Marty sló Terry fyrir framan Doris var hjónabandið einungis að nafninu til. Marty lést árið 1968 eftir sautján ára hjónaband og þrátt fyrir erfiðleika í hjónabandinu varð Doris miður sín. Terry sagði að það besta sem stjúpfaðir hans hefði gert móður hans hefði verið deyja. Marty hafði séð um öll fjármál konu sinnar og eftir lát hans kom í ljós að hann hafði sólundað peningum þeirra og skilið hana eftir gjaldþrota. Doris tókst að koma sér aftur á réttan kjöl með vinsælum sjónvarpsþáttum. Árið 1976 giftist Doris í fjórða sinn, Barry Comden, en þau skildu sex árum síðar. „Hún kom betur fram við dýrin sín en mig,“ sagði hann. Doris var annálaður dýravinur, stofnaði dýraspítala og gerði heimili sitt að paradís fyrir hunda og ketti, ól þau á sælkeramat og útbjó sérstaka svefnstaði fyrir þau og hafði auk þess alltaf pláss fyrir hunda í sínu eigin rúmi. Ef hún sá hunda og ketti á flækingi hafði hún þá með sér og kom þeim fyrir á heimili sínu. Einkasonur hennar Terry varð þekktur plötuframleiðandi. Hann slapp naumlega frá því að verða fórnarlamb Charles Manson-gengisins. Manson vildi komast á plötusamning hjá Terry og hitti hann en Terry gaf afsvar. Sagt er að Manson-gengið hafi verið að leita að Terry þegar það slátraði leikkonunni Sharon Tate og vinum hennar árið 1969. Terry lést árið 2005 og Doris sagði að dauði hans hefði verið mesta áfall sem hún hefði upplifað. Doris Day sagði eitt sinn að sjálf líktist hún helst hinni óhefluðu Calamity Jane sem hún lék svo eftirminnilega í samnefndri mynd. Hún sagði um sjálfa sig: „Það er í eðli mínu að fyrirgefa og kveða ekki upp dóma yfir öðrum. Hatur á ég ekki til.“ Hún sagði líka: „Ég hef aldrei hitt dýr sem ég hef ekki kunnað vel við en ég get ekki sagt það sama um fólk.“ Andlát Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þegar barnshafandi fréttakona var, árið 1991, að taka viðtal við Doris Day vegna heimildarmyndar um hana og farsælan feril hennar táraðist söng- og leikkonan heimsfræga skyndilega og sagði: „Þú skilur þetta ekki. Þetta var ekki draumur sem rættist. Það eina sem ég þráði er það sem þú átt núna, barn, eiginmann sem elskaði mig raunverulega, heimili, og alla þá hamingju sem þetta getur fært. Ég fékk þetta aldrei en þetta er það eina sem ég vildi.“ Doris Day öðlaðist heimsfrægð fyrir söng sinn og leik á hvíta tjaldinu. Hún lék í um 40 kvikmyndum og má þar nefna The Man Who Knew Too Much, Calamity Jane, Move Over Darling, Love Me or Leave Me og Pillow Talk sem hún hlaut Óskarstilnefningu fyrir. Rómantískar gamanmyndir, sem hún lék í með vini sínum Rock Hudson, nutu alveg sérstakra vinsælda enda afar vel heppnaðar. Hún hljóðritaði rúmlega 650 lög, það vinsælasta er Que sera sera sem hún söng fyrst í myndinni The Man Who Knew Too Much. Hún hafði efasemdir um lagið en leikstjóri myndarinnar, Alfred Hitchcock, var sannfærður um velgengni þess og reyndist sannspár. Síðasta plata hennar kom út árið 2011 og komst í fyrsta sæti vinsældalista, en þá var Doris 89 ára gömul. Doris Day hafði einstaklega fallega söngrödd og mikla útgeislun og ljómaði af hreysti og heilbrigði. Hún var glaðleg og viðkunnanleg, hlý og tilgerðarlaus. Hún var síbrosandi sem benti til að þar færi hamingjusöm kona. Raunveruleikinn var allt annar. Einkalíf hennar var þyrnum stráð og samband hennar við einkason sinn var ekki ætíð upp á það besta. Á seinni árum dró hún sig í hlé og helgaði líf sitt dýravernd sem hafði alltaf verið henni hjartans mál. Þegar hún lést nýlega eftir stutt veikindi, 97 ára gömul, komst hún á forsíður heimsblaða.Í ofbeldissambandi Doris Day fæddist árið 1922 í Connecticut og var skírð Doris Mary Anne Kappelhoff. Foreldrar voru þýskir kaþólikkar, börn innflytjenda og faðirinn var tónlistarkennari. Hjónaband foreldranna var átakamikið og þau skildu. Doris ætlaði sér að verða dansari en lenti í bílslysi og varð að vera rúmt ár á hækjum. Hún sneri sér að söng og hljómsveitastjóri stakk upp á því að hún breytti eftirnafni sínu í Day. Sextán ára varð hún ástfangin af hljóðfæraleikaranum Al Jorden og þau gengu í hjónaband þegar hún var 19 ára gömul. Al var sjúklega afbrýðisamur og ofbeldisfullur. Á öðrum degi hjónabandsins barði hann hana og kallaði hana hóru eftir að hún hafði tekið við brúðkaupsgjöf frá karlkyns vini. Þegar hún varð barnshafandi hótaði hann ítrekað að drepa hana og barnið og þegar hún var komin átta mánuði á leið lúbarði hann hana. Eftir fæðingu sonar þeirra, Terrys, sýndi hann barninu engan áhuga. Al fyrirfór sér ári eftir fæðingu sonar síns. Þar sem Doris varð snemma önnum kafin í krefjandi vinnu ólst Terry að mestu upp hjá ömmu sinni fyrstu árin. Hann sagði seinna að orðið „móðir“ hefði enga merkingu í huga hans. „Það var amma sem var foreldri mitt,“ bætti hann við.Skilin eftir gjaldþrota Doris var 22 ára þegar hún giftist saxófónleikaranum George Weidler sem kynnti hana fyrir Vísindakirkjunni sem hún gekk til liðs við. Hjónabandið stóð stutt og árið 1951, 29 ára gömul, giftist hún kvikmyndaframleiðandanum Marty Melcher sem varð umboðsmaður hennar. Í byrjun var hjónaband þeirra gott en með árunum varð Marty æ ráðríkari og sambandið milli hans og sonar hennar snarversnaði. Eftir að Marty sló Terry fyrir framan Doris var hjónabandið einungis að nafninu til. Marty lést árið 1968 eftir sautján ára hjónaband og þrátt fyrir erfiðleika í hjónabandinu varð Doris miður sín. Terry sagði að það besta sem stjúpfaðir hans hefði gert móður hans hefði verið deyja. Marty hafði séð um öll fjármál konu sinnar og eftir lát hans kom í ljós að hann hafði sólundað peningum þeirra og skilið hana eftir gjaldþrota. Doris tókst að koma sér aftur á réttan kjöl með vinsælum sjónvarpsþáttum. Árið 1976 giftist Doris í fjórða sinn, Barry Comden, en þau skildu sex árum síðar. „Hún kom betur fram við dýrin sín en mig,“ sagði hann. Doris var annálaður dýravinur, stofnaði dýraspítala og gerði heimili sitt að paradís fyrir hunda og ketti, ól þau á sælkeramat og útbjó sérstaka svefnstaði fyrir þau og hafði auk þess alltaf pláss fyrir hunda í sínu eigin rúmi. Ef hún sá hunda og ketti á flækingi hafði hún þá með sér og kom þeim fyrir á heimili sínu. Einkasonur hennar Terry varð þekktur plötuframleiðandi. Hann slapp naumlega frá því að verða fórnarlamb Charles Manson-gengisins. Manson vildi komast á plötusamning hjá Terry og hitti hann en Terry gaf afsvar. Sagt er að Manson-gengið hafi verið að leita að Terry þegar það slátraði leikkonunni Sharon Tate og vinum hennar árið 1969. Terry lést árið 2005 og Doris sagði að dauði hans hefði verið mesta áfall sem hún hefði upplifað. Doris Day sagði eitt sinn að sjálf líktist hún helst hinni óhefluðu Calamity Jane sem hún lék svo eftirminnilega í samnefndri mynd. Hún sagði um sjálfa sig: „Það er í eðli mínu að fyrirgefa og kveða ekki upp dóma yfir öðrum. Hatur á ég ekki til.“ Hún sagði líka: „Ég hef aldrei hitt dýr sem ég hef ekki kunnað vel við en ég get ekki sagt það sama um fólk.“
Andlát Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira