Vill að smokkum verði dreift til grunnskólabarna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2019 20:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Sóttvarnalæknir vill að smokkum verði dreift í grunnskólum landsins, en segir að foreldrar grunnaskólabarna séu margir hverjir mótfallnir hugmyndum um slíkt. Nýlega var greint frá því að hvergi í Evrópu væru hlutfallslega greind fleiri sárasóttartilfelli heldur en hér á landi. Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi. Sárasótt er almennt talin auðveld viðureignar, en sé ekkert að gert þegar fólk smitast af henni, getur hún valdið alvarlegum sjúkdómum og jafnvel valdið dauða fólks. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða fyrir fjölgun sárasóttartilfella hér á landi væri sú að fólk notaði síður smokkinn við samfarir. Smokkurinn er almennt talinn til einu getnaðarvarnarinnar sem komið getur í veg fyrir að kynsjúkdómar berist á milli fólks. Þórólfur segir kynlíf fólks almennt orðið frjálslegra og að menn og konur gæti ekki jafn vel að sér í kynlífi og áður fyrr. „Það er raun og veru eina skýringin á þessu. Ég vek athygli á því að aðrir kynsjúkdómar hafa fjölgað sér á Íslandi líka, eins og lekandinn. Og tíðni klamýdíu er há hér, hæsta sennilega í Evrópu,” segir Þórólfur í viðtalinu. Í fyrra greindust um 1850 klamýdíutilfelli hér á landi. Þórólfur segir hennar mest gæta hjá ungu fólki af báðum kynjum, á aldrinum 18 til 25 ára. Sárasóttin sé hins vegar mest áberandi hjá samkynhneigðum karlmönnum, líkt og annars staðar.Margir foreldrar andvígir dreifingu smokka í grunnskólum Þórólfur segist vilja að smokkum verði dreift í grunnskólum, líkt og tíðkast hefur í framhaldsskólum landsins. Hann segir þó marga foreldra ekki hrifna af hugmyndum um slíkt. „En þetta þarf að ræða mjög vel og við þurfum að gera allt sem við getum til þess að stoppa útbreiðslu þessara sjúkdóma, sem geta verið mjög alvarlegir,” segir Þórólfur. Hann segir fólk geta gengið með klamýdíu einkennalítið, eða jafnvel einkennalaust. Aðgengi fólks að greiningu og meðferð hér á landi sé þó mjög góð. Rætt hafi verið um að færa skimanir, rannsóknir og greiningu út í samfélagið, til áhættuhópa. „Það eru umræður í gangi um að gera það, en það er einn þáttur í að reyna að finna sem flesta á fyrstu stigum þannig að þeir fari ekki að smita út frá sér,” segir Þórólfur. Heilbrigðismál Kynlíf Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi, en það er meira en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. 12. júlí 2019 20:51 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Sóttvarnalæknir vill að smokkum verði dreift í grunnskólum landsins, en segir að foreldrar grunnaskólabarna séu margir hverjir mótfallnir hugmyndum um slíkt. Nýlega var greint frá því að hvergi í Evrópu væru hlutfallslega greind fleiri sárasóttartilfelli heldur en hér á landi. Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi. Sárasótt er almennt talin auðveld viðureignar, en sé ekkert að gert þegar fólk smitast af henni, getur hún valdið alvarlegum sjúkdómum og jafnvel valdið dauða fólks. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða fyrir fjölgun sárasóttartilfella hér á landi væri sú að fólk notaði síður smokkinn við samfarir. Smokkurinn er almennt talinn til einu getnaðarvarnarinnar sem komið getur í veg fyrir að kynsjúkdómar berist á milli fólks. Þórólfur segir kynlíf fólks almennt orðið frjálslegra og að menn og konur gæti ekki jafn vel að sér í kynlífi og áður fyrr. „Það er raun og veru eina skýringin á þessu. Ég vek athygli á því að aðrir kynsjúkdómar hafa fjölgað sér á Íslandi líka, eins og lekandinn. Og tíðni klamýdíu er há hér, hæsta sennilega í Evrópu,” segir Þórólfur í viðtalinu. Í fyrra greindust um 1850 klamýdíutilfelli hér á landi. Þórólfur segir hennar mest gæta hjá ungu fólki af báðum kynjum, á aldrinum 18 til 25 ára. Sárasóttin sé hins vegar mest áberandi hjá samkynhneigðum karlmönnum, líkt og annars staðar.Margir foreldrar andvígir dreifingu smokka í grunnskólum Þórólfur segist vilja að smokkum verði dreift í grunnskólum, líkt og tíðkast hefur í framhaldsskólum landsins. Hann segir þó marga foreldra ekki hrifna af hugmyndum um slíkt. „En þetta þarf að ræða mjög vel og við þurfum að gera allt sem við getum til þess að stoppa útbreiðslu þessara sjúkdóma, sem geta verið mjög alvarlegir,” segir Þórólfur. Hann segir fólk geta gengið með klamýdíu einkennalítið, eða jafnvel einkennalaust. Aðgengi fólks að greiningu og meðferð hér á landi sé þó mjög góð. Rætt hafi verið um að færa skimanir, rannsóknir og greiningu út í samfélagið, til áhættuhópa. „Það eru umræður í gangi um að gera það, en það er einn þáttur í að reyna að finna sem flesta á fyrstu stigum þannig að þeir fari ekki að smita út frá sér,” segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Kynlíf Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi, en það er meira en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. 12. júlí 2019 20:51 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi, en það er meira en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. 12. júlí 2019 20:51