Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2019 21:26 Boeing 737 MAX undir merkjum American Airlines. Vísir/Getty Bandaríska flugfélagið American Airlines tilkynnti í dag að það hyggist ekki fljúga Boeing 737 MAX-þotum sínum fyrr en í fyrsta lagi 3. nóvember næstkomandi, eða tveimur mánuðum síðar en áætlað hefur verið til þessa. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að vegna þessarar ákvörðunar verði um 115 flugferðum aflýst á degi hverjum frá þeim degi sem félagið hugðist upprunalega setja vélarnar í loftið, og þar til í nóvemberbyrjun. Eins tilkynnti flugfélagið United Airlines á föstudag að það myndi halda þotum sömu tegundar mánuði lengur á jörðu niðri heldur en í fyrstu var áætlað, til sama dags og American, 3. nóvember. United er með 14 737 MAX-þotur á sínum snærum en American Airlines er með 24. Þá er annað bandarískt flugfélag, Southwest, með 34 slíkar þotur hjá sér og hefur þurft að aflýsa um 150 flugferðum á dag frá því að tekin var ákvörðun um að vélunum yrði ekki flogið vegna galla í stýribúnaðar sem olli tveimur mannskæðum flugslysum í október og mars síðastliðnum. „American Airlines stendur áfram í þeirri trú að fyrirhugaðar hugbúnaðaruppfærslur á Boeing 737 MAX-þotunum, ásamt þeim nýju þjálfunaraðferðum sem Boeing þróar nú í samstarfi við samtök flugfélaga, muni leiða til þess að vélin fái aftur leyfi til þess að fljúga á þessu ári,“ segir í tilkynningu félagsins. Í fyrri tilkynningum er sneru að sama málefni sagðist félagið telja að flugleyfi á þoturnar yrði veitt „bráðlega.“ Heimildir AP innan flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum herma að nákvæm tímasetning þess hvenær vélarnar fái að fara aftur í loftið sé ekki í sjónmáli. Líklegast sé að það verði ekki fyrr en árið 2020. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira
Bandaríska flugfélagið American Airlines tilkynnti í dag að það hyggist ekki fljúga Boeing 737 MAX-þotum sínum fyrr en í fyrsta lagi 3. nóvember næstkomandi, eða tveimur mánuðum síðar en áætlað hefur verið til þessa. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að vegna þessarar ákvörðunar verði um 115 flugferðum aflýst á degi hverjum frá þeim degi sem félagið hugðist upprunalega setja vélarnar í loftið, og þar til í nóvemberbyrjun. Eins tilkynnti flugfélagið United Airlines á föstudag að það myndi halda þotum sömu tegundar mánuði lengur á jörðu niðri heldur en í fyrstu var áætlað, til sama dags og American, 3. nóvember. United er með 14 737 MAX-þotur á sínum snærum en American Airlines er með 24. Þá er annað bandarískt flugfélag, Southwest, með 34 slíkar þotur hjá sér og hefur þurft að aflýsa um 150 flugferðum á dag frá því að tekin var ákvörðun um að vélunum yrði ekki flogið vegna galla í stýribúnaðar sem olli tveimur mannskæðum flugslysum í október og mars síðastliðnum. „American Airlines stendur áfram í þeirri trú að fyrirhugaðar hugbúnaðaruppfærslur á Boeing 737 MAX-þotunum, ásamt þeim nýju þjálfunaraðferðum sem Boeing þróar nú í samstarfi við samtök flugfélaga, muni leiða til þess að vélin fái aftur leyfi til þess að fljúga á þessu ári,“ segir í tilkynningu félagsins. Í fyrri tilkynningum er sneru að sama málefni sagðist félagið telja að flugleyfi á þoturnar yrði veitt „bráðlega.“ Heimildir AP innan flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum herma að nákvæm tímasetning þess hvenær vélarnar fái að fara aftur í loftið sé ekki í sjónmáli. Líklegast sé að það verði ekki fyrr en árið 2020.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira