Kieran Trippier, leikmaður Tottenham, er á óskalista Bayern München. Sky Sports greinir frá.
Þýsku meistararnir hafa styrkt vörn sína í sumar með frönsku heimsmeisturunum Lucas Hernández og Benjamin Pavard og vilja bæta Trippier í þann hóp.
Trippier er hugsaður sem varamaður fyrir Joshua Kimmich sem hefur leikið sem hægri bakvörður hjá Bayern síðan Philipp Lahm lagði skóna á hilluna.
Tottenham er tilbúið að selja Trippier sem náði sér ekki á strik á síðasta tímabili.
Auk Bayern hafa Atlético Madrid og Juventus áhuga á enska bakverðinum.
Bayern hefur áhuga á Trippier
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
