Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2019 13:34 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. FBL/Stefán Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. Stjórn Icelandair Group hefur skrifað undir kaupsamning við félagið Berjaya Property Ireland Limited, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamstæðunnar Berjaya Land Berhad, um að félagið eignist meirihluta í Icelandair Hotels ásamt þeim fasteignum sem tilheyra rekstri hótela keðjunnar. Viðskiptin munu ganga í gegn í lok árs. Stofnandi og stjórnarformaður félagsins er Tan Sri Dato Vincent Tan, oftast þekktur sem Vincent Tan, en hann er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff City. Þá hefur hann fjárfest víða í ferðaþjónustu, fasteignum og fjarskipta- og netfyrirtækjum svo dæmi séu nefnd. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að nú sé stefna Icelandair að leggja áherslu á alþjóðlegan flugrekstur. „Mjög gott skref í þeirri stefnubreytingu og styrkir okkar efnahagsreikning og einfaldar. Mjög ánægjulegt að erlendur fjárfestir hafi svo miklar trú á okkar starfsemi.“ Þá hafi margir haft áhuga á að fjárfesta í félaginu.Vincent Tan á leik Cardiff í maí í fyrra.Getty/Nathan MunkleyHeildarvirði Icelandair Hotels og tengdra fasteigna er metið á um 17,1 milljarð íslenskra króna. Um er að ræða fjögur hótel og er heildarfjöldi herbergjaframboðs 1.811. Að auki ætlar félagið, í samstarfi við Hilton Hotels, opna nýtt 145 herbergja glæsihótel á Landsímareit árið 2020. Samkvæmt kaupsamningnum muni Berjaya eignast 75% hlut í félaginu, háð því skilyrði að Icelandair Group haldi eftir 25% hlut í a.m.k. þrjú ár, en samhliða kaupsamningnum hafa Icelandair Group og Berjaya skrifað undir kaup- og söluréttarsamninga vegna eftirstandandi 25% hlutarins. „Við sögðum það strax í upphafi þegar við hófum söluferlið, ekki þegar við hófum viðræður við þennan aðila heldur þegar við hófum ferlið almennt, að þá sögðum við að það kæmi vel til greina að eiga 20-30% hlut í félaginu áfram, með rétta samstarfsaðilanum, og það var í rauninni niðurstaðan í þessum viðskipum.“ Bogi Nils segir að að Vincent Tan sjái mikið tækifæri í Íslandi sem ferðamannalandi og að hann vilji taka þátt í uppbyggingu hér. „Kaupin endurspegla afstöðu hans og hans fyrirtækis og fólks til Íslands og Íslands sem ferðamannalands. Hann hefur mikinn áhuga á Íslandi og telur að möguleikar Íslands í þessum geira séu miklir til framtíðar. […] Hann telur tækifæri í því að auka fjölda ferðamanna frá Asíu til Íslands.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði Erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung í maí en hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í mánuðinum. Icelandair flutti rúmlega 30 prósent fleiri farþega í maí. Hjá öðrum stórum hótelkeðjum var samdráttur eða nýting á pari við árið áður. Verð hjá Icelandair Hotels lækkaði um sex prósent í maí. 13. júní 2019 06:15 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. 8. maí 2019 07:59 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. Stjórn Icelandair Group hefur skrifað undir kaupsamning við félagið Berjaya Property Ireland Limited, dótturfélag malasísku fyrirtækjasamstæðunnar Berjaya Land Berhad, um að félagið eignist meirihluta í Icelandair Hotels ásamt þeim fasteignum sem tilheyra rekstri hótela keðjunnar. Viðskiptin munu ganga í gegn í lok árs. Stofnandi og stjórnarformaður félagsins er Tan Sri Dato Vincent Tan, oftast þekktur sem Vincent Tan, en hann er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff City. Þá hefur hann fjárfest víða í ferðaþjónustu, fasteignum og fjarskipta- og netfyrirtækjum svo dæmi séu nefnd. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að nú sé stefna Icelandair að leggja áherslu á alþjóðlegan flugrekstur. „Mjög gott skref í þeirri stefnubreytingu og styrkir okkar efnahagsreikning og einfaldar. Mjög ánægjulegt að erlendur fjárfestir hafi svo miklar trú á okkar starfsemi.“ Þá hafi margir haft áhuga á að fjárfesta í félaginu.Vincent Tan á leik Cardiff í maí í fyrra.Getty/Nathan MunkleyHeildarvirði Icelandair Hotels og tengdra fasteigna er metið á um 17,1 milljarð íslenskra króna. Um er að ræða fjögur hótel og er heildarfjöldi herbergjaframboðs 1.811. Að auki ætlar félagið, í samstarfi við Hilton Hotels, opna nýtt 145 herbergja glæsihótel á Landsímareit árið 2020. Samkvæmt kaupsamningnum muni Berjaya eignast 75% hlut í félaginu, háð því skilyrði að Icelandair Group haldi eftir 25% hlut í a.m.k. þrjú ár, en samhliða kaupsamningnum hafa Icelandair Group og Berjaya skrifað undir kaup- og söluréttarsamninga vegna eftirstandandi 25% hlutarins. „Við sögðum það strax í upphafi þegar við hófum söluferlið, ekki þegar við hófum viðræður við þennan aðila heldur þegar við hófum ferlið almennt, að þá sögðum við að það kæmi vel til greina að eiga 20-30% hlut í félaginu áfram, með rétta samstarfsaðilanum, og það var í rauninni niðurstaðan í þessum viðskipum.“ Bogi Nils segir að að Vincent Tan sjái mikið tækifæri í Íslandi sem ferðamannalandi og að hann vilji taka þátt í uppbyggingu hér. „Kaupin endurspegla afstöðu hans og hans fyrirtækis og fólks til Íslands og Íslands sem ferðamannalands. Hann hefur mikinn áhuga á Íslandi og telur að möguleikar Íslands í þessum geira séu miklir til framtíðar. […] Hann telur tækifæri í því að auka fjölda ferðamanna frá Asíu til Íslands.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði Erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung í maí en hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í mánuðinum. Icelandair flutti rúmlega 30 prósent fleiri farþega í maí. Hjá öðrum stórum hótelkeðjum var samdráttur eða nýting á pari við árið áður. Verð hjá Icelandair Hotels lækkaði um sex prósent í maí. 13. júní 2019 06:15 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. 8. maí 2019 07:59 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði Erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung í maí en hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í mánuðinum. Icelandair flutti rúmlega 30 prósent fleiri farþega í maí. Hjá öðrum stórum hótelkeðjum var samdráttur eða nýting á pari við árið áður. Verð hjá Icelandair Hotels lækkaði um sex prósent í maí. 13. júní 2019 06:15
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Samningar dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation um kaup á 80% hlut í Icelandair Hotels eru á lokametrunum. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. 8. maí 2019 07:59