Segir tölvupósta um verðhækkanir sýna fram á klofning innan SA Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2019 13:30 Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Vísir/vilhelm Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. Fyrirtækið sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna, sendi tölvupóst þess efnist að verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir hækki vörur hjá þeim um 3,9 prósent. Í póstinum segir einnig að allar innfluttar vörur muni hækka um 1,9 prósent. Fréttablaðið greindi frá tölvupóstinum. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir þetta ósmekklegt. „Manni finnst það svolítið skrítið að fulltrúar hjá Samtökum atvinnulífsins séu að hvetja menn til að fella samninga. Ég hef aldrei orðið var við það áður að það væri raunverulega óeining innan Samtaka atvinnulífsins. Mér finnst þetta lýsa því að það sé óánægja með samningana,“ segir Björn. Kosningar um kjarasamningana standa nú yfir hjá 19 félögum starfsgreinasambandsins, en kosningum VR lauk síðastliðinn mánudag. Niðurstöður hjá öllum félögum verða kynntar 24. apríl næstkomandi. Björn segir ekki algengt að fyrirtæki reyni að hafa áhrif á kosningar með þessum hætti. „Reyndar hef ég nú séð meira því Kristjáns bakarí á Akureyri tilkynnti okkur það að þeir ætluðu að hækka allt um 6,2 prósent. Mér finnst þessar hækkanir sem eru í mótsögn við að ríki og sveitarfélög ætli að draga úr sínum hækkunum og þá kemur atvinnulífið og ætlar að fara að hækka allt. Ég tel að þau geti vel tekið á sig það sem samið var um,“ segir hann. Nú er kosningum ekki lokið hjá ykkur, heldur þú að þetta hafi áhrif á kosningarnar? „Auðvitað hefur það áhrif þegar menn koma svona fram, eins og ég segi svo ósmekklega sem þeir orða það og segja ef að kjarasamningar verði samþykktir þá ætla þeir að hækka. Ég meina ef að samningar verði felldir, þá þýðir það að fólk vill meira, ekki minna,“ segir hann. Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. Fyrirtækið sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna, sendi tölvupóst þess efnist að verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir hækki vörur hjá þeim um 3,9 prósent. Í póstinum segir einnig að allar innfluttar vörur muni hækka um 1,9 prósent. Fréttablaðið greindi frá tölvupóstinum. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir þetta ósmekklegt. „Manni finnst það svolítið skrítið að fulltrúar hjá Samtökum atvinnulífsins séu að hvetja menn til að fella samninga. Ég hef aldrei orðið var við það áður að það væri raunverulega óeining innan Samtaka atvinnulífsins. Mér finnst þetta lýsa því að það sé óánægja með samningana,“ segir Björn. Kosningar um kjarasamningana standa nú yfir hjá 19 félögum starfsgreinasambandsins, en kosningum VR lauk síðastliðinn mánudag. Niðurstöður hjá öllum félögum verða kynntar 24. apríl næstkomandi. Björn segir ekki algengt að fyrirtæki reyni að hafa áhrif á kosningar með þessum hætti. „Reyndar hef ég nú séð meira því Kristjáns bakarí á Akureyri tilkynnti okkur það að þeir ætluðu að hækka allt um 6,2 prósent. Mér finnst þessar hækkanir sem eru í mótsögn við að ríki og sveitarfélög ætli að draga úr sínum hækkunum og þá kemur atvinnulífið og ætlar að fara að hækka allt. Ég tel að þau geti vel tekið á sig það sem samið var um,“ segir hann. Nú er kosningum ekki lokið hjá ykkur, heldur þú að þetta hafi áhrif á kosningarnar? „Auðvitað hefur það áhrif þegar menn koma svona fram, eins og ég segi svo ósmekklega sem þeir orða það og segja ef að kjarasamningar verði samþykktir þá ætla þeir að hækka. Ég meina ef að samningar verði felldir, þá þýðir það að fólk vill meira, ekki minna,“ segir hann.
Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent