Inga Sæland nánast á brókinni í gegnum hliðið í Leifsstöð Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2019 16:47 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, greindi frá persónulegri reynslu sinni, vandræðum í Leifsstöð í umræðum um Schengen-samninginn. Vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gefur ekki mikið fyrir það að Schengen-samstarfið auðveldi ferðalög fólks; hún þurfi að nánast að fara í gegnum hliðið í Leifsstöð á brókinni einni og þá greindi hún frá því að hún hafi tapað þar forláta hring. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi nú fyrr í dag. Þar var skýrsla ráðherra um Schengen-samninginn rædd. Inga steig í ræðustól og vildi tala um þetta út frá persónulegri reynslu fremur en tölum og hinu stóra samhengi hlutanna. Hún segir að Schengen-samningurinn hafi ekkert auðveldað flæði eins og til stóð með því að ekki þyrfti að hafa uppi vegabréf við öll tækifæri.Tapaði forláta hring á Leifsstöð „Við eigum öll að vera klár með passann. Ef við skyldum vera spurð. Ef við skyldum nú einhvern veginn vekja þannig athygli á flugvellinum að eftirlitsaðilar þar skyldu óska eftir því að við gerðum deili á okkur. En svo einkennilegt sem það nú er, þá hef ég verið að ferðast talsvert innan þessa Schengen-svæðis. Og það liggur við að maður sé beinlínis á brókinni þegar maður er að ganga í gegnum hliðið,“ sagði Inga. Og Inga hélt áfram að lýsa reynslu sinni af því að fara um flugstöðina, eflaust nokkuð sem margur getur tengt við sem þar hefur átt leið um. „Maður tekur af sér hringinn, maður fer úr skónum, þarf að taka af sér gleraugun liggur við, eyrnalokkarnir og allt saman og svo ég bæti því við að meira að segja skildi ég hringinn minn glæsilega eftir í dallinum í Keflavík. Ég einfaldlega gleymdi honum. Ég bjóst ekki við því að vera klædd úr hringunum líka. Þannig að hvað er svona merkilegt við það þó að bætt sé við vegabréfinu líka? Hver er það sem býður heim til sín án þess að vita hver það er sem kemur inn um dyrnar?“Þarf að sýna skilríki fljúgi hún innanlands Inga sagðist sannarlega vilja bjóða öllum í heimsókn, hingað komi hátt í þrjár milljónir ferðamanna á ári og þeir séu hjartanlega velkomnir. Að hjálpa okkur að byggja upp frábært hagkerfi. „Ekki megum við týna þessari öflugustu tekjulind. En, hamingjan sanna. Mér finnst þetta vera orðinn hálfgerður tvískinnungur. Ég þarf meira að segja að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Þó ég tali íslensku lýtalaust og harða norðlensku. Þá trúir því enginn að ég sé Íslendingur. Þá þarf ég að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Við verðum aðeins að fara að lempa þetta til.Ef það á að fara að strippa okkur svona eins og gert er alltaf þegar við þurfum að fljúga innan Schengen-svæðisins, þá finnst mér nú bara allt í lagi að sýna vegabréf. Ég get ekki séð neitt því til fyrirstöðu,“ sem telur einsýnt að Schengen-samningurinn er ekki að þjóna hlutverki sínu, ekki í því er snýr að því að auðvelda ferðalögin. Alþingi Flokkur fólksins Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gefur ekki mikið fyrir það að Schengen-samstarfið auðveldi ferðalög fólks; hún þurfi að nánast að fara í gegnum hliðið í Leifsstöð á brókinni einni og þá greindi hún frá því að hún hafi tapað þar forláta hring. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi nú fyrr í dag. Þar var skýrsla ráðherra um Schengen-samninginn rædd. Inga steig í ræðustól og vildi tala um þetta út frá persónulegri reynslu fremur en tölum og hinu stóra samhengi hlutanna. Hún segir að Schengen-samningurinn hafi ekkert auðveldað flæði eins og til stóð með því að ekki þyrfti að hafa uppi vegabréf við öll tækifæri.Tapaði forláta hring á Leifsstöð „Við eigum öll að vera klár með passann. Ef við skyldum vera spurð. Ef við skyldum nú einhvern veginn vekja þannig athygli á flugvellinum að eftirlitsaðilar þar skyldu óska eftir því að við gerðum deili á okkur. En svo einkennilegt sem það nú er, þá hef ég verið að ferðast talsvert innan þessa Schengen-svæðis. Og það liggur við að maður sé beinlínis á brókinni þegar maður er að ganga í gegnum hliðið,“ sagði Inga. Og Inga hélt áfram að lýsa reynslu sinni af því að fara um flugstöðina, eflaust nokkuð sem margur getur tengt við sem þar hefur átt leið um. „Maður tekur af sér hringinn, maður fer úr skónum, þarf að taka af sér gleraugun liggur við, eyrnalokkarnir og allt saman og svo ég bæti því við að meira að segja skildi ég hringinn minn glæsilega eftir í dallinum í Keflavík. Ég einfaldlega gleymdi honum. Ég bjóst ekki við því að vera klædd úr hringunum líka. Þannig að hvað er svona merkilegt við það þó að bætt sé við vegabréfinu líka? Hver er það sem býður heim til sín án þess að vita hver það er sem kemur inn um dyrnar?“Þarf að sýna skilríki fljúgi hún innanlands Inga sagðist sannarlega vilja bjóða öllum í heimsókn, hingað komi hátt í þrjár milljónir ferðamanna á ári og þeir séu hjartanlega velkomnir. Að hjálpa okkur að byggja upp frábært hagkerfi. „Ekki megum við týna þessari öflugustu tekjulind. En, hamingjan sanna. Mér finnst þetta vera orðinn hálfgerður tvískinnungur. Ég þarf meira að segja að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Þó ég tali íslensku lýtalaust og harða norðlensku. Þá trúir því enginn að ég sé Íslendingur. Þá þarf ég að sýna skilríki þegar ég flýg til Akureyrar. Við verðum aðeins að fara að lempa þetta til.Ef það á að fara að strippa okkur svona eins og gert er alltaf þegar við þurfum að fljúga innan Schengen-svæðisins, þá finnst mér nú bara allt í lagi að sýna vegabréf. Ég get ekki séð neitt því til fyrirstöðu,“ sem telur einsýnt að Schengen-samningurinn er ekki að þjóna hlutverki sínu, ekki í því er snýr að því að auðvelda ferðalögin.
Alþingi Flokkur fólksins Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Sjá meira