Gylfi fellur niður listann en er samt einn af þeim bestu í deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2019 13:00 Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að spila vel í vetur. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, fellur niður í 28. sæti leikmannastyrkleikalista Sky Sports þrátt fyrir fína frammistöðu á móti Liverpool á sunnudaginn. Styrkleikalisti (e. Power Ranking) Sky Sports byggir á 34 tölfræðiþáttum en nýjasti listinn er alltaf byggður á frammistöðu leikmanna í síðustu fimm umferðum þar sem nýjasta umferðin telur mest og svo koll af kolli. Gylfi Þór er með 4,882 stig á nýjasta listanum og er með jafnmörg stig og Ashley Young, bakvörður Manchester United, en leikmenn á borð við James Maddison hjá Leicester, Luke Shaw hjá Manchester United og Ilkay Gündogan hjá Manchester City eru allir á eftir Gylfa.Virgil van Dijk er bestur í deildinni.vísir/gettyVirgil van Dijk er á toppnum yfir síðustu fimm umferðir og þykir því besti leikmaður deildarinnar í dag en hann er með 9,590 stig, aðeins meira en Romelu Lukaku hjá Manchester United sem er með 9,480 stig. Troy Deeney, framherji Watford, er svo langt á eftir þeim í þriðja sæti með 7,289 stig. Þrátt fyrir að vera á niðurleið á heildarlistanum yfir síðustu fimm umferðir er Hafnfirðingurinn efstur allra leikmanna Everton og þegar litið er á heildarstigasöfnun leikmanna deildarinnar í vetur er Gylfi í 13. sæti með 43,821 stig. Gylfi Þór má því kalla 13. besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar í vetur en hann skýtur þar leikmönnum eins og Heung-Min Son hjá Tottenham (16. sæti), David Silva hjá Manchester City (17. sæti) og Christian Eriksen hjá Tottenham (19. sæti) ref fyrir rass. Næsti Everton-maður á heildarlistanum er bakvörðurinn Lucas Digne en hann er í 23. sæti með 43,254 stig eða ríflega fjögur þúsund stigum minna en Gylfi Þór Sigurðsson. Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust í baráttunni um Bítlaborgina Everton fékk Liverpool í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. mars 2019 18:00 Gylfi fékk hæstu einkunn allra Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í annars daufum slag um Bítlaborgina. 4. mars 2019 08:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Fótbolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, fellur niður í 28. sæti leikmannastyrkleikalista Sky Sports þrátt fyrir fína frammistöðu á móti Liverpool á sunnudaginn. Styrkleikalisti (e. Power Ranking) Sky Sports byggir á 34 tölfræðiþáttum en nýjasti listinn er alltaf byggður á frammistöðu leikmanna í síðustu fimm umferðum þar sem nýjasta umferðin telur mest og svo koll af kolli. Gylfi Þór er með 4,882 stig á nýjasta listanum og er með jafnmörg stig og Ashley Young, bakvörður Manchester United, en leikmenn á borð við James Maddison hjá Leicester, Luke Shaw hjá Manchester United og Ilkay Gündogan hjá Manchester City eru allir á eftir Gylfa.Virgil van Dijk er bestur í deildinni.vísir/gettyVirgil van Dijk er á toppnum yfir síðustu fimm umferðir og þykir því besti leikmaður deildarinnar í dag en hann er með 9,590 stig, aðeins meira en Romelu Lukaku hjá Manchester United sem er með 9,480 stig. Troy Deeney, framherji Watford, er svo langt á eftir þeim í þriðja sæti með 7,289 stig. Þrátt fyrir að vera á niðurleið á heildarlistanum yfir síðustu fimm umferðir er Hafnfirðingurinn efstur allra leikmanna Everton og þegar litið er á heildarstigasöfnun leikmanna deildarinnar í vetur er Gylfi í 13. sæti með 43,821 stig. Gylfi Þór má því kalla 13. besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar í vetur en hann skýtur þar leikmönnum eins og Heung-Min Son hjá Tottenham (16. sæti), David Silva hjá Manchester City (17. sæti) og Christian Eriksen hjá Tottenham (19. sæti) ref fyrir rass. Næsti Everton-maður á heildarlistanum er bakvörðurinn Lucas Digne en hann er í 23. sæti með 43,254 stig eða ríflega fjögur þúsund stigum minna en Gylfi Þór Sigurðsson.
Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust í baráttunni um Bítlaborgina Everton fékk Liverpool í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. mars 2019 18:00 Gylfi fékk hæstu einkunn allra Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í annars daufum slag um Bítlaborgina. 4. mars 2019 08:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Fótbolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Markalaust í baráttunni um Bítlaborgina Everton fékk Liverpool í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 3. mars 2019 18:00
Gylfi fékk hæstu einkunn allra Gylfi Þór Sigurðsson stóð upp úr í annars daufum slag um Bítlaborgina. 4. mars 2019 08:30