Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. mars 2019 06:30 Rúmur þriðjungur landsmanna, eða 34,4 prósent er mjög andvígur því að slakað verði á reglum um innflutt matvæli. Vísir/GVA Meirihluti landsmanna er andvígur því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir vann fyrir Fréttablaðið. Flestir sem svöruðu sögðust mjög andvígir slíkri tilslökun eða 34,4 prósent en frekar andvígir eru 14,8. Alls segjast því 52 prósent andvíg tilslökun slíkra reglna en rúm 32 prósent ýmist mjög eða frekar fylgjandi henni. „Ef þessi andstaða byggir á því að fólk kjósi frekar íslenskt kjöt en innflutt þá deili ég þeim skilningi og skil mætavel þá afstöðu. En ef hún byggir hins vegar á spurningum um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna þá tel ég að það þurfi að koma betur á framfæri niðurstöðum sérfræðinga um þau atriði,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarendur voru 1.441 eða 46 prósent. Svörin voru vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Samkvæmt niðurstöðum hennar er andstaðan mun meiri á landsbyggðinni en á suðvesturhorni landsins og andstaða kvenna er meiri en andstaða karla. Stuðningur við innflutning eykst með menntunarstigi fólks og auknum tekjum. Stuðningur við tilslökun reglna er mestur meðal þeirra sem styðja Viðreisn en minnstur meðal Framsóknarmanna. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við, segja rangar upplýsingar og jafnvel hræðsluáróður hafa stjórnað umræðunni um innflutning á matvælum og niðurstöðurnar endurspegli þá umræðu.Nánar um könnunina hér. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Meirihluti landsmanna er andvígur því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir vann fyrir Fréttablaðið. Flestir sem svöruðu sögðust mjög andvígir slíkri tilslökun eða 34,4 prósent en frekar andvígir eru 14,8. Alls segjast því 52 prósent andvíg tilslökun slíkra reglna en rúm 32 prósent ýmist mjög eða frekar fylgjandi henni. „Ef þessi andstaða byggir á því að fólk kjósi frekar íslenskt kjöt en innflutt þá deili ég þeim skilningi og skil mætavel þá afstöðu. En ef hún byggir hins vegar á spurningum um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna þá tel ég að það þurfi að koma betur á framfæri niðurstöðum sérfræðinga um þau atriði,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarendur voru 1.441 eða 46 prósent. Svörin voru vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Samkvæmt niðurstöðum hennar er andstaðan mun meiri á landsbyggðinni en á suðvesturhorni landsins og andstaða kvenna er meiri en andstaða karla. Stuðningur við innflutning eykst með menntunarstigi fólks og auknum tekjum. Stuðningur við tilslökun reglna er mestur meðal þeirra sem styðja Viðreisn en minnstur meðal Framsóknarmanna. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við, segja rangar upplýsingar og jafnvel hræðsluáróður hafa stjórnað umræðunni um innflutning á matvælum og niðurstöðurnar endurspegli þá umræðu.Nánar um könnunina hér.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00