Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. mars 2019 06:30 Rúmur þriðjungur landsmanna, eða 34,4 prósent er mjög andvígur því að slakað verði á reglum um innflutt matvæli. Vísir/GVA Meirihluti landsmanna er andvígur því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir vann fyrir Fréttablaðið. Flestir sem svöruðu sögðust mjög andvígir slíkri tilslökun eða 34,4 prósent en frekar andvígir eru 14,8. Alls segjast því 52 prósent andvíg tilslökun slíkra reglna en rúm 32 prósent ýmist mjög eða frekar fylgjandi henni. „Ef þessi andstaða byggir á því að fólk kjósi frekar íslenskt kjöt en innflutt þá deili ég þeim skilningi og skil mætavel þá afstöðu. En ef hún byggir hins vegar á spurningum um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna þá tel ég að það þurfi að koma betur á framfæri niðurstöðum sérfræðinga um þau atriði,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarendur voru 1.441 eða 46 prósent. Svörin voru vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Samkvæmt niðurstöðum hennar er andstaðan mun meiri á landsbyggðinni en á suðvesturhorni landsins og andstaða kvenna er meiri en andstaða karla. Stuðningur við innflutning eykst með menntunarstigi fólks og auknum tekjum. Stuðningur við tilslökun reglna er mestur meðal þeirra sem styðja Viðreisn en minnstur meðal Framsóknarmanna. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við, segja rangar upplýsingar og jafnvel hræðsluáróður hafa stjórnað umræðunni um innflutning á matvælum og niðurstöðurnar endurspegli þá umræðu.Nánar um könnunina hér. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Meirihluti landsmanna er andvígur því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir vann fyrir Fréttablaðið. Flestir sem svöruðu sögðust mjög andvígir slíkri tilslökun eða 34,4 prósent en frekar andvígir eru 14,8. Alls segjast því 52 prósent andvíg tilslökun slíkra reglna en rúm 32 prósent ýmist mjög eða frekar fylgjandi henni. „Ef þessi andstaða byggir á því að fólk kjósi frekar íslenskt kjöt en innflutt þá deili ég þeim skilningi og skil mætavel þá afstöðu. En ef hún byggir hins vegar á spurningum um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna þá tel ég að það þurfi að koma betur á framfæri niðurstöðum sérfræðinga um þau atriði,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Könnunin var send á könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarendur voru 1.441 eða 46 prósent. Svörin voru vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Samkvæmt niðurstöðum hennar er andstaðan mun meiri á landsbyggðinni en á suðvesturhorni landsins og andstaða kvenna er meiri en andstaða karla. Stuðningur við innflutning eykst með menntunarstigi fólks og auknum tekjum. Stuðningur við tilslökun reglna er mestur meðal þeirra sem styðja Viðreisn en minnstur meðal Framsóknarmanna. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við, segja rangar upplýsingar og jafnvel hræðsluáróður hafa stjórnað umræðunni um innflutning á matvælum og niðurstöðurnar endurspegli þá umræðu.Nánar um könnunina hér.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Segja hræðsluáróðri beitt gegn neytendum Talsmenn Evrópusinnaðra flokka á Alþingi segja neikvæða afstöðu til innflutnings á ferskum matvælum sýna að réttar upplýsingar þurfi að komast betur á framfæri. Ráðherra segir þó skilning á stöðu stjórnvalda fara vaxandi. 5. mars 2019 06:00