Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2019 17:34 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. Fréttablaðið/GVA Þingmenn Viðreisnar eru allt annað en sáttir við að vera spyrtir saman við Miðflokkinn og margra vikna málþóf hans. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir undir liðnum störf þingsins að umræðurnar sem hún og aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafi staðið fyrir í gær um endurskoðun á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hefðu verið gagnlegar og málið sjálft mikilvægt. Það væri ekki smekklegt af hálfu stjórnarliða að tengja klukkustunda umræðu um fjármálastefnuna við margra vikna málþóf. „Og gerðu þar með lítið úr mikilvægi þessa máls og starfi þingsins almennt. Látum vera að stjórnarliðar hafi ekki treyst sér í þessa umræðu, að þeir hafi viljað að hún færi fyrst og fremst fram í þögn að afgreiðsla þessa vandræðalega máls yrði helst engin. Þeim varð auðvitað ekki að ósk sinni af því að við í stjórnarandstöðunni sinntum skyldum okkar en að viðbrögð stjórnarliða hafi verið að spyrða þá stjórnarandstöðuflokka sem hafa stutt haltrandi ríkisstjórn með ráðum og dáð í góðum málum við þetta yfirgengilega málþóf Miðflokksins, það, herra forseti, er ekki bara ósatt, ekki bara ómaklegt, sumir myndu segja ómerkilegt, það er verulega óklókt.“Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum.Vísir/vilhelmFlokksbróðir Hönnu Katrínar, Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, tekur í sama streng og segir framkomu stjórnarliða afskaplega leiðinlega. „Sem voru með ásakanir hér í mjög gagnlegri umræðu um nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar í gær um að minnihutinn í nokkurra klukkustunda umræðu um þetta væru að stunda málþóf en sáu sér þó ekki fært að taka átt í umræðunni þrátt fyrir að vera hér að tipla um á göngum vel fram eftir kvöldi sem var miður“. Þorsteinn heldur áfram og segir: „En það sem mér finnst hins vegar öllu áhugaverðara í þeirri stöðu sem er uppi núna þegar þingi hefði átt að ljúka á morgun er það að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur ekki fyrir. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á eigin fjármálaáætlun“ Þorsteinn segir að hvorki gengur né rekur að semja um þinglok. Ríkisstjórnin komi algjörlega tómhent til viðræðna. „Þingflokksformenn sitja umboðslausir á fundum og hafa ekkert fram að færa og formenn stjórnarflokkanna hafa heldur ekkert fram að færa til lausnar. Kann að vera að ríkisstjórnin sé einfaldlega bara ekki tilbúin til þingloka, hún er ekki tilbúin með þau mál sem hún þarf að klára hér degi áður en að þing hefði átt að fara heim og þiggur þess vegna með þökkum þær tafir sem hafa orðið á þingstörfunum hingað til af því hún var ekki búin að vinna heimavinnuna Alþingi Tengdar fréttir Ræddu breytta fjármálastefnu inn í nóttina Þingfundur stóð til klukkan 00:45 í nótt á Alþingi og fór mesta púðrið í að ræða breytingar á fjármálastefnunni til ársins 2022. 4. júní 2019 06:55 Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. 31. maí 2019 10:02 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar eru allt annað en sáttir við að vera spyrtir saman við Miðflokkinn og margra vikna málþóf hans. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir undir liðnum störf þingsins að umræðurnar sem hún og aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafi staðið fyrir í gær um endurskoðun á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hefðu verið gagnlegar og málið sjálft mikilvægt. Það væri ekki smekklegt af hálfu stjórnarliða að tengja klukkustunda umræðu um fjármálastefnuna við margra vikna málþóf. „Og gerðu þar með lítið úr mikilvægi þessa máls og starfi þingsins almennt. Látum vera að stjórnarliðar hafi ekki treyst sér í þessa umræðu, að þeir hafi viljað að hún færi fyrst og fremst fram í þögn að afgreiðsla þessa vandræðalega máls yrði helst engin. Þeim varð auðvitað ekki að ósk sinni af því að við í stjórnarandstöðunni sinntum skyldum okkar en að viðbrögð stjórnarliða hafi verið að spyrða þá stjórnarandstöðuflokka sem hafa stutt haltrandi ríkisstjórn með ráðum og dáð í góðum málum við þetta yfirgengilega málþóf Miðflokksins, það, herra forseti, er ekki bara ósatt, ekki bara ómaklegt, sumir myndu segja ómerkilegt, það er verulega óklókt.“Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum.Vísir/vilhelmFlokksbróðir Hönnu Katrínar, Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, tekur í sama streng og segir framkomu stjórnarliða afskaplega leiðinlega. „Sem voru með ásakanir hér í mjög gagnlegri umræðu um nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar í gær um að minnihutinn í nokkurra klukkustunda umræðu um þetta væru að stunda málþóf en sáu sér þó ekki fært að taka átt í umræðunni þrátt fyrir að vera hér að tipla um á göngum vel fram eftir kvöldi sem var miður“. Þorsteinn heldur áfram og segir: „En það sem mér finnst hins vegar öllu áhugaverðara í þeirri stöðu sem er uppi núna þegar þingi hefði átt að ljúka á morgun er það að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur ekki fyrir. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á eigin fjármálaáætlun“ Þorsteinn segir að hvorki gengur né rekur að semja um þinglok. Ríkisstjórnin komi algjörlega tómhent til viðræðna. „Þingflokksformenn sitja umboðslausir á fundum og hafa ekkert fram að færa og formenn stjórnarflokkanna hafa heldur ekkert fram að færa til lausnar. Kann að vera að ríkisstjórnin sé einfaldlega bara ekki tilbúin til þingloka, hún er ekki tilbúin með þau mál sem hún þarf að klára hér degi áður en að þing hefði átt að fara heim og þiggur þess vegna með þökkum þær tafir sem hafa orðið á þingstörfunum hingað til af því hún var ekki búin að vinna heimavinnuna
Alþingi Tengdar fréttir Ræddu breytta fjármálastefnu inn í nóttina Þingfundur stóð til klukkan 00:45 í nótt á Alþingi og fór mesta púðrið í að ræða breytingar á fjármálastefnunni til ársins 2022. 4. júní 2019 06:55 Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. 31. maí 2019 10:02 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Ræddu breytta fjármálastefnu inn í nóttina Þingfundur stóð til klukkan 00:45 í nótt á Alþingi og fór mesta púðrið í að ræða breytingar á fjármálastefnunni til ársins 2022. 4. júní 2019 06:55
Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. 31. maí 2019 10:02
Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15