Tillögur um úrræði Jón Sigurðsson skrifar 4. júní 2019 07:00 Meðal margra Íslendinga gætir um þessar mundir tortryggni, efa og andstöðu gegn þeirri fjölþjóðlegu samfélags- og viðskiptaþróun sem orðin er. Þessa sama gætir víðar, eins og fregnir sýna t.d. frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi, Ungverjalandi og Norðurlöndum. Sá sem þetta ritar fylgir opnunarstefnu, aukinni fjölþjóðasamvinnu og viðskiptum í anda samþættingar, sjálfbærni og samkeppnishæfni. Áfangi í þeirri viðleitni var þátttaka í samþykkt flokksþings Framsóknarmanna 2009 um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þá voru sett níu umfangsmikil aðalskilyrði til að tryggja réttindi, hagsmuni og sérstöðu Íslendinga. Nauðsynlegt er að setja málefnaleg skilyrði og tryggja þjóðarhag, sérstöðu og þjóðerni. En við eigum að virða tortryggni og efasemdir manna og mæta þeim. Mikilvægt er að sem mest samstaða sé í afstöðu til fjölþjóðasamskipta og utanríkismála. Slíkt er hagsmunamál þjóðarinnar allrar. Öðrum kosti aukast illdeilur og efi verður andúð, en sundrung getur vegið að sjálfstæði þjóðarinnar. Hér skulu nokkur úrræði nefnd: Að fyrirvarar við 3. orkupakka Evrópusambandsins fari, eftir samþykkt Alþingis, fyrir sameiginlegu EES-nefndina til staðfestingar, og taki 3. pakkinn fyrst gildi fyrir Ísland eftir að slík staðfesting liggur fyrir. Þetta er rökstutt með vægi orkulinda og orkunýtingar sem grunnforsendu byggðar í landinu. Orð sérfræðinga hníga að því að ekki sé varanlegt hald í öðrum staðfestingum. Að innflutningur á ófrystu kjöti, eggjum o.fl. verði því aðeins heimilaður að fullkomnar vottanir með jákvæðri niðurstöðu liggi fyrir um allan framleiðsluferilinn ásamt viðurkenningu framleiðenda og úrvinnslu, og sérstaklega verði heimilt að taka vörusendingar til skoðunar til að framfylgja þessu. Þetta er rökstutt með smithættu og sem forsenda fyrir heilsuvernd búfjárstofna og fjölbreytni í lífríki. Að lögfestar verði beinar hömlur við fjöldauppkaupum sama einkaaðila eða tengdra aðila, hvort sem eru Íslendingar eða útlendir, á jarðeignum, lóðum og fasteignum. Sams konar ákvæði verði síðan lögfest um vatnsréttindi, veiðiár, hitaréttindi og önnur hlunnindi. Þetta er rökstutt með tilvísun til fámennis í landinu, samheldni og byggðarfestu og mikilvægis auðlindanna. Að lögfest verði skylda atvinnurekenda til að veita útlendu starfsfólki við afgreiðslustörf námsaðstöðu til að það geti annast nauðsynleg tjáskipti á íslensku. Síðan verði gert átak til að styrkja aðstöðu og tækifæri innflytjenda og erlendra starfsmanna til að ná tökum á íslensku máli og ná rétti sínum hér á landi. Að stjórnvöld menningarmála komi því til leiðar að vandaður og skýr framburður íslenskrar tungu, hófsamleg málvöndun og virðing fyrir málhefðum íslenskunnar verði virk stefnumið í fjölmiðlum og þá einkum Ríkisútvarpinu, sjónvarpi og hljóðvarpi. Þessu verði framfylgt af hyggindum og festu. Að stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök taki reynsluna af öllum þessum fjölþjóðlegu samskiptum til víðtækrar umræðu, upplýsingaöflunar og miðlunar. Það er mikilvægt fyrir þjóðina að taka stöðu, kanna hagsmuni og rök og rýna fram á veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Meðal margra Íslendinga gætir um þessar mundir tortryggni, efa og andstöðu gegn þeirri fjölþjóðlegu samfélags- og viðskiptaþróun sem orðin er. Þessa sama gætir víðar, eins og fregnir sýna t.d. frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Póllandi, Ungverjalandi og Norðurlöndum. Sá sem þetta ritar fylgir opnunarstefnu, aukinni fjölþjóðasamvinnu og viðskiptum í anda samþættingar, sjálfbærni og samkeppnishæfni. Áfangi í þeirri viðleitni var þátttaka í samþykkt flokksþings Framsóknarmanna 2009 um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þá voru sett níu umfangsmikil aðalskilyrði til að tryggja réttindi, hagsmuni og sérstöðu Íslendinga. Nauðsynlegt er að setja málefnaleg skilyrði og tryggja þjóðarhag, sérstöðu og þjóðerni. En við eigum að virða tortryggni og efasemdir manna og mæta þeim. Mikilvægt er að sem mest samstaða sé í afstöðu til fjölþjóðasamskipta og utanríkismála. Slíkt er hagsmunamál þjóðarinnar allrar. Öðrum kosti aukast illdeilur og efi verður andúð, en sundrung getur vegið að sjálfstæði þjóðarinnar. Hér skulu nokkur úrræði nefnd: Að fyrirvarar við 3. orkupakka Evrópusambandsins fari, eftir samþykkt Alþingis, fyrir sameiginlegu EES-nefndina til staðfestingar, og taki 3. pakkinn fyrst gildi fyrir Ísland eftir að slík staðfesting liggur fyrir. Þetta er rökstutt með vægi orkulinda og orkunýtingar sem grunnforsendu byggðar í landinu. Orð sérfræðinga hníga að því að ekki sé varanlegt hald í öðrum staðfestingum. Að innflutningur á ófrystu kjöti, eggjum o.fl. verði því aðeins heimilaður að fullkomnar vottanir með jákvæðri niðurstöðu liggi fyrir um allan framleiðsluferilinn ásamt viðurkenningu framleiðenda og úrvinnslu, og sérstaklega verði heimilt að taka vörusendingar til skoðunar til að framfylgja þessu. Þetta er rökstutt með smithættu og sem forsenda fyrir heilsuvernd búfjárstofna og fjölbreytni í lífríki. Að lögfestar verði beinar hömlur við fjöldauppkaupum sama einkaaðila eða tengdra aðila, hvort sem eru Íslendingar eða útlendir, á jarðeignum, lóðum og fasteignum. Sams konar ákvæði verði síðan lögfest um vatnsréttindi, veiðiár, hitaréttindi og önnur hlunnindi. Þetta er rökstutt með tilvísun til fámennis í landinu, samheldni og byggðarfestu og mikilvægis auðlindanna. Að lögfest verði skylda atvinnurekenda til að veita útlendu starfsfólki við afgreiðslustörf námsaðstöðu til að það geti annast nauðsynleg tjáskipti á íslensku. Síðan verði gert átak til að styrkja aðstöðu og tækifæri innflytjenda og erlendra starfsmanna til að ná tökum á íslensku máli og ná rétti sínum hér á landi. Að stjórnvöld menningarmála komi því til leiðar að vandaður og skýr framburður íslenskrar tungu, hófsamleg málvöndun og virðing fyrir málhefðum íslenskunnar verði virk stefnumið í fjölmiðlum og þá einkum Ríkisútvarpinu, sjónvarpi og hljóðvarpi. Þessu verði framfylgt af hyggindum og festu. Að stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök taki reynsluna af öllum þessum fjölþjóðlegu samskiptum til víðtækrar umræðu, upplýsingaöflunar og miðlunar. Það er mikilvægt fyrir þjóðina að taka stöðu, kanna hagsmuni og rök og rýna fram á veginn.
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar