Neitaði að leyfa fréttakonu að eyða með sér deginum án karlkyns fylgdarmanns Andri Eysteinsson skrifar 11. júlí 2019 23:30 Robert Foster segir þetta eingöngu til marks um kristileg gildi sín. Twitter/RobertFoster4MS Robert Foster, bandarískur stjórnmálamaður og einn þeirra þriggja Repúblikana sem sækjast eftir embætti ríkisstjóra Mississippi, hefur legið undir gagnrýni ytra vegna þess að hafa neitað því að eyða degi með fréttakonu nema hún hefði karlmann meðferðis. BBC greinir frá.Foster er ríkisþingmaður Mississippi og sækist eftir því að taka við embætti af Phil Bryant sem lögum samkvæmt má ekki bjóða sig fram til ríkisstjóra í þriðja skiptið. Fréttakona Mississippi Today, Larrison Campbell, hafði farið fram á við Foster að hún fengi að vinna innslag um hann og eyða með honum 15 tímum. Foster hafnaði því tilboði nema að karlkyns starfsmaður yrði með í för. Spurður um ástæðu höfnunarinnar sagði Foster að hann hafi svarið þess heit við eiginkonu sína að hann skildi aldrei eyða stundu einn með öðrum kvenmanni. Foster sagðist hafa ákveðið að hafna þessu til þess að vekja ekki upp spurningar almennings um hjónaband hans. Þetta væru einfaldlega kristileg gildi sem hann héldi.Fetar í fótspor Mike Pence Foster sagðist feta í fótspor sjónvarpsprestsins Billy Graham og varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, sem báðir hafa sagst ekki munu eyða tíma einir með neinni konu annari en eiginkonu þeirra. Þá sagði Foster að í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar væri fylgst með körlum á öllum stundum. „Ég ætla ekki að koma mér í aðstöðu þar sem kona getur ásakað mig um nokkuð,“ sagði Foster einnig. Fréttamaðurinn Larrison Campbell segir ákvörðun Foster anga af kynjamismunun. Í viðtali á CNN sagði Campbell að Foster væri með ákvörðun sinni fyrst og fremst að hlutgera konur. Þá spurði hún Foster hvernig hann gæti orðið góður ríkisstjóri ef hann gæti ekki fundað einn með konu.Foster svaraði með því að segja að hægt væri að leysa það vandamál með því að hafa dyrnar opnar eða hafa fólk í næsta herbergi. 15 tíma bílferð með Campbell væri allt önnur ella. This is my truck, and in my truck we go by my rules. https://t.co/sqk6hPQl2y— Robert Foster (@RobertFoster4MS) July 11, 2019 Bandaríkin Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Sjá meira
Robert Foster, bandarískur stjórnmálamaður og einn þeirra þriggja Repúblikana sem sækjast eftir embætti ríkisstjóra Mississippi, hefur legið undir gagnrýni ytra vegna þess að hafa neitað því að eyða degi með fréttakonu nema hún hefði karlmann meðferðis. BBC greinir frá.Foster er ríkisþingmaður Mississippi og sækist eftir því að taka við embætti af Phil Bryant sem lögum samkvæmt má ekki bjóða sig fram til ríkisstjóra í þriðja skiptið. Fréttakona Mississippi Today, Larrison Campbell, hafði farið fram á við Foster að hún fengi að vinna innslag um hann og eyða með honum 15 tímum. Foster hafnaði því tilboði nema að karlkyns starfsmaður yrði með í för. Spurður um ástæðu höfnunarinnar sagði Foster að hann hafi svarið þess heit við eiginkonu sína að hann skildi aldrei eyða stundu einn með öðrum kvenmanni. Foster sagðist hafa ákveðið að hafna þessu til þess að vekja ekki upp spurningar almennings um hjónaband hans. Þetta væru einfaldlega kristileg gildi sem hann héldi.Fetar í fótspor Mike Pence Foster sagðist feta í fótspor sjónvarpsprestsins Billy Graham og varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, sem báðir hafa sagst ekki munu eyða tíma einir með neinni konu annari en eiginkonu þeirra. Þá sagði Foster að í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar væri fylgst með körlum á öllum stundum. „Ég ætla ekki að koma mér í aðstöðu þar sem kona getur ásakað mig um nokkuð,“ sagði Foster einnig. Fréttamaðurinn Larrison Campbell segir ákvörðun Foster anga af kynjamismunun. Í viðtali á CNN sagði Campbell að Foster væri með ákvörðun sinni fyrst og fremst að hlutgera konur. Þá spurði hún Foster hvernig hann gæti orðið góður ríkisstjóri ef hann gæti ekki fundað einn með konu.Foster svaraði með því að segja að hægt væri að leysa það vandamál með því að hafa dyrnar opnar eða hafa fólk í næsta herbergi. 15 tíma bílferð með Campbell væri allt önnur ella. This is my truck, and in my truck we go by my rules. https://t.co/sqk6hPQl2y— Robert Foster (@RobertFoster4MS) July 11, 2019
Bandaríkin Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Sjá meira