Neitaði að leyfa fréttakonu að eyða með sér deginum án karlkyns fylgdarmanns Andri Eysteinsson skrifar 11. júlí 2019 23:30 Robert Foster segir þetta eingöngu til marks um kristileg gildi sín. Twitter/RobertFoster4MS Robert Foster, bandarískur stjórnmálamaður og einn þeirra þriggja Repúblikana sem sækjast eftir embætti ríkisstjóra Mississippi, hefur legið undir gagnrýni ytra vegna þess að hafa neitað því að eyða degi með fréttakonu nema hún hefði karlmann meðferðis. BBC greinir frá.Foster er ríkisþingmaður Mississippi og sækist eftir því að taka við embætti af Phil Bryant sem lögum samkvæmt má ekki bjóða sig fram til ríkisstjóra í þriðja skiptið. Fréttakona Mississippi Today, Larrison Campbell, hafði farið fram á við Foster að hún fengi að vinna innslag um hann og eyða með honum 15 tímum. Foster hafnaði því tilboði nema að karlkyns starfsmaður yrði með í för. Spurður um ástæðu höfnunarinnar sagði Foster að hann hafi svarið þess heit við eiginkonu sína að hann skildi aldrei eyða stundu einn með öðrum kvenmanni. Foster sagðist hafa ákveðið að hafna þessu til þess að vekja ekki upp spurningar almennings um hjónaband hans. Þetta væru einfaldlega kristileg gildi sem hann héldi.Fetar í fótspor Mike Pence Foster sagðist feta í fótspor sjónvarpsprestsins Billy Graham og varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, sem báðir hafa sagst ekki munu eyða tíma einir með neinni konu annari en eiginkonu þeirra. Þá sagði Foster að í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar væri fylgst með körlum á öllum stundum. „Ég ætla ekki að koma mér í aðstöðu þar sem kona getur ásakað mig um nokkuð,“ sagði Foster einnig. Fréttamaðurinn Larrison Campbell segir ákvörðun Foster anga af kynjamismunun. Í viðtali á CNN sagði Campbell að Foster væri með ákvörðun sinni fyrst og fremst að hlutgera konur. Þá spurði hún Foster hvernig hann gæti orðið góður ríkisstjóri ef hann gæti ekki fundað einn með konu.Foster svaraði með því að segja að hægt væri að leysa það vandamál með því að hafa dyrnar opnar eða hafa fólk í næsta herbergi. 15 tíma bílferð með Campbell væri allt önnur ella. This is my truck, and in my truck we go by my rules. https://t.co/sqk6hPQl2y— Robert Foster (@RobertFoster4MS) July 11, 2019 Bandaríkin Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Robert Foster, bandarískur stjórnmálamaður og einn þeirra þriggja Repúblikana sem sækjast eftir embætti ríkisstjóra Mississippi, hefur legið undir gagnrýni ytra vegna þess að hafa neitað því að eyða degi með fréttakonu nema hún hefði karlmann meðferðis. BBC greinir frá.Foster er ríkisþingmaður Mississippi og sækist eftir því að taka við embætti af Phil Bryant sem lögum samkvæmt má ekki bjóða sig fram til ríkisstjóra í þriðja skiptið. Fréttakona Mississippi Today, Larrison Campbell, hafði farið fram á við Foster að hún fengi að vinna innslag um hann og eyða með honum 15 tímum. Foster hafnaði því tilboði nema að karlkyns starfsmaður yrði með í för. Spurður um ástæðu höfnunarinnar sagði Foster að hann hafi svarið þess heit við eiginkonu sína að hann skildi aldrei eyða stundu einn með öðrum kvenmanni. Foster sagðist hafa ákveðið að hafna þessu til þess að vekja ekki upp spurningar almennings um hjónaband hans. Þetta væru einfaldlega kristileg gildi sem hann héldi.Fetar í fótspor Mike Pence Foster sagðist feta í fótspor sjónvarpsprestsins Billy Graham og varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, sem báðir hafa sagst ekki munu eyða tíma einir með neinni konu annari en eiginkonu þeirra. Þá sagði Foster að í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar væri fylgst með körlum á öllum stundum. „Ég ætla ekki að koma mér í aðstöðu þar sem kona getur ásakað mig um nokkuð,“ sagði Foster einnig. Fréttamaðurinn Larrison Campbell segir ákvörðun Foster anga af kynjamismunun. Í viðtali á CNN sagði Campbell að Foster væri með ákvörðun sinni fyrst og fremst að hlutgera konur. Þá spurði hún Foster hvernig hann gæti orðið góður ríkisstjóri ef hann gæti ekki fundað einn með konu.Foster svaraði með því að segja að hægt væri að leysa það vandamál með því að hafa dyrnar opnar eða hafa fólk í næsta herbergi. 15 tíma bílferð með Campbell væri allt önnur ella. This is my truck, and in my truck we go by my rules. https://t.co/sqk6hPQl2y— Robert Foster (@RobertFoster4MS) July 11, 2019
Bandaríkin Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira