Misnotaði traust aldraðrar frænku og fékk 30 milljónir í plastpoka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2019 17:00 Yngri frænkan fór með milljónirnar þrjátíu og setti í bankahólf í Landsbankanum sem stendur við Ráðhústorgið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa notfært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar til að verða sér úti um tugi milljóna króna. Konan sagðist hafa talið að um gjöf væri að ræða en aldraða frænkan hélt því fram að hún hefði lánað peningana til skamms tíma vegna húsnæðisvanda konunnar. Konan var ákærð fyrir fjársvik en til vara fyrir misneytingu með því að hafa með blekkingum fengið frænkuna til að láta sig hafa 30 milljónir króna sem nota átti til húsnæðiskaupa. Fór afhending peningana þannig fram að aldraða frænkan fékk peningana í innsigluðum búntum í útibúi Arion banka á Akureyri í mars 2017 og gekk með þá úr bankanum í plastpoka. Þar beið yngri frænkan, tók við peningunum og setti þá í bankahólf í útibúi Landsbankans á Akureyri. Ekki fór svo að hún keypti sér íbúð fyrir peningana heldur byrjaði hún að nota þá í almenna neyslu með því að kaupa sér bíl og tölvu eins og segir í ákærunni.Lán eða ekki lánÍ niðurstöðu dómsins kemur fram að eldri fænkan hafi staðhæft að frá upphafi hafi hún litið á afhendingu peninganna sem lán til að aðstoða hana við íbúðarkaup. Hún hefði vænst endurgreiðslu þremur mánuðum síðar eða í júlí 2017. Hún átti von á að yngri frænkan fengi annað lán til að borga henni til baka. Hún hefði viljað veita frænku sinni lán án vaxta og kostnaðar eða formlegheita og treyst henni fyrir því. Yngri frænkan sagðist ekki hafa vænst þeirra viðbragða að fá boð um 30 milljónir króna til aðstoðar þegar hún upplýsti frænku sína um kaupverð íbúðar sem hún hafði hug á að kaupa. Hafi samskipti þeirra þróast á þann veg að hún hafi talið að aldraða frænkan ætlaði að gefa henni peningana sem einhvers konar gjöf eða arf. Ljóst væri að hún gæti ekki eða sent greitt peningana til baka. Síðar hafi yngri frænkunni verið ljóst, eftir að fleiri blönduðust inn í málið, að aldraða frænkan teldi um lán að ræða. Þó hafi verið með öllu óljóst um eiginlegan gjalddaga. Síðan hafi hún verið handtekin í byrjun ágúst 2017 og fjármunirnir haldlagðir og afhentir öldruðu frænkunni áður en hún hafði ráðrúm til að ganga frá endurgreiðslunni. Hún hafi svo staðið skil á því öllu.Alls ekki í góðri trú Dómurinn taldi ekki hægt að staðhæfa að skýrt hafi verið í upphafi á milli aðila hverjir skilmálarnir voru við afhendingu milljónanna þrjátíu. Þó hefði verið bæði afar órökrétt og ósiðlegt af yngri frænkunni að tryggja þá ekki að gengið væri frá gjörningnum með venjulegri hætti. Það gefi til kynna að hún hafi alls ekki verið í góðri trú. Enn fremur hafi legið ljóst fyrir í júlí 2017 að um lán hafi verið að ræða af hálfu öldruðu frænkunnar. Yngri frænkan hafi engu að síður dregið lappirnar við að ganga frá málinu á þann eina hátt sem raunhæft var að gera. Ekki sé hægt að staðhæfa að um fjársvik sé að ræða en brot yngri frænkunnar falli þó undir skilgreiningu á brotinu misneytingu. Yngri frænkan hafi notfært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar sem treysti henni. Ásetningur til að misnota aðstöðu sína hafi verið skýr. Ekki var fallist á það með yngri frænkunni að hún hafi ekki haft tækifæri til að verjast ákæru. Málið var flutt í janúar 2019 en þurfti að endurflytja í heild sinni 31. maí vegna forfalla dómara. Akureyri Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa notfært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar til að verða sér úti um tugi milljóna króna. Konan sagðist hafa talið að um gjöf væri að ræða en aldraða frænkan hélt því fram að hún hefði lánað peningana til skamms tíma vegna húsnæðisvanda konunnar. Konan var ákærð fyrir fjársvik en til vara fyrir misneytingu með því að hafa með blekkingum fengið frænkuna til að láta sig hafa 30 milljónir króna sem nota átti til húsnæðiskaupa. Fór afhending peningana þannig fram að aldraða frænkan fékk peningana í innsigluðum búntum í útibúi Arion banka á Akureyri í mars 2017 og gekk með þá úr bankanum í plastpoka. Þar beið yngri frænkan, tók við peningunum og setti þá í bankahólf í útibúi Landsbankans á Akureyri. Ekki fór svo að hún keypti sér íbúð fyrir peningana heldur byrjaði hún að nota þá í almenna neyslu með því að kaupa sér bíl og tölvu eins og segir í ákærunni.Lán eða ekki lánÍ niðurstöðu dómsins kemur fram að eldri fænkan hafi staðhæft að frá upphafi hafi hún litið á afhendingu peninganna sem lán til að aðstoða hana við íbúðarkaup. Hún hefði vænst endurgreiðslu þremur mánuðum síðar eða í júlí 2017. Hún átti von á að yngri frænkan fengi annað lán til að borga henni til baka. Hún hefði viljað veita frænku sinni lán án vaxta og kostnaðar eða formlegheita og treyst henni fyrir því. Yngri frænkan sagðist ekki hafa vænst þeirra viðbragða að fá boð um 30 milljónir króna til aðstoðar þegar hún upplýsti frænku sína um kaupverð íbúðar sem hún hafði hug á að kaupa. Hafi samskipti þeirra þróast á þann veg að hún hafi talið að aldraða frænkan ætlaði að gefa henni peningana sem einhvers konar gjöf eða arf. Ljóst væri að hún gæti ekki eða sent greitt peningana til baka. Síðar hafi yngri frænkunni verið ljóst, eftir að fleiri blönduðust inn í málið, að aldraða frænkan teldi um lán að ræða. Þó hafi verið með öllu óljóst um eiginlegan gjalddaga. Síðan hafi hún verið handtekin í byrjun ágúst 2017 og fjármunirnir haldlagðir og afhentir öldruðu frænkunni áður en hún hafði ráðrúm til að ganga frá endurgreiðslunni. Hún hafi svo staðið skil á því öllu.Alls ekki í góðri trú Dómurinn taldi ekki hægt að staðhæfa að skýrt hafi verið í upphafi á milli aðila hverjir skilmálarnir voru við afhendingu milljónanna þrjátíu. Þó hefði verið bæði afar órökrétt og ósiðlegt af yngri frænkunni að tryggja þá ekki að gengið væri frá gjörningnum með venjulegri hætti. Það gefi til kynna að hún hafi alls ekki verið í góðri trú. Enn fremur hafi legið ljóst fyrir í júlí 2017 að um lán hafi verið að ræða af hálfu öldruðu frænkunnar. Yngri frænkan hafi engu að síður dregið lappirnar við að ganga frá málinu á þann eina hátt sem raunhæft var að gera. Ekki sé hægt að staðhæfa að um fjársvik sé að ræða en brot yngri frænkunnar falli þó undir skilgreiningu á brotinu misneytingu. Yngri frænkan hafi notfært sér einfeldni og fákunnáttu aldraðrar frænku sinnar sem treysti henni. Ásetningur til að misnota aðstöðu sína hafi verið skýr. Ekki var fallist á það með yngri frænkunni að hún hafi ekki haft tækifæri til að verjast ákæru. Málið var flutt í janúar 2019 en þurfti að endurflytja í heild sinni 31. maí vegna forfalla dómara.
Akureyri Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira