Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Jakob Bjarnar skrifar 10. júlí 2019 15:50 Hundarnir tveir sem um ræðir. Tilkynning hreppsins um að þeir yrðu aflífaðir ef þeirra yrði ekki vitjað virðast hafa kallað fram nokkurn ofsa meðal hundavina. Grímsnes- og Grafningshr./Facebook Starfsfólki sveitafélags Grímsness- og Grafningshrepps hafa borist hótanir í kjölfar þess að gefin var út óvarlega orðuð tilkynning um lausagöngu hunda. Birt var mynd af tveimur hundum og þeir sagðir í vörslu sveitarfélagsins. Eigendum hundanna var vinsamlegast bent á að hafa samband við Kristján hundafangara en verði hundanna ekki vitjað fyrir 15. júlí verði þeir aflífaðir.Fjarlægðu færsluna vegna úlfúðar Svo virðist sem þetta hafi farið þversum í margan ákafan hundavininn því samkvæmt nýrri tilkynningu frá sveitarfélaginu hefur starfsfólki hreppsins borist hótanir. „Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og var gert og var því ekkert athugavert við það þar sem verið var að framfylgja áðurnefndri samþykkt,“ segir í tilkynningu sem sjá má á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar segir jafnframt:Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi, stendur í ströngu vegna lausagöngu hunda og eftirmála vegna tilkynningar um slíka.„Færslan vakti talsverða athygli og fékk mikla umfjöllun. Hún varð til þess að eigendur hafa fundist og samkvæmt okkar upplýsingum verður þeirra vitjað fyrir þann tíma sem gefinn var upp. Því miður varð að fjarlægja áðurnefnda færslu vegna hótana í garð starfsfólks sveitarfélagsins og annarra og munu þær hótanir verða tilkynntar til lögreglu.“ Deila má um orðalagið Þá segir að vissulega megi deila um orðalag í færslunni og í tilgreindum samþykktum um hundahald og verði hvoru tveggja skoðað í kjölfar þessa máls. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra með það fyrir augum að fá frekari upplýsingar um þessar hótanir en án árangurs.Uppfært: Í upphaflegri frétt var talað um líflátshótanir. Ekki hefur verið staðfest að um líflátshótanir hafi verið að ræða. Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Starfsfólki sveitafélags Grímsness- og Grafningshrepps hafa borist hótanir í kjölfar þess að gefin var út óvarlega orðuð tilkynning um lausagöngu hunda. Birt var mynd af tveimur hundum og þeir sagðir í vörslu sveitarfélagsins. Eigendum hundanna var vinsamlegast bent á að hafa samband við Kristján hundafangara en verði hundanna ekki vitjað fyrir 15. júlí verði þeir aflífaðir.Fjarlægðu færsluna vegna úlfúðar Svo virðist sem þetta hafi farið þversum í margan ákafan hundavininn því samkvæmt nýrri tilkynningu frá sveitarfélaginu hefur starfsfólki hreppsins borist hótanir. „Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og var gert og var því ekkert athugavert við það þar sem verið var að framfylgja áðurnefndri samþykkt,“ segir í tilkynningu sem sjá má á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar segir jafnframt:Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi, stendur í ströngu vegna lausagöngu hunda og eftirmála vegna tilkynningar um slíka.„Færslan vakti talsverða athygli og fékk mikla umfjöllun. Hún varð til þess að eigendur hafa fundist og samkvæmt okkar upplýsingum verður þeirra vitjað fyrir þann tíma sem gefinn var upp. Því miður varð að fjarlægja áðurnefnda færslu vegna hótana í garð starfsfólks sveitarfélagsins og annarra og munu þær hótanir verða tilkynntar til lögreglu.“ Deila má um orðalagið Þá segir að vissulega megi deila um orðalag í færslunni og í tilgreindum samþykktum um hundahald og verði hvoru tveggja skoðað í kjölfar þessa máls. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra með það fyrir augum að fá frekari upplýsingar um þessar hótanir en án árangurs.Uppfært: Í upphaflegri frétt var talað um líflátshótanir. Ekki hefur verið staðfest að um líflátshótanir hafi verið að ræða.
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21