Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Jakob Bjarnar skrifar 10. júlí 2019 15:50 Hundarnir tveir sem um ræðir. Tilkynning hreppsins um að þeir yrðu aflífaðir ef þeirra yrði ekki vitjað virðast hafa kallað fram nokkurn ofsa meðal hundavina. Grímsnes- og Grafningshr./Facebook Starfsfólki sveitafélags Grímsness- og Grafningshrepps hafa borist hótanir í kjölfar þess að gefin var út óvarlega orðuð tilkynning um lausagöngu hunda. Birt var mynd af tveimur hundum og þeir sagðir í vörslu sveitarfélagsins. Eigendum hundanna var vinsamlegast bent á að hafa samband við Kristján hundafangara en verði hundanna ekki vitjað fyrir 15. júlí verði þeir aflífaðir.Fjarlægðu færsluna vegna úlfúðar Svo virðist sem þetta hafi farið þversum í margan ákafan hundavininn því samkvæmt nýrri tilkynningu frá sveitarfélaginu hefur starfsfólki hreppsins borist hótanir. „Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og var gert og var því ekkert athugavert við það þar sem verið var að framfylgja áðurnefndri samþykkt,“ segir í tilkynningu sem sjá má á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar segir jafnframt:Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi, stendur í ströngu vegna lausagöngu hunda og eftirmála vegna tilkynningar um slíka.„Færslan vakti talsverða athygli og fékk mikla umfjöllun. Hún varð til þess að eigendur hafa fundist og samkvæmt okkar upplýsingum verður þeirra vitjað fyrir þann tíma sem gefinn var upp. Því miður varð að fjarlægja áðurnefnda færslu vegna hótana í garð starfsfólks sveitarfélagsins og annarra og munu þær hótanir verða tilkynntar til lögreglu.“ Deila má um orðalagið Þá segir að vissulega megi deila um orðalag í færslunni og í tilgreindum samþykktum um hundahald og verði hvoru tveggja skoðað í kjölfar þessa máls. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra með það fyrir augum að fá frekari upplýsingar um þessar hótanir en án árangurs.Uppfært: Í upphaflegri frétt var talað um líflátshótanir. Ekki hefur verið staðfest að um líflátshótanir hafi verið að ræða. Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Starfsfólki sveitafélags Grímsness- og Grafningshrepps hafa borist hótanir í kjölfar þess að gefin var út óvarlega orðuð tilkynning um lausagöngu hunda. Birt var mynd af tveimur hundum og þeir sagðir í vörslu sveitarfélagsins. Eigendum hundanna var vinsamlegast bent á að hafa samband við Kristján hundafangara en verði hundanna ekki vitjað fyrir 15. júlí verði þeir aflífaðir.Fjarlægðu færsluna vegna úlfúðar Svo virðist sem þetta hafi farið þversum í margan ákafan hundavininn því samkvæmt nýrri tilkynningu frá sveitarfélaginu hefur starfsfólki hreppsins borist hótanir. „Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og var gert og var því ekkert athugavert við það þar sem verið var að framfylgja áðurnefndri samþykkt,“ segir í tilkynningu sem sjá má á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar segir jafnframt:Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi, stendur í ströngu vegna lausagöngu hunda og eftirmála vegna tilkynningar um slíka.„Færslan vakti talsverða athygli og fékk mikla umfjöllun. Hún varð til þess að eigendur hafa fundist og samkvæmt okkar upplýsingum verður þeirra vitjað fyrir þann tíma sem gefinn var upp. Því miður varð að fjarlægja áðurnefnda færslu vegna hótana í garð starfsfólks sveitarfélagsins og annarra og munu þær hótanir verða tilkynntar til lögreglu.“ Deila má um orðalagið Þá segir að vissulega megi deila um orðalag í færslunni og í tilgreindum samþykktum um hundahald og verði hvoru tveggja skoðað í kjölfar þessa máls. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra með það fyrir augum að fá frekari upplýsingar um þessar hótanir en án árangurs.Uppfært: Í upphaflegri frétt var talað um líflátshótanir. Ekki hefur verið staðfest að um líflátshótanir hafi verið að ræða.
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21