Lektorinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur konum eftir að honum var sleppt úr haldi Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. desember 2019 18:30 Frá vettvangi við heimili Kristjáns Gunnars í Vesturbæ Reykjavíkur á Þorláksmessukvöld. Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag. Faðir konu, sem Kristján er einnig grunaður um að hafa brotið gegn og flutt var af heimili hans í annarlegu ástandi aðfaranótt aðfangadags, er mjög ósáttur við vinnubrögð lögreglu. Kristján Gunnar var fyrst handtekinn á heimili sínu að Aragötu í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt aðfangadags grunaður um kynferðisbrot og að hafa svipt 24 ára gamla konu frelsi sínu í að minnsta kosti tíu daga. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku en síðan handtekinn aftur á heimili sínu á jólanótt og úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald á jóladag. Kristján er lektor við lagadeild Háskóla Íslands og hefur gjarnan verið álitsgjafi í fjölmiðlum um skattaleg málefni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa þrjár konur hið minnsta kært Kristján fyrir að hafa brotið gegn sér. Lögregla staðfestir að mál nokkurra kvenna séu til rannsóknar. Kristján Gunnar Valdimarsson er starfandi lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands.Vísir/Þorbjörn Sagði að unga konan væri í góðum málum Gunnar Jónsson, faðir einnar af konunum sem Kristján er grunaður um að hafa brotið gegn, segir dóttur sína hafa verið á heimili Kristjáns í að minnsta kosti tíu daga áður en henni var bjargað þaðan aðfaranótt aðfangadags. Hann hafi haft miklar áhyggjur af dóttur sinni í nokkra daga og ekki vitað hvar hún væri. Vinkonu hennar hafi svo tekist að staðsetja hana í gegnum snjallforrit í símanum þann 22. desember. Lögregla hafi þá farið inn á heimilið en ekki fundið dóttur hans. Foreldrarnir hafi þá farið á staðinn fullvissir um að hún væri heima hjá Kristjáni, enda staðsett þar í gegnum símann. Hann hafi hringt aftur í lögregluna sem kom á staðinn á ný. „Ég sagðist vita að hún væri þarna. Og þegar við ég hittum þessa tvo lögregluþjóna þá sögðu þeir strax að við gætum aldrei farið þarna inn. Þeir sögðu strax að hann væri löglærður og það væri ekkert hægt að gera. Við yrðum að reyna tala við hann, þeir myndu gera það fyrst og reyna að fá dóttur okkur út í hurðina. Þeir sögðu að ef ég reyndi að fara inn myndi það geta haft afleiðingar,“ segir Gunnar. Lögreglan bankaði hjá Kristjáni sem sagði að unga konan væri í góðum málum og vildi hvorki tala við lögreglu né foreldra sína. Mynd sem tekin var á heimili Kristjáns á Þorláksmessukvöld. Á henni sést hnífur, sprauta og hvítt efni sem ætla má að séu fíkniefni. „Ég veit alveg að þetta var nóg til þess að lögreglan átti að fara þarna inn“ „Svo eftir það var þessu bara lokið, lögreglan sagði að það væri ekkert hægt að gera, hún væri þetta gömul og við kæmumst ekki inn. Lögreglan sá alveg fíkniefni þarna. Lögreglan vissi að það væru fíkniefni þarna. Maður var eiginlega bara dofinn en ég veit alveg að þetta var nóg til þess að lögreglan átti að fara þarna inn,“ segir Gunnar. Daginn eftir, á Þorláksmessukvöld, sendi Gunnar, sem var ráðalaus og áhyggjufullur, unga manneskju inn á heimili Kristjáns undir því yfirskini að hún væri á leið í partýið sem þar var í gangi. Manneskjan sendi svo skilaboð um að dóttirin væri í annarlegu ástandi og að á heimilinu væru eiturlyf og sprautur. Foreldrarnir kölluðu þá aftur á lögregluna. „Og létum vita að við værum með tvo aðila þarna inni á okkar vegum sem væru þarna í húsinu og það væri allt fljótandi í fíkniefnum og að dóttir okkar væri þarna og að hún væri í mjög slæmu ástandi, og fékk líka að það væri allt í blóði og sprautum. Ég hringdi tvisvar eftir að ég hringdi fyrst og það tók alveg svaka tíma að fá lögguna.“ Þegar lögreglan kom á staðinn vildu þeir ekki fara strax inn þar sem ekki væri rökstuddur grunur um brot. „Þá fer ég inn í samræðurnar og spyr að því ef þú ert með mynd innan úr samkvæminu þar sem sjást fíkniefni og sms frá einstaklingum sem eru þarna inni sem segja að það séu stelpur í hættu og það sé allt í blóði og sprautum. Ef það uppfyllir ekki skilyrði um rökstuddan grun þá veit ég ekki hvað því þú getur ekki fengið betri sannanir en það og full ástæða til að fara þarna inn áður en stelpurnar koma þarna út í líkpokum,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður dóttur Gunnars. Skildi ekki hvers vegna lögreglan fór ekki inn „Ég man bara að ég var að því komin að fara öskra á lögregluna því ég gat ekki skilið heyrandi músíkina utan frá og vitandi hvað var í gangi af hverju þeir fóru ekki inn. Ég bara skil það ekki,“ segir Gunnar. „Ég hefði aldrei trúað því í starfi mínu sem lögmaður að ég yrði vitni af svona atburðarás, aldrei. Þarna hefði átt í staðinn fyrir að bíða og hugsa, og ég þurft að rökstyðja af hverju lögregla átti að fara inn, þá hefði átt að fara strax inn,“ segir Saga. Stuttu seinna kom dóttir Gunnars sjálf út af heimili Kristjáns. „Við stökkvum og náum henni og þá hneig hún bara niður og við tökum hana til okkar og hún datt alltaf út og inn þannig að við hringdum bara strax á sjúkrabíl og það var farið með hana upp á bráðamóttöku. Hún segir ítrekað þannig að allir heyrðu, hann var að sprauta mig,“ segir Gunnar. Hann viti þó hvorki með hverju hún var sprautuð né hver er sá sem sprautaði hana. Frá aðgerðum lögreglu við heimili Kristjáns Gunnars á Þorláksmessukvöld. „Ég hefði bara auðvitað vilja fá stelpuna fyrra kvöldið. Það er ekkert grín að koma á svona stað og sjá þetta með svona augum hvernig þetta leit út. Hvað þetta var ógeðslegt og þurfa að standa fyrir utan og ná ekki í stelpuna sína, það er ekki auðvelt.“ Viss um að staða Kristjáns í þjóðfélaginu hafi haft áhrif á vinnubrögð lögreglu „Þetta er ekki eitthvað sem á að gerast. Þetta er með öllu óafsakanlegt og eitthvað sem á aldrei, aldrei, aldrei að endurtaka sig aftur.“ Gunnar og Saga eru viss um að staða Kristjáns í þjóðfélaginu hafi haft áhrif á vinnubrögð lögreglu. „Því miður þá kemur ekkert annað til greina. Það er aldrei þannig að lögregla sjái fíkniefni og fíkniefnaneyslu einhverstaðar og sjái myndir af neyslu skilaboð um blóð og sprautur og fari ekki inn. Það er ekki þannig,“ segir Saga. Fréttastofa hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna gagnrýni Gunnars og Sögu á störf hennar í málinu en stjórnendur þar vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málið á gríðarlega viðkvæmu stigi og hinn grunaði sé í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Ferlarnir í málinu verði þó skoðaðir. Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Faðir ósáttur við vinnubrögð lögreglu í máli lektors við HÍ Maðurinn sem handtekinn var á jóladag og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot og frelsissviptingu heitir Kristján Gunnar Valdimarsson. 27. desember 2019 12:30 Handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar og frelsissviptingu Karlmaður á sextugsaldri var á aðfangadag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til nauðgunar og frelsissviptingar á heimili sínu í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. desember 2019 22:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur ungum konum eftir að honum var sleppt úr haldi lögreglu á aðfangadag. Faðir konu, sem Kristján er einnig grunaður um að hafa brotið gegn og flutt var af heimili hans í annarlegu ástandi aðfaranótt aðfangadags, er mjög ósáttur við vinnubrögð lögreglu. Kristján Gunnar var fyrst handtekinn á heimili sínu að Aragötu í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt aðfangadags grunaður um kynferðisbrot og að hafa svipt 24 ára gamla konu frelsi sínu í að minnsta kosti tíu daga. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku en síðan handtekinn aftur á heimili sínu á jólanótt og úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald á jóladag. Kristján er lektor við lagadeild Háskóla Íslands og hefur gjarnan verið álitsgjafi í fjölmiðlum um skattaleg málefni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa þrjár konur hið minnsta kært Kristján fyrir að hafa brotið gegn sér. Lögregla staðfestir að mál nokkurra kvenna séu til rannsóknar. Kristján Gunnar Valdimarsson er starfandi lögmaður og lektor í skattarétti við lagadeild Háskóla Íslands.Vísir/Þorbjörn Sagði að unga konan væri í góðum málum Gunnar Jónsson, faðir einnar af konunum sem Kristján er grunaður um að hafa brotið gegn, segir dóttur sína hafa verið á heimili Kristjáns í að minnsta kosti tíu daga áður en henni var bjargað þaðan aðfaranótt aðfangadags. Hann hafi haft miklar áhyggjur af dóttur sinni í nokkra daga og ekki vitað hvar hún væri. Vinkonu hennar hafi svo tekist að staðsetja hana í gegnum snjallforrit í símanum þann 22. desember. Lögregla hafi þá farið inn á heimilið en ekki fundið dóttur hans. Foreldrarnir hafi þá farið á staðinn fullvissir um að hún væri heima hjá Kristjáni, enda staðsett þar í gegnum símann. Hann hafi hringt aftur í lögregluna sem kom á staðinn á ný. „Ég sagðist vita að hún væri þarna. Og þegar við ég hittum þessa tvo lögregluþjóna þá sögðu þeir strax að við gætum aldrei farið þarna inn. Þeir sögðu strax að hann væri löglærður og það væri ekkert hægt að gera. Við yrðum að reyna tala við hann, þeir myndu gera það fyrst og reyna að fá dóttur okkur út í hurðina. Þeir sögðu að ef ég reyndi að fara inn myndi það geta haft afleiðingar,“ segir Gunnar. Lögreglan bankaði hjá Kristjáni sem sagði að unga konan væri í góðum málum og vildi hvorki tala við lögreglu né foreldra sína. Mynd sem tekin var á heimili Kristjáns á Þorláksmessukvöld. Á henni sést hnífur, sprauta og hvítt efni sem ætla má að séu fíkniefni. „Ég veit alveg að þetta var nóg til þess að lögreglan átti að fara þarna inn“ „Svo eftir það var þessu bara lokið, lögreglan sagði að það væri ekkert hægt að gera, hún væri þetta gömul og við kæmumst ekki inn. Lögreglan sá alveg fíkniefni þarna. Lögreglan vissi að það væru fíkniefni þarna. Maður var eiginlega bara dofinn en ég veit alveg að þetta var nóg til þess að lögreglan átti að fara þarna inn,“ segir Gunnar. Daginn eftir, á Þorláksmessukvöld, sendi Gunnar, sem var ráðalaus og áhyggjufullur, unga manneskju inn á heimili Kristjáns undir því yfirskini að hún væri á leið í partýið sem þar var í gangi. Manneskjan sendi svo skilaboð um að dóttirin væri í annarlegu ástandi og að á heimilinu væru eiturlyf og sprautur. Foreldrarnir kölluðu þá aftur á lögregluna. „Og létum vita að við værum með tvo aðila þarna inni á okkar vegum sem væru þarna í húsinu og það væri allt fljótandi í fíkniefnum og að dóttir okkar væri þarna og að hún væri í mjög slæmu ástandi, og fékk líka að það væri allt í blóði og sprautum. Ég hringdi tvisvar eftir að ég hringdi fyrst og það tók alveg svaka tíma að fá lögguna.“ Þegar lögreglan kom á staðinn vildu þeir ekki fara strax inn þar sem ekki væri rökstuddur grunur um brot. „Þá fer ég inn í samræðurnar og spyr að því ef þú ert með mynd innan úr samkvæminu þar sem sjást fíkniefni og sms frá einstaklingum sem eru þarna inni sem segja að það séu stelpur í hættu og það sé allt í blóði og sprautum. Ef það uppfyllir ekki skilyrði um rökstuddan grun þá veit ég ekki hvað því þú getur ekki fengið betri sannanir en það og full ástæða til að fara þarna inn áður en stelpurnar koma þarna út í líkpokum,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, réttargæslumaður dóttur Gunnars. Skildi ekki hvers vegna lögreglan fór ekki inn „Ég man bara að ég var að því komin að fara öskra á lögregluna því ég gat ekki skilið heyrandi músíkina utan frá og vitandi hvað var í gangi af hverju þeir fóru ekki inn. Ég bara skil það ekki,“ segir Gunnar. „Ég hefði aldrei trúað því í starfi mínu sem lögmaður að ég yrði vitni af svona atburðarás, aldrei. Þarna hefði átt í staðinn fyrir að bíða og hugsa, og ég þurft að rökstyðja af hverju lögregla átti að fara inn, þá hefði átt að fara strax inn,“ segir Saga. Stuttu seinna kom dóttir Gunnars sjálf út af heimili Kristjáns. „Við stökkvum og náum henni og þá hneig hún bara niður og við tökum hana til okkar og hún datt alltaf út og inn þannig að við hringdum bara strax á sjúkrabíl og það var farið með hana upp á bráðamóttöku. Hún segir ítrekað þannig að allir heyrðu, hann var að sprauta mig,“ segir Gunnar. Hann viti þó hvorki með hverju hún var sprautuð né hver er sá sem sprautaði hana. Frá aðgerðum lögreglu við heimili Kristjáns Gunnars á Þorláksmessukvöld. „Ég hefði bara auðvitað vilja fá stelpuna fyrra kvöldið. Það er ekkert grín að koma á svona stað og sjá þetta með svona augum hvernig þetta leit út. Hvað þetta var ógeðslegt og þurfa að standa fyrir utan og ná ekki í stelpuna sína, það er ekki auðvelt.“ Viss um að staða Kristjáns í þjóðfélaginu hafi haft áhrif á vinnubrögð lögreglu „Þetta er ekki eitthvað sem á að gerast. Þetta er með öllu óafsakanlegt og eitthvað sem á aldrei, aldrei, aldrei að endurtaka sig aftur.“ Gunnar og Saga eru viss um að staða Kristjáns í þjóðfélaginu hafi haft áhrif á vinnubrögð lögreglu. „Því miður þá kemur ekkert annað til greina. Það er aldrei þannig að lögregla sjái fíkniefni og fíkniefnaneyslu einhverstaðar og sjái myndir af neyslu skilaboð um blóð og sprautur og fari ekki inn. Það er ekki þannig,“ segir Saga. Fréttastofa hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna gagnrýni Gunnars og Sögu á störf hennar í málinu en stjórnendur þar vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir málið á gríðarlega viðkvæmu stigi og hinn grunaði sé í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Ferlarnir í málinu verði þó skoðaðir.
Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Faðir ósáttur við vinnubrögð lögreglu í máli lektors við HÍ Maðurinn sem handtekinn var á jóladag og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot og frelsissviptingu heitir Kristján Gunnar Valdimarsson. 27. desember 2019 12:30 Handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar og frelsissviptingu Karlmaður á sextugsaldri var á aðfangadag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til nauðgunar og frelsissviptingar á heimili sínu í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. desember 2019 22:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Faðir ósáttur við vinnubrögð lögreglu í máli lektors við HÍ Maðurinn sem handtekinn var á jóladag og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot og frelsissviptingu heitir Kristján Gunnar Valdimarsson. 27. desember 2019 12:30
Handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar og frelsissviptingu Karlmaður á sextugsaldri var á aðfangadag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til nauðgunar og frelsissviptingar á heimili sínu í Vesturbæ Reykjavíkur. 26. desember 2019 22:00