Nýjar tillögur um þróun norræns samstarfs um mitt næsta ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. október 2019 16:50 Guðlaugur Þór Þórðarson ávarpaði Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi í dag. norden.org/Johannes Jansson Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, verður falið að skrifa skýrslu um hvernig þróa megi samstarf Norðurlandanna enn frekar. Gert er ráð fyrir að nýjar tillögur verði settar fram í skýrslunni sem muni liggja fyrir um mitt næsta ár. Samstaða náðist um þetta á fundi norrænna utanríkisráðherra í dag og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi frá í ræðu sem hann flutti á þingi Norðurlandaráðs í dag. „Það er mér mikil ánægja að náðst hafi samstaða um frekari eflingu norræns samstarfs á alþjóðavettvangi og ekki síður að Björn Bjarnason skyldi veljast til verksins. Fáir eru eins vel í stakk búnir til að móta framtíðarsýn í þessum málum,“ sagði Guðlaugur Þór. Efling samstarfsins hafi verið forgangsmál í formennsku Íslands í samstarfi norrænu utanríkisráðherranna. Fyrsti áfanginn í þeirri vinnu var stöðuskýrsla sem forstöðumenn norrænu alþjóðastofnananna unnu og afhentu í vor um framkvæmd tillagna úr skýrslu Thorvald Stoltenbergs frá 2009 að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Björn Bjarnason mun skrifa skýrslu um hvernig þróa megi samstarf Norðurlanda enn frekar.Fréttablaðið/VilhelmNorðurslóðir og málefni hinsegin fólks Guðlaugur Þór fór um víðan völl í ræðu sinni en hann gerði málefni hinsegin fólks meðal annars að umræðuefni. „Norðurlöndin voru í fararbroddi þeirra ríkja sem settu umhverfismál og jafnréttimál á oddinn, og barátta okkar í málefnum LGBTI fólks hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi barátta okkar, ásamt fjölda annarra sem betur fer, hefur fært þessi mál frá jaðri inn á miðju í mörgum samfélögum,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá vék hann máli sínu að málefnum norðurslóða og auknum áhuga Bandaríkjamanna á svæðinu en Ísland gegnir nú formennsku í Norðurskautsráðinu. „Það er ánægjuefni enda viljum að Bandaríkin séu sem virkust á alþjóðavettvangi. Það er mikilvægt að hafa í huga að núverandi aðstæður á alþjóðavettvangi kalla á meiri, en ekki minni, samvinnu við okkar bandamenn,“ sagði Guðlaugur Þór. Mannréttindi Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, verður falið að skrifa skýrslu um hvernig þróa megi samstarf Norðurlandanna enn frekar. Gert er ráð fyrir að nýjar tillögur verði settar fram í skýrslunni sem muni liggja fyrir um mitt næsta ár. Samstaða náðist um þetta á fundi norrænna utanríkisráðherra í dag og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra greindi frá í ræðu sem hann flutti á þingi Norðurlandaráðs í dag. „Það er mér mikil ánægja að náðst hafi samstaða um frekari eflingu norræns samstarfs á alþjóðavettvangi og ekki síður að Björn Bjarnason skyldi veljast til verksins. Fáir eru eins vel í stakk búnir til að móta framtíðarsýn í þessum málum,“ sagði Guðlaugur Þór. Efling samstarfsins hafi verið forgangsmál í formennsku Íslands í samstarfi norrænu utanríkisráðherranna. Fyrsti áfanginn í þeirri vinnu var stöðuskýrsla sem forstöðumenn norrænu alþjóðastofnananna unnu og afhentu í vor um framkvæmd tillagna úr skýrslu Thorvald Stoltenbergs frá 2009 að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Björn Bjarnason mun skrifa skýrslu um hvernig þróa megi samstarf Norðurlanda enn frekar.Fréttablaðið/VilhelmNorðurslóðir og málefni hinsegin fólks Guðlaugur Þór fór um víðan völl í ræðu sinni en hann gerði málefni hinsegin fólks meðal annars að umræðuefni. „Norðurlöndin voru í fararbroddi þeirra ríkja sem settu umhverfismál og jafnréttimál á oddinn, og barátta okkar í málefnum LGBTI fólks hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi barátta okkar, ásamt fjölda annarra sem betur fer, hefur fært þessi mál frá jaðri inn á miðju í mörgum samfélögum,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá vék hann máli sínu að málefnum norðurslóða og auknum áhuga Bandaríkjamanna á svæðinu en Ísland gegnir nú formennsku í Norðurskautsráðinu. „Það er ánægjuefni enda viljum að Bandaríkin séu sem virkust á alþjóðavettvangi. Það er mikilvægt að hafa í huga að núverandi aðstæður á alþjóðavettvangi kalla á meiri, en ekki minni, samvinnu við okkar bandamenn,“ sagði Guðlaugur Þór.
Mannréttindi Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira