Fasteignaverð tvöfaldast í Árborg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2019 20:00 Fasteignaverð í Árborg hefur ríflega tvöfaldast á fjórum árum. Hagfræðingur telur líklegt að lækkun á bensínverði hafi leitt til þess að fleiri telji hagkvæmt að búa í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins en keyra þangað til vinnu. Á liðnu ári hefur hægt verulega á hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans heldur þessi þróun áfram og reiknað er með um fjögurra prósenta árlegri hækkun næstu þrjú árin. Markaðurinn hefur staðnað aðeins. Í ár hafa að meðaltali verið keyptar um 577 íbúðir á mánuði samanborið við 619 í fyrra. Hagfræðinur telur að óútfærðar hugmyndir stjórnvalda um aðgerðir á húsnæðismarkaði gætu haft áhrif. „Að koma með svona yfirlýsingar án þess að þær séu komnar til framkvæmda getur gert það að verkum að ákveðin biðstaða myndast þar sem fólk vill ekki kaupa fyrr en það veit nákvæmlega að hve miklu leyti hið opinbera ætlar að stíga inn og aðstoða," segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Una Jónsdóttir, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans.Þróuninn er allt önnur fyrir utan höfuðborgarssvæðið. „Til dæmis í Árborg hefur verð meira en tvöfaldast frá upphafi árs 2015 þannig það eru alveg myndarlegar hækkanir," segir Una. Yfir helmingur seldra eigna í Árborg eru nýbyggingar, sem eru yfirleitt dýrari, og gæti það haft nokkur áhrif. En hækkunin er einnig skörp á Reykjanesbæ og á Akranesi. Bensínverð lækkaði um 15% árið 2015 og á sama ári tók fasteignaverð á þessum svæðum að rjúka upp. Hækkunin nam hátt í fjörtíu prósentum árið 2017 á Reykjanesi. Una telur líklegt að fleiri sjái sé hag í því að búa utan höfuðborgarsvæðisins en keyra til vinnu í borginni. „Við sjáum að bensínverð lækkaði á árunum 2013-2016 sem gæti hafa minnkað kostnaðinn við að búa þarna og þar með aukið eftirspurn eftir húsnæði," segir Una. Árborg Húsnæðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Fasteignaverð í Árborg hefur ríflega tvöfaldast á fjórum árum. Hagfræðingur telur líklegt að lækkun á bensínverði hafi leitt til þess að fleiri telji hagkvæmt að búa í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins en keyra þangað til vinnu. Á liðnu ári hefur hægt verulega á hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans heldur þessi þróun áfram og reiknað er með um fjögurra prósenta árlegri hækkun næstu þrjú árin. Markaðurinn hefur staðnað aðeins. Í ár hafa að meðaltali verið keyptar um 577 íbúðir á mánuði samanborið við 619 í fyrra. Hagfræðinur telur að óútfærðar hugmyndir stjórnvalda um aðgerðir á húsnæðismarkaði gætu haft áhrif. „Að koma með svona yfirlýsingar án þess að þær séu komnar til framkvæmda getur gert það að verkum að ákveðin biðstaða myndast þar sem fólk vill ekki kaupa fyrr en það veit nákvæmlega að hve miklu leyti hið opinbera ætlar að stíga inn og aðstoða," segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Una Jónsdóttir, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans.Þróuninn er allt önnur fyrir utan höfuðborgarssvæðið. „Til dæmis í Árborg hefur verð meira en tvöfaldast frá upphafi árs 2015 þannig það eru alveg myndarlegar hækkanir," segir Una. Yfir helmingur seldra eigna í Árborg eru nýbyggingar, sem eru yfirleitt dýrari, og gæti það haft nokkur áhrif. En hækkunin er einnig skörp á Reykjanesbæ og á Akranesi. Bensínverð lækkaði um 15% árið 2015 og á sama ári tók fasteignaverð á þessum svæðum að rjúka upp. Hækkunin nam hátt í fjörtíu prósentum árið 2017 á Reykjanesi. Una telur líklegt að fleiri sjái sé hag í því að búa utan höfuðborgarsvæðisins en keyra til vinnu í borginni. „Við sjáum að bensínverð lækkaði á árunum 2013-2016 sem gæti hafa minnkað kostnaðinn við að búa þarna og þar með aukið eftirspurn eftir húsnæði," segir Una.
Árborg Húsnæðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira