Rúnar um vítaspyrnudóminn: „Hann er nær þessu eins og svo oft áður í leiknum“ Guðlaugur Valgeirsson skrifar 27. apríl 2019 22:39 Rúnar á hliðarlínunni. vísir/bára Rúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur með stigið gegn Stjörnunni en þeir voru manni færri og marki undir í hálfleik er liðin mættust í Pepsi Max-deild karla í kvöld. „Ég var ekki sáttur með frammistöðuna en ég er sáttur með stigið. Við vorum slakir fyrsta hálftímann og komum svo sterkir inn síðasta korterið í fyrri hálfleik en fáum svo þetta mark á okkur og rautt spjald að auki.” „Við kannski áttum ekki mikið meira skilið en að vera undir í hálfleiknum en við rifum okkur upp í síðari hálfleik einum færri og þá fóru menn að hlaupa og berjast og við uppskerum mark sem við höngum á.” Rúnar sagði að stigið væri frábært þegar uppi er staðið, sérstaklega þar sem þeir voru marki undir og manni færri þegar síðari hálfleikurinn hófst. „Frábært stig klárlega. Stjarnan er með frábært lið, vel mannað lið og hafa verið með sama liðið síðustu ár og þetta er nánast sama byrjunarliðið annað árið í röð.” „Þetta er erfiður útivöllur og við komum lélegir út í byrjun en mér fannst við vel stemmdir í upphitun og inn í klefa fyrir leik en svo kom smá sviðsskrekkur. Við þorðum ekki að halda boltanum og áttum í basli með að senda á milli okkar og vorum bara ragir.” „Stjörnumenn voru bara mikið betri en við fyrsta hálftímann og heilt yfir og því er ég mjög sáttur við þetta stig.” Hann var mjög ánægður með Beiti Ólafsson og vörnina í lokin og seinni hálfleiknum en þeir héldu út þrátt fyrir mikla pressu frá Stjörnunni. „Menn sjá bara hvernig hann stóð sig, hvernig hann varði skallann sem stefndi í vinkilinn og hvernig hann tekur þessar fyrirgjafir og hornspyrnur. Hann var óheppinn í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni og við vorum þéttir í seinni hálfleik.” „Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur á þá þegar þeir voru inn í teignum hjá okkur en þessi leikur var bara mikil barátta og mikil harka og fram og til baka.” Rúnar sagði að lokum að hann hefði ekki séð hvort þetta var rétt dæmt þegar KR fékk vítið í upphafi seinni hálfleiks. „Nei ég sá þetta ekki, ég vissi ekki að hann væri að fara dæma eitthvað en hann er nær þessu eins og svo oft áður í leiknum því ég var að tuða í fjórða dómaranum og hann sagði bara við mig að dómarinn væri nær en ég og hann sæi þetta miklu betur,” sagði Rúnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Rúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur með stigið gegn Stjörnunni en þeir voru manni færri og marki undir í hálfleik er liðin mættust í Pepsi Max-deild karla í kvöld. „Ég var ekki sáttur með frammistöðuna en ég er sáttur með stigið. Við vorum slakir fyrsta hálftímann og komum svo sterkir inn síðasta korterið í fyrri hálfleik en fáum svo þetta mark á okkur og rautt spjald að auki.” „Við kannski áttum ekki mikið meira skilið en að vera undir í hálfleiknum en við rifum okkur upp í síðari hálfleik einum færri og þá fóru menn að hlaupa og berjast og við uppskerum mark sem við höngum á.” Rúnar sagði að stigið væri frábært þegar uppi er staðið, sérstaklega þar sem þeir voru marki undir og manni færri þegar síðari hálfleikurinn hófst. „Frábært stig klárlega. Stjarnan er með frábært lið, vel mannað lið og hafa verið með sama liðið síðustu ár og þetta er nánast sama byrjunarliðið annað árið í röð.” „Þetta er erfiður útivöllur og við komum lélegir út í byrjun en mér fannst við vel stemmdir í upphitun og inn í klefa fyrir leik en svo kom smá sviðsskrekkur. Við þorðum ekki að halda boltanum og áttum í basli með að senda á milli okkar og vorum bara ragir.” „Stjörnumenn voru bara mikið betri en við fyrsta hálftímann og heilt yfir og því er ég mjög sáttur við þetta stig.” Hann var mjög ánægður með Beiti Ólafsson og vörnina í lokin og seinni hálfleiknum en þeir héldu út þrátt fyrir mikla pressu frá Stjörnunni. „Menn sjá bara hvernig hann stóð sig, hvernig hann varði skallann sem stefndi í vinkilinn og hvernig hann tekur þessar fyrirgjafir og hornspyrnur. Hann var óheppinn í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni og við vorum þéttir í seinni hálfleik.” „Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur á þá þegar þeir voru inn í teignum hjá okkur en þessi leikur var bara mikil barátta og mikil harka og fram og til baka.” Rúnar sagði að lokum að hann hefði ekki séð hvort þetta var rétt dæmt þegar KR fékk vítið í upphafi seinni hálfleiks. „Nei ég sá þetta ekki, ég vissi ekki að hann væri að fara dæma eitthvað en hann er nær þessu eins og svo oft áður í leiknum því ég var að tuða í fjórða dómaranum og hann sagði bara við mig að dómarinn væri nær en ég og hann sæi þetta miklu betur,” sagði Rúnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira