Ungir krakkar hafa oftar en ekki beðið fyrir utan hliðið inn á æfingasvæðið og fengið eiginhandaráritanir frá átrúnargoðum sínum en nú heyrir það sögunni til.
Búið er að koma upp úr stóru skilti þar sem þetta kemur fram en á miðvikudaginn gáfu Ole Gunnar Solskjær og Daniel James síðustu áritanirnar á þessum stað.
Manchester United players banned from stopping to sign autographs for kids on way to training at Carrington https://t.co/RCpwbxPblzpic.twitter.com/1oxUA8xqVE
— MailOnline Sport (@MailSport) August 15, 2019
„Leikmönnum er ekki heimilt að stöðva og skrifa eiginhandaráritanir vegna hættu á veginum,“ stendur á skiltinu.
United flutti á Carrington æfingasvæðið árið 2000 en æfingasvæðið er innan við tíu kílómetra frá Old Trafford.
Ástæða flutninganna frá The Cliff, þar sem United æfði áður fyrr, var mikið ónæði og þáverandi stjóri, Sir Alex Ferguson, vildi að leikmennirnir fengu meiri frið frá aðdáendum.