Allsherjarverkfall í mótmælaskyni lamar Hong Kong Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2019 08:00 Mótmælendur spreyjuðu meðal annars umferðarljós með svörtu spreyji. AP/Kin Cheung Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins. Fréttir herma að um 14 þúsund manns hafi ákveðið að taka þátt í mótmælunum, þar á meðal flugmenn, kennarar, byggingarverkamenn, verkfræðingar. Þá lokuðu mótmælendur lestarleiðum í Hong Kong með því að halda dyrum lestanna opnum og koma þar með í veg fyrir að lestirnar gætu lagt af stað. Mótmælendur stóðu einnig fyrir umferðartöfum með því að hefta flæði umferðar inn í borgina á háannatíma. Margir sögðust einnig ætla að taka þátt í mótmælunum með því að hringja sig inn veika í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að ökumaður bíls reyndi að brjóta sér leið í gegnum farartálma, líkt og sjá má á myndbandi hér að neðan. Mótmælin í Hong Kong hafa staðið yfir í níu vikur, allt frá því að umdeilt framsalsfrumvar yfirvalda í Kína var lagt fram. Mótmælin hafa þó færst yfir í það að vera barátta íbúa í Hong Kong fyrir því að yfirvöld í Kína virði þau réttindi og frelsi sem íbúarnir hafa notið. Carrie Lam, æðsti stjórnandi Hong Kong, hefur varað mótmælendur við því með frekari mótmælum og verkföllum séu mótmælendur komnir á „hættulegar slóðir.“ Á laugardag lentu mótmælendur í útistöðum við óeirðalögreglu sem beitti táragasi, piparúða og valdi gegn mótmælendum á nokkrum stöðum innan borgarinnar Hong Kong. Tuttugu voru handteknir en mótmælendur segja lögreglu beita harðari aðgerðum nú en áður til þess að glíma við mótmælin.Scene at HK airport’s Cathay Pacific check-in now. The airline has cancelled over 140 flights today @bloombergtv@tictoc#TicTocNewspic.twitter.com/fxq3ldqzUz — Adrian Wong (@AdrianWongTV) August 4, 2019Civil disobedience at Lai King MTR station. Photo by @fong_fifi#HKstrikepic.twitter.com/RJl7ahMjIU — Elaine Yu (@yuenok) August 5, 2019Civil disobedience at its finest. General strike in Hong Kong today, drivers in Tai Po are helping out by practicing their turning skills.#hongkongprotests#strikepic.twitter.com/Vb7kbEVJVP — Denise Ho (HOCC) (@hoccgoomusic) August 5, 2019 Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag. 31. júlí 2019 13:29 Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær. 28. júlí 2019 11:30 Mótmælendur í Hong Kong ætla að bjóða árásarmönnum byrginn Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. 23. júlí 2019 18:29 Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. 4. ágúst 2019 10:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins. Fréttir herma að um 14 þúsund manns hafi ákveðið að taka þátt í mótmælunum, þar á meðal flugmenn, kennarar, byggingarverkamenn, verkfræðingar. Þá lokuðu mótmælendur lestarleiðum í Hong Kong með því að halda dyrum lestanna opnum og koma þar með í veg fyrir að lestirnar gætu lagt af stað. Mótmælendur stóðu einnig fyrir umferðartöfum með því að hefta flæði umferðar inn í borgina á háannatíma. Margir sögðust einnig ætla að taka þátt í mótmælunum með því að hringja sig inn veika í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að ökumaður bíls reyndi að brjóta sér leið í gegnum farartálma, líkt og sjá má á myndbandi hér að neðan. Mótmælin í Hong Kong hafa staðið yfir í níu vikur, allt frá því að umdeilt framsalsfrumvar yfirvalda í Kína var lagt fram. Mótmælin hafa þó færst yfir í það að vera barátta íbúa í Hong Kong fyrir því að yfirvöld í Kína virði þau réttindi og frelsi sem íbúarnir hafa notið. Carrie Lam, æðsti stjórnandi Hong Kong, hefur varað mótmælendur við því með frekari mótmælum og verkföllum séu mótmælendur komnir á „hættulegar slóðir.“ Á laugardag lentu mótmælendur í útistöðum við óeirðalögreglu sem beitti táragasi, piparúða og valdi gegn mótmælendum á nokkrum stöðum innan borgarinnar Hong Kong. Tuttugu voru handteknir en mótmælendur segja lögreglu beita harðari aðgerðum nú en áður til þess að glíma við mótmælin.Scene at HK airport’s Cathay Pacific check-in now. The airline has cancelled over 140 flights today @bloombergtv@tictoc#TicTocNewspic.twitter.com/fxq3ldqzUz — Adrian Wong (@AdrianWongTV) August 4, 2019Civil disobedience at Lai King MTR station. Photo by @fong_fifi#HKstrikepic.twitter.com/RJl7ahMjIU — Elaine Yu (@yuenok) August 5, 2019Civil disobedience at its finest. General strike in Hong Kong today, drivers in Tai Po are helping out by practicing their turning skills.#hongkongprotests#strikepic.twitter.com/Vb7kbEVJVP — Denise Ho (HOCC) (@hoccgoomusic) August 5, 2019
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag. 31. júlí 2019 13:29 Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær. 28. júlí 2019 11:30 Mótmælendur í Hong Kong ætla að bjóða árásarmönnum byrginn Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. 23. júlí 2019 18:29 Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. 4. ágúst 2019 10:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27
Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag. 31. júlí 2019 13:29
Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær. 28. júlí 2019 11:30
Mótmælendur í Hong Kong ætla að bjóða árásarmönnum byrginn Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. 23. júlí 2019 18:29
Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. 4. ágúst 2019 10:45