Sjá einnig: Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu
Fjölskyldan er búsett í Bretlandi og hafði flogið til Malasíu og innritað sig á hótelið kvöldið áður fyrir tveggja vikna frí en með í för voru einnig tvö systkini Noru. Morguninn eftir var stúlkan horfin úr herberginu og glugginn var opinn.

„Nora er barn með sérþarfir og glímir við námsörðugleika og þroskaskerðingu, sem gerir hana viðkvæmari en önnur börn og við óttumst um öryggi hennar,“ sagði hún og bætti við að Nora myndi ekki vita hvernig ætti að leita sér hjálpar í aðstæðum sem þessum. Hún myndi því aldrei fara frá fjölskyldu sinni sjálfviljug.
Yfir 160 manns aðstoða nú við leitina, þar á meðal lögregla og slökkvilið, og eru eigendur hótelsins „að farast úr áhyggjum“ vegna hvarfsins. Starfsmenn aðstoðuð við leitina langt fram á nótt en hótelið er staðsett nærri Berembun skóglendinu sem er um 1620 hektarar.